#187. Ég skil ekki.....
7.8.2013 | 21:04
.....hvernig framkvæmdastjórn AGS getur sagt að ekkert svigrúm sé til niðurfellingar skulda heimila, sem fjármagnast eiga m.a. af erlendum kröfuhöfum, en ekki ríkissjóði, en á sama tíma haldið því fram að stofn aflandskróna sé ennþá stór og geti stækkað þegar bú gömlu bankanna verða leyst upp. Það sé því yfirvofandi vandamál eins og margoft hefur verið bent á og minnka þarf aflandskrónustofninn.
Nú, það er einmitt það sem vilji er til að gera! Niðurfelling skulda á m.a. að fjármagnast með aflandskrónum, þ.e. fá erlenda kröfuhafa að gefa eftir eign sína í krónum eða alla vega lækka hana umtalsvert, og láta þá niðurfellingu ganga áfram í gegnum efnahagsreikninga bankanna til lækkunar á skuldum heimila. Er þá niðurfelling, sem svona er framkvæmd, ekki af hinu góða fyrir stærsta vandamál hagkerfisins, þennan of stóra aflandskrónustofn? Hann myndi lækka umtalsvert við svona aðgerð, sem er það sem allir vilja að gerist til að hægt sé að afnema fjármagnshöft! Hvernig getur þessi aðgerð þá verið svona slæm?
Síðan hvetur AGS stjórnvöld til að lagafæra stöðu ÍLS. Ef stjórnvöld þurfa ekki lengur að hafa áhyggjur af aflandskrónustofninum, þá væri kannski hægt að fara einbeita sér að ÍLS og öðrum málum!
Ummælin sanna bara enn einu sinni að AGS er innheimtustofnun stórra fjármagnseigenda en ekki sjálfstæð alþjóðastofnun til hjálpar ríkjum í vanda.
Að öðru leyti vísa ég í nýlega færslu mína um sama atriði.
![]() |
AGS leggst gegn skuldaniðurfellingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
#186. Rétt skal vera rétt.
7.8.2013 | 19:42
Í frétt mbl.is er eftirfarandi millifyrirsögn og texti:
Yfirborð sjávar 3,5 cm yfir fyrri met
Einnig þar var met slegið árið 2012, þegar sjávaryfirborð mældist að jafnaði á heimsvísu 3,5 cm hærra en það var áður hæst, árin 1993 og 2010.
Millifyrirsögnin er röng, og fullyrðingin sem síðar kemur einnig. Eins og sést á þessum útdrætti á síðu bandarísku veðurstofunnar NOAA, kemur fram í skýrslunni að sjávarstaða ársins 2012 var 3,5 cm (1.4 inches) yfir meðaltali áranna 1993-2010. Meðaltalið var ennfremur það hæsta frá 1993. En ekki að sjávarstaðan hafi verið 3,5 cm hærri en fyrri met!
Þá segir ennfremur í sömu málsgrein:
Bráðnun íssins hefur áhrif á yfirborð sjávar.
Ekki er þó hirt um að tilgreina hvað ís er um að ræða og hver áhrifin eru.
Alkunna er að vatn þenst út þegar það frýs. Ís, sem flýtur í vatni/sjó, lækkar því yfirborðsstöðu við bráðnun. Bráðnun heimskautaís sem þegar er í sjó, hvar á jörðinni sem hann er, hækkar því ekki sjávarstöðu heldur þvert á móti lækkar hana lítillega. Þó eru áhrifin líklega svo lítil að varla tekur því að nefna eða mæla.
Ís, sem liggur eingöngu á landi, hækkar að sama skapi sjávarstöðu heilt yfir þegar hann bráðnar.
![]() |
Norðurísinn aldrei hörfað hraðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 19:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#185. Alveg furðulegt!
5.8.2013 | 17:48
Fréttablaðið birti 3. ágúst grein eftir fyrrum forsætisráðherra landsins, Þorsteinn Pálsson, um hugmyndir menntamálaráðherra um nauðsyn þess að stokka upp í menntakerfinu. Greinin birtist líka samdægurs á visir.is. Það er vel að endurskoða eigi menntakerfið okkar. Hvort hugmyndir ráðherrans séu einhvers virði er ekki hægt að fullyrða að óathuguðu máli.
En á einhvern óskiljanlegan hátt fléttar blaðamaðurinn Þorsteinn Pálsson kosningaloforði Framsóknarflokksins um skuldaleiðréttingu heimila inn í umræðuna. Hann heldur því enn einu sinni fram að nota eigi fjármuni ríkissjóðs til að endurgreiða verðbólgu á fjárfestingum í steinsteypu. Það er engu líkara en sumir aðilar haldi að almenningur sé illa menntaður skríll. Þorsteinn Pálsson skipaði sér því miður fljótt í þann hóp.
Þorsteinn Pálsson kemur iðulega vel fyrir í viðtölum og sjónvarpi. Hann er þægilegur viðmóts og sýnir viðmælendum sínum virðingu og er rökfastur. Ég man ekki til að hafa séð hann sýna af sér hroka í framkomu, ólíkt öðrum núverandi og fyrrverandi stjórnmálamönnum. Það mætti segja hann væri sjónvarpsvænn.
Þess vegna er mér ómögulegt að skilja hvernig Þorsteinn Pálsson getur haldið því fram að niðurfellingar skulda sem ræddar væru við kröfuhafa, sem margir keyptu loftkröfur sínar á íslenskt hagkerfi á hrakvirði eftir hrun, um að lækka nú þessar loftkröfur sínar á íslensk heimili svo hér verði hægt að ýta hjólum efnahagslífsins af stað á ný, eigi að fjármagnast úr ríkissjóði.
Margoft hefur verið bent á hið gagnstæða og einnig að allar niðurfellingar skulda til þessa hafa ekki kost að ríkissjóð krónu, hví ætti annað að gilda um þessa framkvæmd?
Sem dæmi getum við litið á einfalda mynd af leið fjármuna við greiðslu kröfu sem fer í gegnum nýju og gömlu bankana:
Lántaki/heimili à Fjármálastofnun (e. 2008) à Fjármálastofnun (f.2008) à Kröfuhafi (Upphaflegur/nýr)
Hvar er aðkoma ríkissjóðs? Hún er að sjálfsögðu ekki til staðar við innheimtu og greiðsluferil kröfunnar, hvers vegna ætti ríkissjóður þá að koma að niðurfellingu hennar?
Það hefur lengi verið viðurkennt að kröfuhafar heimilanna, nýju bankarnir þrír, eignuðust kröfur sínar á niðursettu verði í október 2008. Það sama á við um kröfuhafa gömlu bankana sem sumir fengu kröfurnar nánast gefnar. Engu að síður hamast nýju bankarnir við að innheimta kröfur sínar að fullu til að uppfylla samninga Steingríms J. við kröfuhafa, gömlu bankana. Hvernig ríkissjóður á að tengjast þessu ferli og bera ábyrgð einhverju mögulegu "fjárhagstjóni" kröfuhafa er óskiljanlegt.
Ef ég skulda Sigmundi 1 milljón og hann fer á hausinn, sem verður til þess að skiptastjórinn selur Bjarna kröfuna á 500 þús., og svo kemur Frosti nokkru seinna og biður Bjarna að innheimta nú bara þessi 500 þús. sem hann lagði út (plús kannski smá vexti), en ekki 1 milljón, á þá Bjarni að heimta að sameiginlegur sjóður Frosta og Þorsteins vinar hans eigi að borga honum mismuninn sem hann telur sig missa af? Hvernig má það vera að sameignlegur sjóður Frosta og Þorsteins vinar hans, eigi að borga Bjarna þann mismun? Ég bara spyr!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)