#157. Frávísun saksóknara á kæru vegna gengistryggðs lánasamnings
16.3.2012 | 00:32
Jóhannes Björn segir á vefsíðu sinni, www.vald.org, frá Facebookfærslu Gunnars Tómassonar hagfræðings vegna bréfs hins síðarnefnda til alþingismanna um þörfina á sakamálarannsókn á háttsemi lánastofnana við gengistryggingu krónulána. Telur Gunnar að eftir úrskurð Hæstaréttar í máli 600/2011 ekkert vera því til fyrirstöðu að embætti ríkissaksóknara og/eða ríkislögreglustjóra hefji sakamálarannsókn á háttsemi lánastofnana við gengistryggingu krónulána.
Ég vildi óska að slíkt yrði gert en hef því miður aðra reynslu af eigin tilraun til að fá slíka rannsókn í gegn.
Eins og ég skýrði frá hér á blogginu þ. 9. desember 2011 kærði ég 17 stjórnendur SP-Fjármögnunar hf. til sérstaks saksóknara m.a. fyrir svik, blekkingar, fjársvik og tilraun til fjárdráttar vegna bílasamnings sem ég gerði við fyrirtækið í september 2007. Þann 17.janúar 2012 barst mér svar frá sérstökum saksóknara, sem fer jú með rannsókn efnahagsbrota eftir sameiningu efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra við embættið. Í bréfinu stóð m.a.:
Telja má hæpið að huglæg afstaða kærðu hafi verið með þeim hætti við og í kjöilfar samningsgerðar, að uppfyllt geti kröfur um saknæmi við meðferð refsimáls og ásetning til brota.
.....
Með vísun til framanritaðs er kæru þessari vísað frá með heimild í 4. mgr. 52. gr. laga nr.88/2008 um meðferð sakamála enda þykja ekki efni til að hefja rannsókn út af henni. Vakin er athygli á því að kæruheimild vegna ákvörðunarinnar er til ríkissaksóknara."
Í lok janúar skrifaði ég ríkissaksóknara bréf og kærði ákvörðun sérstaks saksóknara sem að ofan er lýst. Niðurstaða ríkissaksóknara vegna kæru minnar barst mér í hendur 9.mars 2012.
Rannsókn sakamála er í höndum lögreglu, sbr. 1. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála. Í 2. mgr. sama ákvæðis segir að lögregla skuli hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki.
Eftir yfirferð gagna málsins verður ekki annað ráðið en að málið varði fyrst og fremst einkaréttarlegan ágreining á milli kæranda og SP-Fjármögnunar hf. er byggir á kröfuréttar- og samningssambandi þeirra á milli. Verður að telja réttara að aðilar leysi slíkan ágreining sín á milli um uppgjörið og annað sem tengist viðskiptum þeirra meðal annars eftir reglum laga nr. 91/1991 um meðferð einkamála.
.......
Í ljósi framangreinds er tekið undir rökstuðning embættis sérstaks saksóknara frá 17. janúar 2012 er lá til grundvallar ákvörðun embættisins um að vísa kærunni frá með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, þar sem ekki þótti efni til að hefja lögreglurannsókn út af henni. Þá er einnig tekið undir rökstuðning embættisins frá 9. febrúar 2012.
Með skírskotun til þess sem rakið hefur verið hér að framan og eins og atvikum er háttað verður ekki talið að embætti sérstaks saksóknara beri að verða við beiðni kæranda um rannsókn.
Niðurstaða:
Ákvörðun embættis sérstaks saksóknara, dags. 17. janúar 2012, um að vísa frá kæru með vísan til 4. mgr. 52. gr. laga um meðferð sakamála, er hér með staðfest.
Svo mörg voru þau orð.
Við meðferð málsins ritaði fulltrúi sérstaks saksóknara ríkissaksóknara bréf. Í því komu m.a. fram eftirfarandi ummæli sem mér finnast aðfinnsluverð:
"Í kæru Erlings er ekki gerð grein fyrir í hverju hin meinta blekking var fólgin né að starfsmenn eða fyrirsvarsmenn SP Fjarmögnunar hafi misnotað sér ranglega hugmynd hans um að honum bæri að endurgreiða lánið enda mátti honum vera Ijóst að hann fengi bifreiðina ekki endurgjaldslaust. Þá verður ekki byggt á greiðsluáætlun sem byggð er á hinni ólögmætu gengistryggingu."
Ég lýsti mjög nákvæmlega hvernig ég taldi á mér brotið eins og sjá má hér:
"K...... G.... átti hlut að því að beita saknæmum blekkingum til að ná viðskiptum mínum með því að sýna í reiknivél á vefsíðu fyrirtækisins, og í greiðsluáætlun, útreikninga sem ekki stóðust lög um vexti og verðtryggingu, og að leggja launung á þá staðreynd að gengistrygging lána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla væri ekki heimil samkvæmt sömu lögum. Vakti hann þar með villu mína að gengistryggður kaupleigusamningur með höfuðstól í íslenskum krónum væri fullkomlega löglegur. Það voru því blekkingar framkvæmdar til að ná fram fjárhagslegum ávinningi enda hafði hann gert samning við stjórn fyrirtækisins að fá árangurstengdan ágóðahlut úr starfsemi fyrirtækisins sbr. útskýringar á lið 23 á bls. 20 í ársreikningi fyrir árið 2007."
Ég tel að ég haldi því skýrt fram hver ég tel að blekkingin sé og að hún væri á þann hátt að gerður hefði verið ólögmætur samningur í hagnaðarskyni sem sé refsivert athæfi að mínu mati. Engu að síður taldi fulltrúi sérstaks að ég hefði ekki lýst í hverju hin meinta blekking var fólgin!
Þá er mér hulin ráðgáta hvaðan fulltrúi sérstaks saksóknara fær þá hugmynd að ég telji mér ekki skylt að endurgreiða það sem lánað var. Ég hef aldrei haldið því fram á neinum tímapunkti að mér bæri ekki að endurgreiða lánið, heldur tel ég að einungis megi innheimta þann heildarlántökukostnað sem tilgreindur er í greiðsluáætlun og ekki megi innheimta lántökukostnað sem er umfram upphæð. Slíkt sé tilraun til fjárdráttar hvað sem líður ákvæðum (Árna Páls)laga nr. 151/2010 um endurreikning.
Ákæra saksóknaraembættis vegna hegningarlagabrots myndi líklega kalla á holskeflu kæra vegna slíkra samninga, hvað þá ef sakfelling næðist í slíku máli. Hvort það hefur haft áhrif á niðurstöðu saksóknara um frávísun skal ósagt látið. En ég minni á að saksóknari gaf út ákæru í máli fyrrum forsvarsmanna Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar vegna ólögmætra lána og rangrar upplýsingagjafar til Fjármálaeftirlitsins. Ég hef bent Fjármálaeftirlitinu á rangar tilkynningar SP-Fjármögnunar hf. vegna starfsheimilda sem þeir gáfu upp að væru nýttar við gildistöku laga um fjármálafyrirtæki árið 2002 en FME þótti ekki ástæða til að aðhafast neitt vegna þessara ábendinga. Undir tilkynningarnar skrifaði Pétur Gunnarsson þáverandi fjármálastjóri SP.
Í fréttaþætti Stöðvar 2 í kvöld, Ísland í dag, var rætt við Elías Pétursson, fyrrverandi jarðverktaka, sem íhugar skaðabótamál á hendur SP-Fjármögnun hf., sem nú starfar undir merkjum Landsbankans, vegna óbilgjarnra innheimtuaðgerða gegn fyrirtæki hans. Láti hann verða af þessari fyrirætlan óska ég honum góðs gengis.
Að síðustu vil ég benda á að 3 fyrrum forstöðumenn SP-Fjármögnunar hf., gengu nýlega til liðs við MP banka í því skyni að opna eignaleigusvið á vegum bankans. Ég bendi fólki á að lesa vel alla samningsskilmála sem þessir 3 menn hafa umsjón með, kjósi það á annað borð að eiga viðskipti við eignaleigusvið sem þeir stýra. Eitt er víst, ég verð ekki viðskiptavinur MP banka meðan þessir menn sitja þar í stólum.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#156. Össur villtur í Brussel - Einhliða samningsskilmálar ESB
27.2.2012 | 10:52
Á vef Evrópusambandsins er að finna plagg sem útskýrir stækkunarferli Evrópusambandsins og hvernig samningaviðræður fara fram. Á blaðsíðu 9 má finna eftirfarandi texta (íslensk þýðing er mín):
Aðildarviðræður
Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið "samningaviðræður" getur verið villandi. Í aðildarviðræðum er lögð áhersla á skilyrði og tímasetningu umsóknarlands um aðlögun, upptöku og beitingu á regluverki ESB - sem er alls um 90.000 síður. Og þessar reglur (einnig þekktar sem "acquis", sem er franska fyrir "Það sem hefur verið samþykkt") eru ekki umsemjanlegar.
Fyrir umsækjendur, er það í raun spurning um að samþykkja hvernig og hvenær á að aðlaga og innleiða regluverk og vinnulag ESB [í landslög]. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir tímasetningu og skilvirkni hvers umsóknarlands um framkvæmd reglnanna.
.......
Til að auðvelda samningaviðræður, er öllu regluverki ESB skipt upp í "kafla", einum fyrir hvern málaflokk. Fyrsta skrefið í samningaviðræðum er kallað "skimun"; tilgangur hennar er að skilgreina atriði sem aðlaga þarf í löggjöf, stofnunum eða stjórnskipun/verklagi umsóknarlands.
Sem grundvöll fyrir að hefja raunverulegt, tæknilegt samningaferli, útbýr framkvæmdastjórnin "skimunarskýrslu" fyrir hvern kafla og hvert land. Þessar skýrslur eru lagðar fyrir Evrópuráðið. Það er svo framkvæmdastjórnarinnar að gera tillögu um hvort hefja eigi viðræður um kafla, eða krefjast þess að tilteknum grundvallaratriðum (eða "viðmiðum") verði mætt fyrst.
Umsóknarlandið leggur þá fram samningsstöðu. Á grundvelli tillögu framkvæmdastjórnarinnar, setur Evrópuráðið fram sameiginlega afstöðu ESB um opnun viðræðna.
Þegar ESB samþykkir sameiginlega afstöðu á hverjum kafla regluverksins, og þegar umsóknarlandið samþykkir sameiginlega afstöðu ESB, er viðræðum vegna þess kafla lokað - en aðeins til bráðabirgða. ESB aðildarviðræður byggjast á þeirri meginreglu að "ekkert er samþykkt, uns allt er samþykkt", svo endanleg lokun kafla á aðeins sér stað í lok alls
samningaferlisins.
ESB er því eins og fjármálafyrirtæki. Umsækjandi verður að fara eftir einhliða sömdum samningsskilmálum upp á um 90.000 síður til að fá að vera með.
Með aðild að EES-samningnum frá 1994 hefur Ísland þegar tekið upp regluverk í 21 af 35 köflum löggjafar ESB að öllu eða langmestu leyti. En því miður hefur íslenska ríkið ekki í hávegum mikilvægt atriði ESB regluverksins; neytendavernd.
Getur einhver lamið Össur í hausinn.......kannski með kynningarbæklingnum?!
Hér á eftir fer svo upprunalegi textinn á ensku:
Accession negotiations
First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it
is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate's implementation of the rules.
To facilitate the negotiations, the whole body of EU law is divided into "chapters", each corresponding to a policy area. The first step in negotiations is called "screening"; its purpose is to identify areas in need of alignment in the legislation, institutions or practices
of a candidate country.
...........
As a basis for launching the actual, technical negotiation process, the Commission establishes a "screening report" for each chapter and each country. These reports are submitted to the Council. It is for the Commission to make a recommendation on whether to open negotiations on a chapter, or require that certain conditions (or "benchmarks") should
be met first.
The candidate country then submits a negotiating position. On the basis of a proposal by the Commission, the Council adopts an EU common position allowing opening of the negotiations.
Once the EU agrees a common position on each chapter of the acquis, and once the candidate accepts the EU's common position, negotiations on that chapter are closed - but only provisionally. EU accession negotiations operate on the principle that "nothing is agreed until everything is agreed", so definitive closure of chapters occurs only at the end of the entire negotiating process.
![]() |
Villikettir VG komnir á kreik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#155. ASÍ situr fast við sinn keip....
31.1.2012 | 23:24
ASÍ ætlar seint að viðurkenna galla verðtryggingar. Ekki dugi að banna verðtryggingu því þegar horft sé til þróunar vaxta hér á landi síðastliðin 20 ár komi í ljós að nafnvextir óverðtryggðra lána hafi yfirleitt verið nokkru hærri en þeirra verðtryggðu. Bíddu, getur verið að vextir hefðu verið lægri síðastliðin 20 ár ef verðtryggingar hefði ekki notið við? Vaxtahækkanir SÍ bitu ekki á þenslu undanfarinna ára vegna verðtryggingar, og gera ekki enn í dag.
Ólafur Darri segir að forsenda vaxtalækkana sé stöðugri gjaldmiðill og vandaðri hagstjórn. Verðtrygging er hækja lélegrar hagstjórnar! Getur verið að fari verðtrygging komi vandaðari hagstjórn í kjölfarið?
En hvaða vit hef ég svo sem á þessu?
![]() |
Sláandi munur á vaxtakostnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)