#3. Aumingjaskapur valdhafanna!
1.4.2010 | 22:37
Ég hvet alla til að lesa grein Jóns Þorvarðarsonar í Morgunblaðinu í dag. Hvenær ætla stjórnmálamenn að skilja að heimilin þurfa ekki gerfilausnir með nöfnunum sem engin skilur, og engu skila? Við þurfum ekki sértæka greiðsluaðlögun, greiðslujöfnun, nýtt embætti talsmanns skuldara, niðurfærslu höfuðstóls erlendra lána og hvað þetta bull allt nefnist sem blaðrað hefur verið um í marga mánuði. Við þurfum einfaldlega að stjórnmálamenn taki hausinn úr rassgatinu á sjálfum sér og fari að ráðast að rótum vandans. Alþingi og ríkisstjórn þurfa að sjá til þess að landslög og stjórnarskrá sé virt af eftirlitsskyldum aðilum, fjármálafyrirtækjunum. Hættið að tala um að klára þurfi Icesave, ganga í ESB, taka upp Evru, fá erlend lán frá AGS, frá Norðurlöndunum, allt til að hagkerfið fari í gang. Snúa hjólum atvinnulífsins af stað. Hagkerfið er í gangi alla daga. Hagkerfið er nefnilega við, þjóðin! Þjóðin sem streðar við að borga af verðtryggðu lánunum, ólöglegu lánunum, greiða hækkuðu skattana sem vinstri stjórnin setti á. Vinstri stjórnin! Fylkingin, sem hefur að eigin sögn í hverri einustu kosningabaráttu sem ég man eftir, barist fyrir fólkið í landinu, en þegar hún komst til valda hækkaði skattana, þar með vöruverðið, og þar með verðtryggðu lánin. Jók skuldir heimilanna. Takk fyrir ekki neitt! Vinstri menn virðast ekki skilja að það hjálpar ekki hagkerfinu að byrja á að taka krónurnar til ríkissjóðs og veita þeim til útlanda áður en þær fara út í hagkerfið, í þá hringrás sem því fylgir. Þá deyr hagkerfið. Og því er að blæða út. Enda ekki krónurnar alltaf langflestar í ríkissjóði hvort eð er? Þær þurfa bara að hafa viðkomu á eins mörgum stöðum á leiðinni og hægt er. Hugsið aðeins hvaða leið 1000 kr. fara eftir að þær fara úr veskinu ykkar. Hættið að níðast á þjóðinni! Hættið að láta þjóðina líða fyrir pólitíska valdaleiki ykkar! Hættið að tala um nýtt Ísland! Þið eru að reisa við gamla Ísland, með sama sukkinu! Látið verkin tala! Stöðvið lögbrot fjármálafyrirtækjanna. STRAX!
Athugasemdir
Það sem mér finnst svo merkilegt í þessu, er að okkur almúganum finnst það svo augljóst hvað er í forgangi. Af hverju sjá þau það ekki. Held að fólk lendi í álögum við það að fara inn á Alþingi. Leggist yfir þau einhver veruleikafirra.
Anna Viðarsdóttir, 2.4.2010 kl. 10:21
p.s. mér finnst þú eiga lélega félaga Erlingur. Það er enginn að koma með komment á bloggið þitt
Anna Viðarsdóttir, 2.4.2010 kl. 10:24
Takk Anna. Þeir hanga greinilega bara á Facebook....nema þeir séu að hrista hausinn yfir því í hvað ég er búinn að koma mér! :-)
Erlingur Alfreð Jónsson, 2.4.2010 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.