#247. Er þetta eina leiðin?

Hvernig samræmist það hlutverki Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar að búa til mosku á Ítalíu? Hvar er tengingin við Ísland og hvaða íslensku verk voru kynnt í moskunni? Er eina leiðin til að kynna íslenska myndlist að stuða og valda ágreiningi með því að notast við málefni sem tengist Íslandi ekki neitt? Ef svo er, er ekki mikið varið í íslenska myndlist.


mbl.is „Sorgleg niðurstaða“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#246. FME rumskar!

Það eru að verða komin 5 ár frá fyrsta dómnum sem féll vegna gengislánamála, og FME hefur staðið á hliðarlínunni sem mállaus púðluhundur mest allan þann tíma! Löngu er orðið tímabært að stofnunin vaknaði af blundinum og setji Lýsingu stólinn fyrir dyrnar, ellegar taki stjórn félagsins yfir eða afturkalli starfsleyfi þess. Á meðan Lýsing stundar ekki eðlilega viðskiptahætti, eða sýnir enga tilburði í þá átt að bæta þá, á það ekki að fá að starfa, svo einfalt er það. 19.gr. laga um fjármálafyrirtæki er mjög skýr um þetta efni:

"19. gr. Góðir viðskiptahættir og venjur.
[Fjármálafyrirtæki skal starfa í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði.
Fjármálaeftirlitið setur reglur1) um hvað teljist eðlilegir og heilbrigðir viðskiptahættir fjármálafyrirtækja samkvæmt lögum þessum.

......" 1)Rgl. 670/2013.

Reglugerð 670/2013 segir ennfremur í 3.gr:

"Mat á eðlilegum og heilbrigðum viðskiptaháttum.

Fjármálaeftirlitið leggur mat á hvort fjármálafyrirtæki starfi í samræmi við eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti og venjur á fjármálamarkaði að teknu tilliti til 3. mgr. 1. gr.

Mat Fjármálaeftirlitsins grundvallast á:

  1. ákvæðum laga, reglugerða og reglna sem gilda um starfsemina, markmiðum og tilgangi þeirra,

......."

Ef brot á lögum og þvergirðingsháttur að færa starfsemina er ekki til betri vegar telst brot gegn þessum greinum, ja þá veit ég ekki hvað það gæti verið! En það var löngu orðið tímabært að FME gerði vart við sig varðandi Lýsingu. En betur má ef duga skal!


mbl.is FME fylgist grannt með Lýsingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#245. Hefur sem sagt ekkert með fyrirtækið að gera!

Spunameistarinn er með þetta allt á hreinu!

874 dómsmál á 5 árum hafa sem sagt ekkert með það að gera að Lýsing hafði rangt við í viðskiptum um árabil. Alveg dásamlegt.

Um 390 dómsmál sem bíða meðferðar fyrir Héraðsdómi og Lýsing er til varnar hafa sem sagt ekkert að gera með það að:

  • Lýsing gerði samninga við neytendur með ólöglegum skilmálum;
  • Lýsing virðir ekki lög um fjármálagerninga;
  • Lýsing hefur ekki frumkvæði að leiðréttingu á sambærilegum samningum eftir dómafordæmum Hæstaréttar;
  • Lýsing virðir að vettugi rökstuðning viðskiptavina sem leita réttar síns án aðstoðar lögfræðinga;
  • Lýsing virðir að vettugi rökstuðning viðskiptavina sem leita réttar síns með aðstoð lögfræðinga;

„Málarekstur veldur gríðarlegu álagi á aðila málsins og dómstóla,“ segir Þór. „Ég spyr bara hvort ekki sé rétt að í eðlilegu viðskiptaumhverfi sé gengið frá málum utan réttar líkt og kostur er,“ segir hann."
Um þetta er það helst að segja að Lýsing stundar ekki eðlilega viðskiptahætti og tekur aldrei undir röksemdir viðskiptavina, án aðkomu lögfræðinga, og helst ekki fyrr en dómari hefur sagt sitt. Og jafnvel ekki þá heldur!

"....3 mál af hverjum 4 sem farið hafa fyrir Hæstarétt, frá árinu 2010, hafa fallið Lýsingu í hag."

Flest, ef ekki öll, þeirra mála sem Lýsing hefur stefnt fyrir Hæstarétt og unnið hafa verið mál vegna fjármögnunarleigusamninga lögaðila, sem ekki eru verndaðir af lögum um neytendalán. Mál neytenda hafa undantekningalaust unnist hafi þau farið alla leið, nema skrípamálið 471/2010, sem var alveg með ólíkindum. Blaðamenn gleyma iðulega að spyrja út í þetta.

Ennfremur hefur Lýsing leikið það að áfrýja málum áfram í Hæstarétt en draga þau síðar til baka á síðustu stundu þannig að Hæstiréttur hefur ekki fjallað um málin. Ég minni á leikinn með prófmálin sem ákveðið var að fara í með samvinnu fjármálafyrirtækja og í engu þeirra féll dómur ef ég man rétt.

Og nú kemur spunameistari Lýsingar og beinir athyglinni að heimilistryggingum viðskiptavina og fégræðgi lögmanna.  Froðusnakkur!


mbl.is Sækjast eftir heimilistryggingunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband