#99. ASÍ segir ekki alla söguna.

ASÍ talar í fréttabréfi sínu bara um gengisáhættu vegna krónunnar en minnist ekkert á gengisáhættu á milli punds og eigna þrotabús Landsbankans í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum.  Allar breytingar á gengi punds gagnvart þessum gjaldmiðlum hafa áhrif á endurheimtur vegna greiðslna til Breta.  Greiðslur til Hollendinga miðast við evrur og er hlutfall þeirra skuldbindinga að mestu nú þegar til staðar í þrotabúinu í evrum.

Úr greinar gerð við lagafrumvarpið: „Við mat á þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave er rétt að horfa til tveggja þátta. Annars vegar er vert að skoða gengisþróun krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðlum sem eignir Landsbankans eru bundnar í. Hins vegar er mikilvægt að skoða gengisþróun evru og sterlingspunds gagnvart sömu gjaldmiðlum því að endurheimtur úr búi Landsbankans renna til afborgana af Icesave-skuldbindingunni sem er í evrum og sterlingspundum."

Þá segir einnig: "Enn fremur er rétt að gera grein fyrir þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af því að skuldbinding ríkissjóðs vegna Icesave er eingöngu í evrum og sterlingspundum en eignir bús Landsbankans eru í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum. Minnsta áhættan er tengd þróun evrunnar því að hlutfall eigna Landsbankans í evrum er svipað og hlutfall Icesave-skuldbindingarinnar í evrum. Áhættan stafar því aðallega af því ójafnvægi sem er til staðar milli skulda í sterlingspundum annars vegar og eigna Landsbankans í öðrum gjaldmiðlum hins vegar.

Lögin er að finna hér.

ASÍ segir erfitt að losa gjaldeyrishöftin ef Icesave er óuppgert.  Ég tel að hægt sé að losa þau mjög auðveldlega og koma hjólunum af stað, sjá síðustu færslu hér.

Lánshæfismat Moody´s, S&P og Fitch er ábyrgðarlaust hjal þessara fyrirtækja sem má sjá hér.

Það er kominn tími til að ASÍ fari að vinna fyrir fólkið sem borgar þeim launin en ekki fjármagnseigendur.

Ég segi NEI við Icesave.


mbl.is Fréttabréf ASÍ helgað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband