Höfundur
Eldri færslur
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
#39. Hæstiréttur á næsta leik!
23.7.2010 | 11:50
Þá er dómur fallinn. Samningsvextir standa ekki óhaggaðir. Nú hef ég ekki lesið dóminn þegar þetta er ritað, en miðað við fréttina virðist dómarinn ekki taka tillit til 36.gr.c. samningalaga þar sem segir að eigi skuli taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag. Einnig tekur hann ekki tillit til 14.gr. laga um neytendalán þar sem segir að: "Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar." Innheimta vaxtastigs sem gefur hærra árlegt hlutfall kostnaðar er því óheimilit.
Ég ætla að bíða með frekari lögskýrirngar þar til ég hef lesið dóminn sem væntanlega birtist á vef Héraðsdóms síðar í dag.
Samningsvextir standa ekki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Skjöl
- Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og það skoða með Adobe Reader. Afsakið hvað það er óskýrt.
- Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader
- Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 með litmmerktum texta og mínum athugasemdum.
- Ársreikningur SP 2008 Ársreikningr SP-Fjármögnunar hf. fyrir árið 2008
- Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja vegna setningu laga nr. 161/2002
- Grein í MBL um stjórnarskrárbrot Grein í BML um stjórnarskrárbrot í 8.gr. almennra samningsskilmála bílasamnings SP-Fjármögnunar hf.
- Lög um neytendalán nr. 121/1994 Lög um neytendalán með áherslum vegna hugleiðinga um bílalán
- Orðasafn starfsmanna fjármálafyrirtækja Orð og hugtök um viðfangsefni starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Svar Avant til FME Svar Avant við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Íslandsbanka Fjármögnunar til FME Svar Íslandsbanka Fjármögnunar við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Lýsingar til FME Svar Lýsingar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar SP-Fjármögnunar hf. til FME Svar SP-Fjármögnunar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Tilkynning SP til FME í maí 2003 Tilkynning SP til FME í maí 2003 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2004 Tilkynning SP til FME í júlí 2004 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2005 Tilkynning SP til FME í janúar 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2005 Tilkynning SP til FME í júlí 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2006 Tilkynning SP til FME í janúar 2006 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilskipun ESB um neytendavernd og óréttmæta viðskiptahætti Tilskipun ESB með áherslum á athyglisverð ákvæði sem athuga má með bílalán í huga
- Tilskipun ESB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán
- Yfirlit allra starfsleyfa lánastofnana Heildaryfirlit starfsleyfa lánastofnana af vef FME. Ég mæli með að skjali sé hlaðið niður og skoða með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Avant frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Avant frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Lýsingar frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Lýsingar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis SP-Fjármögnunar hf. frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi SP-Fjarmögnunar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
Ýmsir
- Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 þar sem lántökukostnaður á neytendaláni var felldur niður þar sem árlega hlutfallstölu vantaði.
- Frétt Eyjunnar um tæknilegt gjaldþrot SP Frétt Eyjunnar 6.júlí 2010 um tæknilegt gjaldþrot SP í árslok 2008
- Frétt Stöðvar 2 um myntkörfulán SP. Frétt Stöðvar 2 þ. 6. apríl 2010 um myntkörfulán SP.
- IFRI - Tillögur um úrbætur á fjármálakerfi Íslands. IFRI er hópur áhugamanna um breytingar og umbætur á núverandi peninga- og fjármálakerfi
- Samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán Samantekt af svipan.is á umræðu um gengistryggð lán
- Topplistinn Listi yfir vefsíður
- Vefur SP-Fjármögnunar Vefur SP-Fjármögnunar hf.
Athugasemdir
Mér sýnist rökstuðningur dómarans að mestu leyti ganga út frá 4.gr. vaxtalaga, þar sem kveðið er á um seðlabankavexti í þeim tilvikum þar sem "vaxtastig er ekki tilgreint" á samningi. Á þetta við um t.d. kröfur um endurgreiðslu vegna ofgreiðslna á röngum forsendum, þegar ekki er kveðið á um í samningum hvernig slíku uppgjöri skuli háttað. Að láta þetta ná yfir samninga þar sem vaxtaprósentan er einmitt tilgreind svart á hvítu, prentuð á samninginn, er hinsvegar í besta falli langsótt því það er engin óvissa.
En út úr þess má líka lesa mikilvægt fordæmisgildi: Ef leiðrétting á ólögmætri gengistryggingu telst grundvöllur fyrir forsendubresti vaxtakjara, þá hljóta sömu rök að geta átt við um stökbreyttann höfuðstól vegna verðtryggingar. Þegar flestir sömdu um sín verðtrygðu lán var það gert á grundvelli verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að hámarki 4% en ekki 20%. Ég efast um að neinn sem tók verðtryggð lán hefi gert ráð fyrir óðaverðbólgu, frekar en útgefendur myntkörfulána gerðu ráð fyrir gengissveiflum því þeir töldu sig hafa flutt þær yfir á lántakendurna. Sanngirnisrök eru ekki einhliða heldur hljóta að gilda jafnt í báðar áttir, annað væri ekki sanngjarnt eða hvað?
Forsendubrestur er reyndar hjákátleg röksemdafærsla ef tekið er tilli þess að í ársreikningum stærsta bílalánveitandans kemur fram að fyrirtækið varði sig einmitt fyrir gengissveiflum með framvirkum samningum. Hafði þó ekki starfsleyfi til slíkra viðskipta en stundaði þau engu að síður, með vitund Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðherra (ég vakti athygli hans á þessu í eigin persónu). En svo voru öll lánin sem voru veitt gengistryggð líka þannig að það má segja þar hafi menn verið með bæði axlabönd og belti. Ef þeir ætla núna að láta lánþega halda uppum sig vegna þess að axlaböndin slitnuðu, þá er það einfaldlega óþarfi vegna þess að beltið er enn til staðar. Frá sjónarhóli SP Fjármögnunar eru engar forsendur brostnar, og mikilvægt að því sé haldið til haga fyrir fórnarlömb þessarar skipulögðu glæpastarfsemi.
Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2010 kl. 17:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.