Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
#246. FME rumskar!
20.3.2015 | 14:59
Það eru að verða komin 5 ár frá fyrsta dómnum sem féll vegna gengislánamála, og FME hefur staðið á hliðarlínunni sem mállaus púðluhundur mest allan þann tíma! Löngu er orðið tímabært að stofnunin vaknaði af blundinum og setji Lýsingu stólinn fyrir dyrnar, ellegar taki stjórn félagsins yfir eða afturkalli starfsleyfi þess. Á meðan Lýsing stundar ekki eðlilega viðskiptahætti, eða sýnir enga tilburði í þá átt að bæta þá, á það ekki að fá að starfa, svo einfalt er það. 19.gr. laga um fjármálafyrirtæki er mjög skýr um þetta efni:
"19. gr. Góðir viðskiptahættir og venjur.
[Fjármálafyrirtæki skal starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið setur reglur1) um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum þessum.
......" 1)Rgl. 670/2013.
Reglugerð 670/2013 segir ennfremur í 3.gr:
"Mat á eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.
Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði að teknu tilliti til 3. mgr. 1. gr.
Mat Fjármálaeftirlitsins grundvallast á:
- ákvæðum laga, reglugerða og reglna sem gilda um starfsemina, markmiðum og tilgangi þeirra,
......."
Ef brot á lögum og þvergirðingsháttur að færa starfsemina er ekki til betri vegar telst brot gegn þessum greinum, ja þá veit ég ekki hvað það gæti verið! En það var löngu orðið tímabært að FME gerði vart við sig varðandi Lýsingu. En betur má ef duga skal!
FME fylgist grannt með Lýsingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#245. Hefur sem sagt ekkert með fyrirtækið að gera!
19.3.2015 | 19:23
Spunameistarinn er með þetta allt á hreinu!
874 dómsmál á 5 árum hafa sem sagt ekkert með það að gera að Lýsing hafði rangt við í viðskiptum um árabil. Alveg dásamlegt.
Um 390 dómsmál sem bíða meðferðar fyrir Héraðsdómi og Lýsing er til varnar hafa sem sagt ekkert að gera með það að:
- Lýsing gerði samninga við neytendur með ólöglegum skilmálum;
- Lýsing virðir ekki lög um fjármálagerninga;
- Lýsing hefur ekki frumkvæði að leiðréttingu á sambærilegum samningum eftir dómafordæmum Hæstaréttar;
- Lýsing virðir að vettugi rökstuðning viðskiptavina sem leita réttar síns án aðstoðar lögfræðinga;
- Lýsing virðir að vettugi rökstuðning viðskiptavina sem leita réttar síns með aðstoð lögfræðinga;
Málarekstur veldur gríðarlegu álagi á aðila málsins og dómstóla, segir Þór. Ég spyr bara hvort ekki sé rétt að í eðlilegu viðskiptaumhverfi sé gengið frá málum utan réttar líkt og kostur er, segir hann."
Um þetta er það helst að segja að Lýsing stundar ekki eðlilega viðskiptahætti og tekur aldrei undir röksemdir viðskiptavina, án aðkomu lögfræðinga, og helst ekki fyrr en dómari hefur sagt sitt. Og jafnvel ekki þá heldur!
"....3 mál af hverjum 4 sem farið hafa fyrir Hæstarétt, frá árinu 2010, hafa fallið Lýsingu í hag."
Flest, ef ekki öll, þeirra mála sem Lýsing hefur stefnt fyrir Hæstarétt og unnið hafa verið mál vegna fjármögnunarleigusamninga lögaðila, sem ekki eru verndaðir af lögum um neytendalán. Mál neytenda hafa undantekningalaust unnist hafi þau farið alla leið, nema skrípamálið 471/2010, sem var alveg með ólíkindum. Blaðamenn gleyma iðulega að spyrja út í þetta.
Ennfremur hefur Lýsing leikið það að áfrýja málum áfram í Hæstarétt en draga þau síðar til baka á síðustu stundu þannig að Hæstiréttur hefur ekki fjallað um málin. Ég minni á leikinn með prófmálin sem ákveðið var að fara í með samvinnu fjármálafyrirtækja og í engu þeirra féll dómur ef ég man rétt.
Og nú kemur spunameistari Lýsingar og beinir athyglinni að heimilistryggingum viðskiptavina og fégræðgi lögmanna. Froðusnakkur!
Sækjast eftir heimilistryggingunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#244. Óskiljanlegt!
19.3.2015 | 06:44
Er nema von að álag sé á dómstólum landsins þegar eitt fyrirtæki beinir öllum viðskiptavinum sínum fyrir dómstóla með sama ágreininginn? Hvers vegna FME grípur ekki inn í starfsemi fjármálafyritækis sem ítrekað tapar málum fyrir dómstólum og hefur orðið uppvíst af að brjóta lög er mér algjörlega hulið!
Lýsing í 874 dómsmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
#243. Auglýsing!
17.3.2015 | 20:25
Í fréttinni er haft eftir Þór Jónssyni, upplýsingafulltrúa Lýsingar, að Hæstiréttur geri ekki kröfu um að öll sambærileg lán verði endurreiknuð heldur þurfi að skoða hvert og eitt mál þegar það kemur inn. Sem sagt nýjasta útskýring spunameistara Lýsingar um Hæstaréttardóma: Niðurstaðan á bara við um einn samning!
Hæstiréttur hefur aldrei gert kröfu um að aðrir samningar en sá sem rétturinn fjallar um hverju sinni, verði leiðréttir samkvæmt niðurstöðu máls, og mun aldrei gera slíka kröfu. Niðurstaða réttarins er hins vegar túlkun á lögum og þar með fordæmisgefandi fyrir uppgjör annarra sambærilegra samninga. Og Lýsingu ber að fara eftir túlkun réttarins á lögum.
Ég auglýsi eftir Fjármálaeftirlitinu og Neytendastofu, og ekki síður eftirlitsaðila þessara stofnana, umboðsmanni Alþingis, til að fylgja eftir með frumkvæðisathugun að niðurstaða þessa máls verði heimfærð á alla aðra sambærilegra samninga.
En bergmálið er ærandi!
Eiga ekki frumkvæði að endurreikningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#242. Búin!
16.3.2015 | 17:26
Já ok....getur maður sem sagt hafnað því á eigin forsendum að mæta fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis?! Ég stóð í þeirri meiningu að ef einhver fær boð um að mæta á fund þingnefndar er hinum sama skylt að mæta, sbr. 19.gr. þingskapalaga:
"19. gr. [Nefndarfundi mega auk nefndarmanna sitja starfsmenn nefndanna og þeir gestir sem nefnd kveður til funda eða fellst á að komi fyrir nefndina." [leturbreytingar mínar]
Vissi ekki að þingmenn hefðu val um að mæta ekki ef það hentaði þeim ekki af einhverjum ástæðum, en samkvæmt orðalagi bréfs formanns nefndarinnar var Hönnu Birnu boðið að mæta á nefndarfundinn: http://www.mbl.is/frettir/innlent/2015/03/13/ogmundur_sendir_honnu_birnu_itrekun/
Hins vegar er þetta ágætt. Ferill Hönnu Birnu í landsmálapólitíkinni ætti að vera fljótlega á enda, en þegar kemur að Sjálfstæðisflokknum er ekki á vísan að róa hvað slíkt mat varðar.
Kemur ekki fyrir nefndina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#241. Ólæsir?
15.3.2015 | 09:07
Makalaus yfirlýsing frá Landssambandi lífeyrissjóða að núvirðingarprósenta sé ekki sama og raunávöxtun. Eins og ég hef bent á áður vinna fréttamenn mbl.is fréttir með því að apa upp texta úr yfirlýsingum fyrirtækja og spyrja engra spurninga tli frekari upplýsingar. Svona yfirlýsing kallar að sjálfsögðu á að Landssamband lífeyrissjóða útskýri fyrir ólærðum hver munurinn er á núvirðingarprósentu og raunávöxtun.
Það er nefnilega svo að reglugerð nr. 391/1998 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, tiltekur sérstaklega að við núvirðisreikning væntanlegs lífeyris og framtíðariðgjalda skuli miða við 3,5% vaxtaviðmiðun umfram vísitölu neysluverðs. (19.gr.) Ég skil þetta svo að um raunávöxtun sé að ræða, því öll ávöxtun umfram vísitölu neysluverðs er raunávöxtun, og ef lífeyrissjóður ætlar að standa við skuldbindingar sínar skv. núvirðisreikningi hlýtur hann að þurfa að fá sömu raunávöxtun og notuð er við þann útreikning. Ennfremur tiltekur 20.gr. sömu reglugerðar að við núvirðingu verðtryggðra verðbréfa með föstum tekjum skuli miðað við 3,5% raunávöxtunarkröfu. Ekki flókið hélt ég.
Yfirlýsing landssambandsins er því ekki bara villandi heldur beinlínis röng. Ef sá aðili sem hana samdi er í ábyrgðarstöðu hjá lífeyrissjóði, eða sjóðum, á hann að segja af sér hið snarasta.
Núvirðingarprósenta er ekki ávöxtunarkrafa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#240. Uppfæra þarf vefumsjónarkerfin
8.3.2015 | 17:03
Þegar þetta er ritað kl. 17:00 er síða Sögusetursins, njala.is ekki virk. Uppfletting á afriti af vefnum á vefafritunarvélinni web.archive.org, virðist benda til þess að síðan keyri á gamalli útgáfu af Wordpress vefumsjónarkerfinu, jafnvel allt að 4 ára gamalli.
Það er eitt að setja upp vefsíðu, og annað að halda henni við, og þeim grunni sem hún keyrir á. Þetta er þó alltaf nauðsynlegt og stundum er minna mál en menn halda að uppfæra í nýjustu útgáfur vefumsjónarkerfa. Þó getur líka nokkur kostnaður verið fylgjandi uppfærslum, sérstaklega ef miklar breytingar hafa átt sér stað í vefumsjónarkerfinu, eða ef uppfærslur hafa ekki verið gerðar reglulega. Þá getur þurft að uppfæra/lagfæra útlit vefsins, sem og ýmsar viðbætur sem notaðar eru til að auka virkni svona kerfa.
En fyrst og fremst er þó nauðsynlegt að umsjónarmaður vefs hafi einhverja smá hugmynd um nauðsyn uppfærslna og sjái til þess að þær séu framkvæmdar reglulega. Með því er hægt að minnka hættu á að óprúttnir aðilar skemmi vefsíður eins og Sögusetrið hefur lent í.
Ríki íslams á njala.is? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)