Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2014

#209. Blindflug ekki leyft, annað flug án takmarkana.

Það er lágmark þegar menn segja í fréttum að flugbannsvæði sé yfir Dyngjujökli að rétt sé farið með hvað við er átt. Þegar þetta er skrifað er einungis um að ræða að blindflug er ekki leyftt innan svæðisins.  Flug innan svæðisins er án takmarkana að öðru leyti. Allar upplýsingar um höft á flugi er að finna á vef Isavia, http://www.isavia.is/c/notam/.

 


mbl.is Flugbannsvæðið yfir jöklinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#208. Vantar nákvæmari lýsingu á lokunum.

Það er svolítið merkilegt hversu orðalag er almennt í tilkynningu Almannavarna um lokunina. Lokun svæðisins er ekki lýst nákvæmlega né er hún sýnd á korti. Samt er sagt að búið sé að loka leiðum inn á svæði.

Ef staðan er skoðuð á vef Vegagerðarinnar sést að hægt er að aka alla leiðina að Kverkfjöllum inn undir Vatnajökull norðanverðan, og leiðin sögð greiðfær fjórhjóladrifnum bílum. Eru þetta sömu upplýsingar og Almannavarnir gefa út?

 lokun_1244374.png

Mjög auðvelt væri að tilgreina hvar lokun gildir, fyrir hvaða leiðir og tilgreina veganúmer þeirra leiða sem við á svo hægt væri að átta sig á hvar lokunin gildir.

Mikið væri gott ef hægt væri að ganga úr skugga um að þessum tveimur stofnunum beri saman um opnanir vega. 


mbl.is Rýma hálendið norðan Dyngjujökuls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband