#154. Svarar hugsanlega ekki öllu....
26.1.2012 | 10:14
Nú ţekki ég ekki málsatvik ţessa máls Elviru Pinedo en ef efni ţess snýst um húsnćđislán eingöngu mun ţađ líklega ekki svara spurningunni um lögmćti ţess ađ innheimta hćrri heildarlántökukostnađ af bílaláni, en samiđ var um í upphafi, eins og fjármálafyrirtćkin eru ađ gera. 2.mgr. 14.gr. laga um neytendalán segir:
"Lánveitanda er eigi heimilt ađ krefjast greiđslu frekari lántökukostnađar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnađar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuđ er lánveitanda eigi heimilt ađ krefjast heildarlántökukostnađar sem gćfi hćrri árlega hlutfallstölu kostnađar."
Ţó er rétt ađ taka fram ađ 3.mgr. 14.gr. segir:
Ákvćđi 1. og 2. mgr. gilda ekki ef lánveitandi getur sannađ ađ neytanda hefđi mátt vera ljóst hver lántökukostnađurinn átti ađ vera. Ef ákvćđi 1. eđa 2. mgr. leiđa til lćkkunar eftirstöđva skal neytandi greiđa ţćr samkvćmt samningnum og lćkkunin koma fram á síđustu afborgunum.
Ađ síđustu vil ég benda á ákvćđi 15.gr. sem stendur svo:
Hafi lánveitandi ekki veitt ţćr upplýsingar, sem fyrir er mćlt í 6. gr., sbr. 5. gr., getur ţađ skapađ honum bótaábyrgđ, enda hafi neytandi mátt ćtla ađ lánskjör vćru hagstćđari en ţau síđar reyndust vera.
Vegna ofangreindra atriđa vil ég benda á forúrskurđ Evrópudómstólsins í máli C-76/10. Í málinu var tekist á um heimild lánveitanda til ađ innheimta lántökukostnađ ţegar árleg hlutfallstala kostnađar hafđi ekki veriđ kynnt. Dómurinn úrskurđađi ađ ákvćđi Evróputilskipana 93/13 og 87/102 bćri ađ túlka á ţann hátt ađ lánveitanda vćri ekki heimilt ađ innheimta lántökukostnađ í ţegar láđst hefđi ađ kynna árlega hlutfallstölu kostnađar viđ samningsgerđ.
Úr niđurstöđu dómsins: "......the failure to mention the APR [innsk: annual percentage rate of charge eđa árleg hlutfallstala kostnađar] in a consumer credit contract means that the credit granted is deemed to be interest-free and free of charge." [leturbreyting EAJ]
Ég túlka ţessa niđurstöđu Evrópudómstólsins, og ákvćđi 2.mgr. 14.gr. neytendalánslaga, ţví ţannig ađ ţegar árleg hlutfallstala kostnađar hefur veriđ kynnt neytanda viđ samningsgerđ sé sú tala takmarkandi og ekki megi undir nokkrum kringumstćđum innheimta meiri lántökukostnađ en kemur fram viđ samningsgerđ á greiđsluáćtlun. Sú tala, sem ţar er kynnt, er endanleg heildargreiđsla. Hér ber ađ taka fram ađ greiđsluáćtlun er fylgiskjal samnings og ţar međ hluti af honum. Hins vegar geta vaxtaákvarđanir á hverjum tíma haft áhrif á upphćđ mánađargreiđslu, en ekki á heildarlántökukostnađ. Hafi heildarlántökukostnađur átt ađ vera breytilegur hefđi átt ađ kynna ţađ viđ samningsgerđ og hvađa ástćđur hefđu áhrif til breytinga. Slíkar upplýsingar eru alla vega ekki í mínum bílasamningi, ađeins ađ greiđslur geti tekiđ breytingum vegna vaxtabreytinga.
Ţađ vekur athygli hver málsađilinn er, ţ.e. prófessor viđ lagadeild Háskóla Íslands og sérfrćđingur í Evrópurétti. Ţađ er ekki óvarlegt á áćtla ađ ţar fari ađili sem viti nákvćmlega hvernig túlka eigi lög. Tapi hún málinu hlýtur hún ađ ţurfa íhuga stöđu sína viđ HÍ.
Úrskurđi Hćstiréttur gegn röksemdum Elviru Pinedo prófessors viđ lagadeild Háskóla Íslands, konu sem er m.a. međ fordćmisgildi forúrskurđa Evrópudómstólsins og neytendalöggjöf ađ sérsviđi í sínu starfi, ţurfum viđ óháđa skođun á allri íslenskri löggjöf ţar sem neytendaréttur hefur veriđ innleiddur, sem og öllum dómum Hćstaréttar međ tilliti til Evrópuréttar.
![]() |
Óvissu um vaxtaforsendur gengislána verđur eytt |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (9)
#153. Stađfesting er komin! - Lánţegar! Leitiđ réttar ykkar vegna ólögmćtra lána!
17.12.2011 | 00:54
Ţetta er ansi merkileg frétt ađ mínu mati.
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóđs kćrđir vegna ólögmćtra lána! Er ţetta forsmekkurinn ađ ţví sem koma skal? Á ţađ fyrir forsvarsmönnum fleiri fjármálafyrirtćkja ađ liggja ađ svara fyrir lánveitingar til almennings međ ólögmćtum samningsskilmálum? Til ţess ađ ţađ geti orđiđ ţurfa fleiri lánţegar ađ kćra ólögmćtar lánveitingar. Eđa eru allir helsáttir og bíđa eftir einhverri leiđréttingu frá Alţingi sem aldrei kemur?
Eru lánţegar sáttir viđ lög um endurreikning lán međ afturvirkum vöxtum?
Eru lánţegar sáttir viđ hagnađ bankanna m.a. vegna 110% leiđarinnar?
Eđa vill almenningur betra ţjóđfélag? Ef svariđ er já viđ síđustu spurningunni, geriđ ţá eitthvađ í ţví!
Fariđ til saksóknara og leggiđ fram kćru á hendur ţessu fólki. Fólkinu sem fékk ofurlaunin, fríđindin, og bónusana fyrir ađ bera alla ábyrgđina af starfsemi fjármálafyrirtćkis, en fékk svo ađ lokum niđurfellingarnar ţegar ekki ţurfti ađ axla ábyrgđina! Fólkinu sem átti eignarhaldsfélögin og naut ađstöđumunarins á "uppgangsárunum".
Hćttiđ ađ tuđa hvert í öđru á kaffistofunum, eldhúsunum, í fjölskylduafmćlunum yfir ţví ađ ekkert sé gert fyrir fólkiđ, og geriđ eitthvađ sjálf! Ţó ekki vćri nema í ykkar eigin málum!
Kćriđ framferđi stjórnenda fjármálafyrirtćkisins sem ţiđ eruđ ósátt viđ.
Kćriđ alla forsvarsmenn lánastofnunar, frá ţeim degi sem ólögmćtur samningur var gerđur til ţess dags sem honum lýkur, sé honum yfir höfuđ lokiđ, fyrir fjársvik.
Kćriđ alla forsvarsmenn lánastofnunar, frá ţeim tíma sem upphaflega umsömdum heildarlántökukostnađi var náđ til ţess dags sem uppgjör er gefiđ út, eđa til dagsins í dag standi greiđslur enn yfir, fyrir fjárdrátt.
Kćriđ samning međ ólögmćtum samningsskilmálum, slíkur samningur er fjársvik.
Kćriđ innheimtu heildarlántökukostnađar vegna bílalána sem er hćrri en um var samiđ í upphafi, slík innheimta er fjárdráttur.
Ef ykkur vantar gögn um samninginn fariđ ţá og biđjiđ viđkomandi fjármálafyrirtćki um afrit af gögnum vegna ykkar samnings eđa samninga. Ţeim ber ađ láta ţau af hendi.
Hvađ sem ţiđ geriđ, ekki gera ekki neitt!
LÁTIĐ REYNA Á RÉTT YKKAR GAGNVART SVIKUNUM!
Ríkissaksóknari hefur gefiđ tóninn.
![]() |
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóđs ákćrđir |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (3)
#152. Fyrrverandi forsvarsmenn SP-Fjármögnunar hf. kćrđir til sérstaks saksóknara!
9.12.2011 | 17:17
2. desember sl. afhenti ég sérstökum saksóknara kćru á 17 nafngreinda forsvarsmenn SP-Fjármögnunar hf. frá 2007, fyrir hlutdeild í fjársvikum (248.gr.), umbođssvikum (249.gr), fjárdrćtti (247.gr.) og tilraun til fjárdráttar, viđ umsýslu gengistryggđs lánasamnings, en viđ ţessum brotum liggur allt ađ 6 ára fangelsi. Einnig kćrđi ég fyrir brot gegn 156. og 158.gr. almennra hegningarlaga, ţ.e. fyrir blekkingu í lögskiptum (allt ađ 8 ára fangelsi) og ađ nota skjal međ ófalsađri undirritun í öđrum tilgangi en ţađ var ćtlađ til (allt ađ 3 ára fangelsi). Til vara kćrđi ég fyrir brot gegn 261.gr. sem getur varđađ fangelsi allt ađ 1 ári.
Ţá kćrđi ég valda ađila fyrir ađ uppfylla ekki skyldur sínar sbr. lög um hlutafélög (68. og 76.gr.), ţ.e. fyrir ađ hafa ekki uppfyllt eftirlitsskyldur sínar međ starfsemi félagsins og ađ hafa framfylgt ólöglegum ákvörđunum stjórnarađila.
Tveir starfsmenn voru kćrđir fyrir brot gegn 264.gr.alm.hegningarlaga fyrir ađ tryggja ávinning af ólögmćtu athćfi međ framferđi sínu í starfi.
Međ ţessari leiđ vil ég reyna ađ fá á hreint hvađa ábyrgđ stjórnarmenn, framkvćmdastjórar, og reyndar fleiri starfsmenn, bera ţegar viđhöfđ eru ólögmćt athćfi í viđskiptum eftirlitsskyldra ađila viđ almenning. Og sérstaklega ţegar hćgt er ađ sýna fram á ađ fulltrúum eftirlitsskylda ađilans hafi veriđ bent á hina ólögmćtu gjörninga. Ţeir fengu jú greitt fyrir ađ bera ábyrgđ á starfsemi fyrirtćkisins og sjá til ţess ađ hún vćri lögum samkvćmt á hverjum tíma.
Kćran var međ rökstuđningi alls 26 blađsíđur, og ađ auki rúmlega 130 blađsíđur af fylgigögnum, alls 170 blađsíđur af gögnum. Ég hafđi unniđ ađ henni frá ţví í byrjun ţessa árs međ hléum. Kćruna vann ég einn, og án allrar ađstođar lögfrćđings, sem skýrir ađ nokkru langan vinnslutíma hennar. Allar ályktanir í henni eru ţví mínar sem leikmanns.
Ég bíđ nú einungis eftir ađ sérstakur saksóknari láti mig vita um afstöđu sína til kćrunnar og ţá kemur vćntanlega í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér í kćruatriđum mínum, ţ.e. hvort formleg ákćra verđur gefin út í málinu. Sú biđ mun líklega taka nokkrar vikur eđa mánuđi, enda er álagiđ mikiđ á ţeim bćnum. Ţá býst ég viđ ađ ţurfa mćta til skýrslutöku hjá sérstökum hvort sem úr ákćru verđur eđa ekki.
Fólk sem hefur greitt umfram upphaflegan heildarlántökukostnađi hefur, ađ mínu mati, orđiđ fórnarlamb fjárdráttar og á ađ kćra slíkt framferđi til sérstaks saksóknara. Kćra á forsvarsmenn lánastofnunar frá ţeim tíma sem upphaflegum heildarlántökukostnađi er náđ til ţess dags sem uppgjör er gefiđ út, eđa til dagsins í dag standi greiđslur enn yfir, fyrir fjárdrátt.
Ađ sama skapi var gerđ gengistryggđs lánasamnings ađ mínu mati fjársvik. Kćra á alla forsvarsmenn lánastofnunar frá ţeim degi sem samningur var gerđur til ţess dags sem honum lýkur sé honum yfir höfuđ lokiđ, fyrir fjársvik.
Ţađ er ekkert gamanmál ađ fara ţessa leiđ en ég er fyrir löngu orđinn úrkula vonar um ađ á ţessu málum verđi tekiđ ađ frumkvćđi yfirvalda, hver sem ţau eru. Ég hvet fleiri til ađ íhuga slíkar kćrur og bendi áhugasömum á ađ kynna sér m.a. eftirfarandi B.A. ritgerđir háskólanema á vef skemmunar, www.skemman.is:
- Elisabeth Patriarca: "Skilyrđi 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika"
- Guđrún Rósa Ísberg: "248 gr. almennra hegningarlaga og 123 gr. laga um verđbréfaviđskipti"
- Guđrún Anna Sturludóttir: "Samanburđur á 248., 247. og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940"
- Ţorbjörn Ţórđarson: "Milliganga viđ fjársvik samkvćmt 248. gr. almennra hegningarlaga"
En fólk verđur ađ gera sér grein fyrir ţví, ađ ţađ verđur sjálft ađ sćkja rétt sinn! Enginn mun gera slíkt fyrir ţađ!
![]() |
Vinnuvélar streyma úr landi |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (22)