#253. Öfug mismunun á Keflavíkurflugvelli
9.7.2015 | 10:19
Fjármálaráðherra hyggst afnema alla tolla, að tollum á matvöru undanskildum, 1. janúar 2017. Afnám þetta, til viðbótar afnámi tollum á fatnað og skó sem tekur gildi 1. janúar nk., skerðir tekjur ríkissjóðs sem nemur einu RÚV, eða um 6 milljörðum á ári.
Fróðlegt verður að vita hvort þessar breytingar leiðrétta þá mismunun sem íslenskir þegnar búa við í ferðum til landa innan EES, að takmarka heildarverðmæti vara sem fluttar eru inn í landið í farangri ferðamanna við 88.000 kr. Ég hef lengi haft ímugust á þessu takmarki þar sem í því fellst fyrrnefnd mismunun. Takmark þetta þjónar litlum tilgangi og þá aðeins því helst að vernda innlenda kaupmenn og óhóflega álagningu þeirra.
Íslensk yfirvöld setja hámark á virði vöru sem ferðamaður má flytja með sér inn í landið, alls 88.000 kr., og er sama hvort um einn eða fleiri hluti er að ræða. Umfram þessa upphæð þarf að greiða toll og VSK skv. núgildandi íslenskum lögum.
EES samningurinn gefur Íslendingum aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Innan þessa markaðar er frjálst flæði vöru og þjónustu. Þegar neytandi fer á milli landa innan EES, t.d. keyrir heiman að frá sér í Þýskalandi til Danmerkur, kaupir þar einhverja vöru, t.d. sjónvarp og fer svo sömu leið til baka, þarf hann einungis að greiða VSK í Danmörku, af því hann fer sjálfur heim með vöruna. Ef hann fær vöruna senda, þarf þjónustuaðilinn að innheimta VSK í landi neytandans, í þessu tilfelli Þýskalandi, og skila til yfirvalda.
Íslenskir ferðamenn þurfa hins vegar að greiða VSK við innkaupin í þjónustulandinu, og svo aftur í Keflavík ef heildarverðmæti vöru í farangi fer yfir 88.000 kr.
Óformleg fyrirspurn til Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi hvort svona hámark væri heimilt skv. EES leiddi í ljós að í þessu tilfelli væri um svokallað öfuga mismunun að ræða sem væri stjórnvöldum væri heimilt að beita þegna sína.
Boðar afnám allra tolla 2017 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#252. Þarf að varðveita?
8.7.2015 | 15:05
Ég velti fyrir hvort það sé merkur fundur að eitthvað hafi verið grafið upp sem menn vissu vel að væri til staðar. Nefnt er að hafnargarðurinn hafi verið hluti af stærstu og merkilegustu framkvæmd sem landinn hafði ráðist í fram að þeim tíma, hafnargerðinni. En er það svo merkilegt að beri að varðveita og sýna þegar hið sama hefur verið hulið í 75 ár? Þarf að sýna allt gamalt og fornt eða er í lagi að fjarlægja það til að þjóna nútímahagsmunum? Garðurinn þessi hefur jú menningarsögulegt gildi sem hluti af Reykjavíkurhöfn. En Reykjavíkurhöfn hefur breyst og mun áfram breytast.
Hættir eitthvað gamalt einhvern tímann að vera merkilegt? Ætla menn næst að grafa upp steinbryggjuna bara til að sýna hana af því hún er svo merkileg?
Hafnargarðurinn verði varðveittur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#251. Kolólöglegt!
28.6.2015 | 14:21
Sérstök gjaldtaka á almenning sem hyggst ganga um svæði Árbæjarsafns með þrífót til að taka ljósmyndir er kolólögleg og gróft brot á jafnræðisreglu. Þar að auki er upphæðin sem nefnd er í fréttinni, 20 þús kr., í engu samræmi við verðlagningu fyrir almennan aðgang að safninu.
Á vef Borgarsögusafns Reykjavíkur er tilgreint að gjald fyrir ljósmyndatöku sé 20 þús. kr., og 7.200 kr. eftir fyrsta klukkutímann. Þetta gjald er þó auglýst undir liðnum Húsaleiga og getur því ekki átt við rölt um safnasvæðið, hvort heldur sem er innanhúss eða utan.
Krafinn um gjald með þrífótinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 14:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)