#77. Breikkum frekar vegina.

Mér finnst mikilvægara að breikka vegi áður en hgsað er um að fara lýsa þá. Þjóðvegir á Íslandi eru almennt mjóir; svo mjóir að flutningabílum stafar hætta af. Þekki þetta af eigin reynslu af akstri slíkra bíla. Þrengslin eru dæmi um svona mjóan veg.
mbl.is Óvíst að Þrengslin verði lýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#76. Réttur skuldara fyrir borð borinn

Við lestur gengislánafrumvarps Árna Páls er réttur kröfuhafa hærra metinn en skuldara undir formerkjum fjármálastöðugleika.
Ég nefni hér nokkur dæmi:

1. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar fyrirtækja eru gerðir löglegir. > Hér er einfaldlega staðfest að þeir séu ólöglegir í dag og eina ástæðan til að lögleiða er til að bjarga kröfuhafa.
2. Kröfuhafi má kalla til dómskvadda matsmenn ef ágreiningur er um almennt markaðsverð við uppgjör bílaláns, en skuldari skal fara til löggilts bílasala. > Dómskvaddir matsmenn, ekki bílasalar að eigin vali, eiga að sjá um slíkt mat ef ágreiningur er um uppgjör. Þetta kemur fram í 19.gr. lögum um neytendalán.
3. Frumvarpið ætlar að gera skuldurum að greiða af skuldbindingu í 3 ár án þess að geta notið hennar. Sem sagt ef um vörslusviptingu bifreiðar er að ræða skal skuldari borga kröfuhafa þó kröfuhafi hafi fengið bifreiðina og jafnvel selt. > Þetta gengur aftur gegn lögum um neytendalán en 19.gr. segir: "Þegar söluhlutur er endurheimtur skal við uppgjör á milli aðila lánssamnings reyna að komast sem næst því að þeir verði jafnsettir og ef viðskiptin hefðu ekki átt sér stað."

Í frumvarpinu eru fleiri atriði sem ganga fyrst og fremst út á hag kröfuhafa og gegn skuldara en ég týni ekki til í þessari samantekt. Ég skora á þingmenn að lesa frumvarpið með hag skuldara að leiðarljósi, nóg er komið af taumhaldi viðskiptaráðherra af hag fjármálafyrirtækja.


mbl.is Mælir fyrir gengislánafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#75. ESB bregst sem bjargvættur Íra!

Eina aðalrök Samfylkingarinnar fyrir inngöngu í ESB að þar fengjum við aðstoð frá Seðlabanka Evrópu, reyndar með upptöku evru. Írland hefur verið aðili að Evrópusambandinu og forvera þess síðan 1973. Samt þurfa þeir núna að hlaupa í fang AGS vegna fjárþurrðar banka. Skyldi Össur vita af þessu?
mbl.is AGS á leið til Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband