#39. Hæstiréttur á næsta leik!

Þá er dómur fallinn. Samningsvextir standa ekki óhaggaðir. Nú hef ég ekki lesið dóminn þegar þetta er ritað, en miðað við fréttina virðist dómarinn ekki taka tillit til 36.gr.c. samningalaga þar sem segir að eigi skuli taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag. Einnig tekur hann ekki tillit til 14.gr. laga um neytendalán þar sem segir að: "Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar." Innheimta vaxtastigs sem gefur hærra árlegt hlutfall kostnaðar er því óheimilit.

Ég ætla að bíða með frekari lögskýrirngar þar til ég hef lesið dóminn sem væntanlega birtist á vef Héraðsdóms síðar í dag.


mbl.is Samningsvextir standa ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér sýnist rökstuðningur dómarans að mestu leyti ganga út frá 4.gr. vaxtalaga, þar sem kveðið er á um seðlabankavexti í þeim tilvikum þar sem "vaxtastig er ekki tilgreint" á samningi. Á þetta við um t.d. kröfur um endurgreiðslu vegna ofgreiðslna á röngum forsendum, þegar ekki er kveðið á um í samningum hvernig slíku uppgjöri skuli háttað. Að láta þetta ná yfir samninga þar sem vaxtaprósentan er einmitt tilgreind svart á hvítu, prentuð á samninginn, er hinsvegar í besta falli langsótt því það er engin óvissa.

En út úr þess má líka lesa mikilvægt fordæmisgildi: Ef leiðrétting á ólögmætri gengistryggingu telst grundvöllur fyrir forsendubresti vaxtakjara, þá hljóta sömu rök að geta átt við um stökbreyttann höfuðstól vegna verðtryggingar. Þegar flestir sömdu um sín verðtrygðu lán var það gert á grundvelli verðbólgumarkmiðs Seðlabankans að hámarki 4% en ekki 20%. Ég efast um að neinn sem tók verðtryggð lán hefi gert ráð fyrir óðaverðbólgu, frekar en útgefendur myntkörfulána gerðu ráð fyrir gengissveiflum því þeir töldu sig hafa flutt þær yfir á lántakendurna. Sanngirnisrök eru ekki einhliða heldur hljóta að gilda jafnt í báðar áttir, annað væri ekki sanngjarnt eða hvað?

Forsendubrestur er reyndar hjákátleg röksemdafærsla ef tekið er tilli þess að í ársreikningum stærsta bílalánveitandans kemur fram að fyrirtækið varði sig einmitt fyrir gengissveiflum með framvirkum samningum. Hafði þó ekki starfsleyfi til slíkra viðskipta en stundaði þau engu að síður, með vitund Fjármálaeftirlitsins og Viðskiptaráðherra (ég vakti athygli hans á þessu í eigin persónu). En svo voru öll lánin sem voru veitt gengistryggð líka þannig að það má segja þar hafi menn verið með bæði axlabönd og belti. Ef þeir ætla núna að láta lánþega halda uppum sig vegna þess að axlaböndin slitnuðu, þá er það einfaldlega óþarfi vegna þess að beltið er enn til staðar. Frá sjónarhóli SP Fjármögnunar eru engar forsendur brostnar, og mikilvægt að því sé haldið til haga fyrir fórnarlömb þessarar skipulögðu glæpastarfsemi.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.7.2010 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband