#69. SP-Fjármögnun hf. þakkar fyrir þolinmæðina en hvenær biðjast þeir afsökunar?!!.
7.10.2010 | 15:17
Í tillkynningu á heimasíðu sinni þakkar SP-Fjármögnun viðskiptamönnum sínum þolinmæðina vegna endurútreiknings á viðskiptasamningum fyrirtækisins. Henni lýkur með svohljóðandi orðum:
"Að endingu viljum við þakka viðskiptavinum okkar fyrir þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt okkur á þessum erfiðu tímum og vonum að okkar samstarf verði farsælt í framtíðinni."
Hvílík hræsni!
Hvernig væri fyrir SP að byrja á að biðja viðskiptavini sína afsökunar á því óréttlæti sem fyrirtækið sýndi við harkalega innheimtu viðskiptasamninga þess??? Á svikunum með ólöglegum lánasamningum og óréttmætum samningsskilmálum þeirra? Á innheimtuaðferðum handrukkara þess?
Hversu margir einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á óþolinmæði SP-Fjármögnunar hf. og tapað bílum og tækjum og fjármunum í baráttu sinni við þetta glæpafyrirtæki? Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á að gjörðir þeirra samræmdust ekki landslögum. Hvenær biðjast þeir afsökunar á því að ljúga að yfirvöldum? Sem er reyndar refsivert athæfi. Sjá rökstuðning hér og hér.
Það verður sennilega margfrosið í neðra áður en við sjáum iðrun í Sigtúninu.
SP hefur lokið fyrsta áfanga endurútreiknings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Eftir að lögfraeðingur SP fjármögnunar bauð 75% afslátt af kröfu sem var hafnað þurfti hann að fella málið niður þar sem SP skuldaði en ekki öfugt
Björn Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 15:59
Af hverju ganga forsvarsmenn þessara bófafyrirtækja lausir ennþá,þetta eru glæpamenn sem stunduðu skipulagða glæpastarfsemi í fjölda ára,í öllum siðuðum þjóðfélögum væri búið að loka þessa drullusokka inni fyrir lifandi löngu.
magnús steinar (IP-tala skráð) 7.10.2010 kl. 21:35
Ég bara hreinlega skil ekki hvernig fyrirtæki gat platað fólk til þess að skrifa undir samningar sem voru/eru ólöglegir frá upphafi hjá fyrirtækjum sem augljóslega plataði fólk í krafti stöðu sinnar komast upp með það - og ENDA Í LÖGLEGUM GRÓÐA! ...sem bitnar á fórnarlambinu í skjóli yfirvalda!
Ég tók engin svona lán, né önnur verðtryggð lán, en mér blöskrar hvernig fólk lætur fara með sig. Ef mér væri nauðgað, á ég þá að borga brotvalda skaðabætur því að ég var ekki móttækilegur? Þetta er djöfulsins tvískinnungur þjóðinni til óheilla.
Sumarliði Einar Daðason, 9.10.2010 kl. 01:09
Þetta eru djöfuls fordómar og mismunun. Ef starfsmenn þessa fyrirtækis myndu ganga í leðurgöllum í stað jakkafata væri búið að senda sérsveitina á staðinn til að loka sjoppunni með valdi.
Guðmundur Ásgeirsson, 10.10.2010 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.