#32. Sveiattan aftur!
29.6.2010 | 13:52
Ég er sammála Viljálmi. Það er hinum sama til háborinnar skammar að standa núna og benda á skuldara sem ábyrgðaraðila fyrir lántökum og of háum vöxtum og stöðu íslensks fjármagnsmarkaðar. Ekki síst er það Pétri Blöndal til skammar. Það voru bankastjórar og bankastjórnir bankanna sem áttu að passa sparifjáreigendur og hag þeirra með því að fylgja reglum og eðlilegum viðskiptaháttum. FME átti að tryggja að starfsemi þeirra væri lögum samkvæmt.
Það voru bankastjórnirnar sem sóttu fjármagn til útlanda, til að endurlána á Íslandi með óábyrgum hætti gegn ótryggum veðum í glórulausar yfirtökur á fyrirtækjum, ekki lánþegar. Bankarnir veifuðu fé framan í almenning á kostakjörum, almenningur stóð ekki og betlaði í dyragættinni. Það gátu allir fengið nóg af peningum að láni.
Það voru eigendur bankanna með fulltingi bankastjóranna og bankastjórnanna sem fóru með þá eins og vogunarsjóði og skömmtuðu sér og sínum óhóflegt fé úr sjóðum þeirra með arðgreiðslum, kaupaukum, veislubruðli og lélegum eða engum veðum. Ekki almennir lánþegar. Stærstu lánþegar bankanna voru "fagfjárfestar" eða "kjölfestufjárfestar". Sér var nú hver kjölfestan! Upphæðirnar sem hafa verið afskrifaðar á suma einstaklinga í eigendahópi bankanna gætu borgað skuldir heimilanna mörgum sinnum.
Pétur Blöndal segir að það vanti sparnað á Íslandi. Besti sparnaðurinn á Íslandi síðustu ár átti að vera langtímasparnaður með hlutabréfakaupum í sjóðum eða fyrirtækjum. Hvað hafa lífeyrissjóðirnir "okkar" tapað miklu á þeim sparnaði, Pétur Blöndal?
Hverjir heldur Pétur Blöndal að vilji spara hjá bankastjórnendum sem hagar sér eins og bankinn sé vogunarsjóður?
Skömmin er þeirra að benda núna á almenning sem orsakavald!
Það voru bankastjórnirnar sem sóttu fjármagn til útlanda, til að endurlána á Íslandi með óábyrgum hætti gegn ótryggum veðum í glórulausar yfirtökur á fyrirtækjum, ekki lánþegar. Bankarnir veifuðu fé framan í almenning á kostakjörum, almenningur stóð ekki og betlaði í dyragættinni. Það gátu allir fengið nóg af peningum að láni.
Það voru eigendur bankanna með fulltingi bankastjóranna og bankastjórnanna sem fóru með þá eins og vogunarsjóði og skömmtuðu sér og sínum óhóflegt fé úr sjóðum þeirra með arðgreiðslum, kaupaukum, veislubruðli og lélegum eða engum veðum. Ekki almennir lánþegar. Stærstu lánþegar bankanna voru "fagfjárfestar" eða "kjölfestufjárfestar". Sér var nú hver kjölfestan! Upphæðirnar sem hafa verið afskrifaðar á suma einstaklinga í eigendahópi bankanna gætu borgað skuldir heimilanna mörgum sinnum.
Pétur Blöndal segir að það vanti sparnað á Íslandi. Besti sparnaðurinn á Íslandi síðustu ár átti að vera langtímasparnaður með hlutabréfakaupum í sjóðum eða fyrirtækjum. Hvað hafa lífeyrissjóðirnir "okkar" tapað miklu á þeim sparnaði, Pétur Blöndal?
Hverjir heldur Pétur Blöndal að vilji spara hjá bankastjórnendum sem hagar sér eins og bankinn sé vogunarsjóður?
Skömmin er þeirra að benda núna á almenning sem orsakavald!
Segir sveiattan" við málflutningi Gylfa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Auðvitað gátu allir fengið lánað að vild þegar bankarnir sáu að það myndi ekki skipta þá nokkru máli þó krónan félli og verðbólgan færi af stað, yrði þeim sjálfum bara til hagsbóta.
Enda stóðu þeir sjálfir fyrir því að fella krónuna einmitt til þess að koma betur út á pappírunum
Að sjálfsögðu ýtti þessi staðgreind undir óábyrgða útlánastarfsemi og þess vegna verða fjármagnseigendur líka að svíða fyrir það sem hefur gerst!!!!
Annars læra þeir ekkert af þessu.
Margrét Guðrún Jónsdóttir, 29.6.2010 kl. 14:01
Einmitt, hver vill spara hér? Nýlega sagði ég upp viðbótarlífeyrissparnaði hjá Landsbankanum. Bakamennirnir vissu að allt kerfið var að fara til fjandans og hefðu vissulega átt að ráðleggja almenningi að færa t.d. sparnaðinn úr sjóðum yfir á lífeyrissbók (öruggt). En nei það gerðu þeir ekki! Horfðu á draslið hrynja, en ráðlögðu vinum og vandamönum að bjarga sínu!
Þórdís (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:29
Ég tók út úr Samlíf löngu áður en hrunið varð og borgaði erlend lán vegna þess að ég vissi í hvað stemmdi löngu áður en allt hrundi!
Erlingur flott skrif hjá þér.
Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 20:34
Erlingur, verðum við ekki bara að kæra þetta samsæri gegn almenningi og aðför að allsherjarreglu, til lögreglunnar?
Guðmundur Ásgeirsson, 30.6.2010 kl. 13:35
Ég er alvarlega að hugsa um að kæra Gunnar Andersen og Arnór Sighvatsson fyrir brot á 248.gr. hegningarlaga eftir tilkyninguna í dag.
Erlingur Alfreð Jónsson, 30.6.2010 kl. 14:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.