#4. Gerum flugvöllinn að óstjórnuðu loftrými

Það væri gaman að sjá sundurliðun á hvað þessi ráðstöfun sparar mikið. Mér sýnist hún við fyrstu sýn vera algjörlega fáránleg að óathugðu máli. Ef Flugstoðir vilja spara má vel gera flugvöllinn að óstjórnuðu loftrými án nokkurra vandkvæða. Það má jafnvel gera fleiri daga á ári án þess að flugöryggi sé ógnað. Snertilendingar eru hvort eð er bannaðar á stórhátíðardögum svo ekki er það vandamál. Allt atvinnu- og einkaflug getur vel haldið áfram án flugstjórnarþjónustu, eins og ekkert hefði í skorist. Flugvöllurinn þarfnast ekki flugstjórnar til brottfara og koma. Þar nægir einföld tilkynningaskylda flugmanna um fyrirætlanir sínar. Flugáhugamenn eða flugrekstraraðilar, sem hafa óneitanlega hagsmuna að gæta, gætu hugsanlega tekið að sér upplýsingaþjónustu til flugfara sem leið eiga um völlinn þegar um flugstjórnarþjónusta liggur niðri. Spurningin er þá helst ýmis stoðþjónusta eins og hálkuvarnir, hreinsun flugbrauta að vetri til, mælingar á bremsuskilyrðum og viðhald aðflugsbúnaðar og aðflugsljósa og/eða flugbrautarljósa. Við fyrstu sýn finnst mér Flugstoðir bara vera að sparka í þegar veikar undirstöður flugrekstrar innanlands.
mbl.is Spara aurinn en kasta krónunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þetta eru mjög góð rök hjá þér! Ætli þeir hjá Flugstoðum viti þetta?

Sumarliði Einar Daðason, 4.4.2010 kl. 09:14

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Tak fyrir það Sumarliði. Ég geri alveg ráð fyrir að Flugstoðum sé þetta ljóst.

Erlingur Alfreð Jónsson, 4.4.2010 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband