#86. Vonbrigði ársins

Þessi frétt er vonbrigði ársins. Að mínu mati hefur meiri liðleskja ekki setið í ráðherrastól frá því ég komst til vits og ára. Og sennilega á lýðveldistímanum. Vonandi verður ekki langt í að ráðherradómi hans ljúki.
mbl.is Fregnir af afsögn stórlega ýktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Erlingur. Og hvern viltu í staðinn fyrir Árna Pál? Vonandi einhvern sem lætur sig réttlætið fyrir almenning þessa lands fyrst og fremst varða?

 Annars ertu að spóla í sama hjólfarinu og við höfum spólað í frá landnámi/landráði!

 það voru nefnilega friðsamir viskunnar munkar og Papar hér áður en landráðin voru framkvæmd! Eða hvað? 

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 8.2.2011 kl. 14:39

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Mikil vonbrigði.

Ragnar Gunnlaugsson, 8.2.2011 kl. 14:45

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hjartanlega sammála gagnrýni á Árna. En versti ráðherrann? Hvað með Gylfa?

Guðmundur Ásgeirsson, 8.2.2011 kl. 15:43

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Já Anna, ég vil einhvern í hans stól sem vinnur fyrir almenning. Reyndar hef ég fengið nóg af pólitískum ráðherrum og vil sjá meira af fagfólki í ríkisstjórn sem vinnur fyrir almennig, þó Gylfi hafi verið vonbrigði síðasta árs. Tel jafnvel koma til greina að kjósa forsætisráðherra beinni rafrænni kosningu og fólk geti hreinlega farið með atkvæðið sitt annað ef sá hinn sami stendur sig ekki í starfi. Um leið vil ég fækka þingmönnum og lengja þinghald svo þingfundahlé taki mið af nútímasamfélagi frekar en bændasamfélagi í byrjun síðustu aldar hvar hesturinn var þarfasti þjónninn.

Erlingur Alfreð Jónsson, 8.2.2011 kl. 18:12

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála þér Erlingur.

Sigurður Haraldsson, 8.2.2011 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband