Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2015

#239. Temps-á?

Er nú farið að "íslenska" nafn Thames-ár sem Temps, eða er landafræðiþekkingu blaðamanns virkilega svo áfátt að ekki er hægt að koma nafni þessa fræga breska kennileitis frá sér skammlaust?


mbl.is Þyngdaraflinu storkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#238. Heyrðu Víglundur.....!

Skuldar þú ekki ríkinu peninga, Víglundur? Hvar er þitt siðferði?!

Ég vil minna almenning á að Víglundur tók þátt í því, ásamt syni sínum Þorsteini og fleiri aðilum, að hirða Sementsverksmiðjuna af ríkinu fyrir skitnar 68 milljónir, en greiddi svo aldrei umsamið kaupverð!

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2012/12/03/12_milljonir_fyrir_sementsverksmidjuna/

Við kaupin var birgðastaðan um 400 milljónir, og hús og tæki metin á 1.000 milljónir. En rétt er að taka fram að á móti eignum voru nokkrar skuldir. Þar að auki átti SV hlut í Einingaverksmiðjunni sem metinn var á 211 milljónir. Fróðlegt væri að vita hvar sá eignarhlutur er í dag eftir gjaldþrot Íslenskts sements! Bara tækjaflotinn, sem fylgdi með í kaupunum fyrir 68 milljónir, og endaði svo reyndar að hluta í rekstri hjá BM Vallá, var líklega um helmingurinn af umsömdu kaupverði sem, þegar upp var staðið, var svo aldrei greitt ríkinu!

Hversu oft þurftir þú, Víglundur, að greiða inn á skuldir við Sementsverksmiðjuna áður en bílstjórunum var leyft að dæla meira sementi í tanka BM Vallár?! Og hvað ætli Sementsverksmiðjan hafi þurft að afskrifa háa skuld BM Vallár við gjaldþrotið?

Flottir svona pappakallar sem orga á torgum og gráta þegar þeirra eignir eru hirtar af þeim eftir að hafa spilað rassinn úr buxunum en hirða ríkiseignir í gegnum hlutafélög!

 


mbl.is „Þetta heldur náttúrulega engu vatni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#237. Meira af þessu!

„Ísland er mjög lítið land... Múr­arn­ir milli stjórn­mála­manna og emb­ætt­is­manna eru afar þunn­ir,“

Ólafur talar náttúrulega af áralangri reynslu af íslensku spillingunni, sérstaklega þessari sem tengist framsóknarmönnum.

http://eyjan.pressan.is/silfuregils/2009/01/20/olafur-olafsson-einkavaeding-bankanna-og-politisk-spilling/


mbl.is Ber stjórnmálamenn þungum sökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#236. 5+ milljarðar and counting...

Hvað á að eyða miklum skattpeningum í þessa hít?


mbl.is Vegur lagður með hafnargarðinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#235. Æðibunugangur ASÍ!

Við fyrstu sýn virðist mér lögfræðingur ASÍ hlaupa á sig og hrósa sigri yfir Primera of snemma. Þegar dómurinn er lesinn sést, að um er að ræða pólskt fyrirtæki sem gerir ráðningarsamninga beint við pólska starfsmenn og sendir þá til Finnlands að vinna fyrir útibú sitt í Finnlandi. Sem sagt allir málsaðilar eru innan Evrópusabandsins. En þar sem bæði löndin eru í Evrópusambandinu úrskurðar dómurinn að af þeim sökum eigi starfsmennirnir rétt á launakjörum samkvæmt finnskum kjarasamningum.

Af fréttinni má ráða að Primera, hvers lenskt sem það telst, er ekki með samninga beint við starfsmenn sína, hvaðan sem þeir koma, heldur við starfsmannaleigu á Guernsey, sem er ekki í Evrópusambandinu. Og þar fellur málatilbúnaður ASÍ um sjálfan sig, því samningssambandið er ekki það sama og í fyrrgreindu máli pólska fyrirtækisins. Sem sagt ekki eru allir aðilar í keðjunni innan ESB.

En þessu máli tengdu koma í hugann fyrirtæki eins og ÍSTAK og/eða Suðurverk, sem hafa starfað við verkefni erlendis og sent Íslendinga til starfa í Noregi. Ég tek það fram að ég veit ekkert um á hvaða samningum eða hvers konar kjörum þeir starfsmenn hafa unnið, en athyglisvert væri að vita hvað ASÍ hefur aðhafst varðandi þá starfsmenn, og hvaða athuganir ASÍ hefur látið fara fram á starfsmannakjörum vegna þeirra ráðninga.

En hvað mál Primera varðar held ég að þar hafi ASÍ ropað af ástæðulausu.


mbl.is Geirneglir starfsemi Primera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband