#245. Hefur sem sagt ekkert með fyrirtækið að gera!

Spunameistarinn er með þetta allt á hreinu!

874 dómsmál á 5 árum hafa sem sagt ekkert með það að gera að Lýsing hafði rangt við í viðskiptum um árabil. Alveg dásamlegt.

Um 390 dómsmál sem bíða meðferðar fyrir Héraðsdómi og Lýsing er til varnar hafa sem sagt ekkert að gera með það að:

  • Lýsing gerði samninga við neytendur með ólöglegum skilmálum;
  • Lýsing virðir ekki lög um fjármálagerninga;
  • Lýsing hefur ekki frumkvæði að leiðréttingu á sambærilegum samningum eftir dómafordæmum Hæstaréttar;
  • Lýsing virðir að vettugi rökstuðning viðskiptavina sem leita réttar síns án aðstoðar lögfræðinga;
  • Lýsing virðir að vettugi rökstuðning viðskiptavina sem leita réttar síns með aðstoð lögfræðinga;

„Málarekstur veldur gríðarlegu álagi á aðila málsins og dómstóla,“ segir Þór. „Ég spyr bara hvort ekki sé rétt að í eðlilegu viðskiptaumhverfi sé gengið frá málum utan réttar líkt og kostur er,“ segir hann."
Um þetta er það helst að segja að Lýsing stundar ekki eðlilega viðskiptahætti og tekur aldrei undir röksemdir viðskiptavina, án aðkomu lögfræðinga, og helst ekki fyrr en dómari hefur sagt sitt. Og jafnvel ekki þá heldur!

"....3 mál af hverjum 4 sem farið hafa fyrir Hæstarétt, frá árinu 2010, hafa fallið Lýsingu í hag."

Flest, ef ekki öll, þeirra mála sem Lýsing hefur stefnt fyrir Hæstarétt og unnið hafa verið mál vegna fjármögnunarleigusamninga lögaðila, sem ekki eru verndaðir af lögum um neytendalán. Mál neytenda hafa undantekningalaust unnist hafi þau farið alla leið, nema skrípamálið 471/2010, sem var alveg með ólíkindum. Blaðamenn gleyma iðulega að spyrja út í þetta.

Ennfremur hefur Lýsing leikið það að áfrýja málum áfram í Hæstarétt en draga þau síðar til baka á síðustu stundu þannig að Hæstiréttur hefur ekki fjallað um málin. Ég minni á leikinn með prófmálin sem ákveðið var að fara í með samvinnu fjármálafyrirtækja og í engu þeirra féll dómur ef ég man rétt.

Og nú kemur spunameistari Lýsingar og beinir athyglinni að heimilistryggingum viðskiptavina og fégræðgi lögmanna.  Froðusnakkur!


mbl.is Sækjast eftir heimilistryggingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er hið besta mál að lögmenn sem taka að sér svona mál fyrir einstaklinga skuli reyna að leita leiða til að forða þeim einstaklingum frá miklum kostnaði vegna slíkra málaferla.

Reyndar væri sennilega búið að leysa öll mál sem snúa að Lýsingu ef neytendur hefðu bara strax fengið gjafsókn, sem ríkissjóður hefði svo endurkrafið Lýsingu um í formi sekta fyrir öll lögbrotin.

Það er að segja ef þetta væri réttarríki.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.3.2015 kl. 20:53

2 identicon

Vel mælt. Ég er að fjalla um þetta málefni hérna ef þú hefur áhuga:

https://www.facebook.com/johannes.s.olafsson/posts/10152839049242620?notif_t=like

Jóhannes S. Ólafsson (IP-tala skráð) 19.3.2015 kl. 21:30

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þakka innlitið Jóhannes. Fínn pistill hjá þér á FB, takk fyrir ábendinguna.

Fyrst til hamingju með ykkar árangur í þessum málum. En þar sem þú ert nú lögfræðimenntaður og hefur glímt við Lýsingu, þá langar að mig að segja að það er eitt sem ég hef verið ósáttur við málarekstur allra lögmanna sem ég veit til að hafi unnið við þessi gengislánamál. Það er, að til þessa hefur enginn látið reyna á gildi gömlu neytendalánalaganna um upphaflegan heildarlántökukostnað, mikilvægi árlegrar hlutfallstölu kostnaðar í neytendalánasamning sem og gildi upphaflegur greiðsluáætlunarinnar, og þá sérstaklega þegar tiltekið er að greiðsluáætlun sé hlut af samningi. Ég er hér að tala um 14.gr. laga nr.121/1994, að ekki megi innheimta hærri heildarlántökukostnað en upplýst er við samingsgerð, nema upplýst sé hvernig breytingar geti orðið. Og ekki síður varðandi þá sem alla tíð greiddu greiðsluseðlana sem þeir fengu inn um lúguna, slepptu öllum frystingarúrræðum og greiddu þar með sinn heildarlántökukostnað mun fyrr en samningurinn kvað á um, en voru samt rukkaðir út samningstímann.

Allir þessir aðilar áttu hins vegar rétt á lækkun heildarlántökukostnaðar sbr. 16.gr. sömu laga, en þar sem ekki eru til dómafordæmi um þessar greinar, er illa hægt að beita þeim fyrir sig nema fyrir dómstólum. Veit þó dæmi um mál í undirbúningi á hendur Lýsingu, þar sem aðalkrafa verður líklega byggð á þessum tveimur greinum.

Ég tel einfaldlega að hefðu menn látið reyna á þessi ákvæði fyrr, í stað þess að eltast við endurreikninga sbr. Árna Páls-lögleysuna, hefði ekki þurft alla þessa endurreikninga því upphaflegur heildarlántökukostnaður takmarkaði innheimtuna og þar með hefði þessum málum lokið mun fyrr.

Hefur þessi möguleiki verið skoðaður á þinn lögmannstofu?

Erlingur Alfreð Jónsson, 19.3.2015 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband