#144. Ísland.....best í heimi!

Aldrei betri tími en nú, samningatæknilega séð, að semja við ESB segir Össur! Hvað þýðir það? Að ESB telji það slíkan styrk að fá Ísland inn að það gefi afslátt af öllum sínum grunngildum? Og heldur hann að einhver trúi því, innanlands sem utan, að Ísland, með allri sinni spillingu og vinargreiðum í stjórn-og fjármálakerfi, sé þess umkomið að gefa ESB pólitískt heilbrigðisvottorð, með því einu að sækjast eftir aðild? Og vel á minnst var ekki markmiðið að kíkja í pakkann?

Hvílíkur vindbelgur sem þessi maður getur verið.


mbl.is Aldrei betra að semja við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu....hvar er nú þjóðernissinnin....??. Haf ekki helstu rök Evrópuandstæðinga gegn ESB aðild verið sú að við þurfum ekki á ESB að halda..??, af því að við erum svo góð í öllu og æðisleg...??

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 15:58

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Erlingur vindbelgur er akkúrat orðið um Össur Skarphéðinsson og gott að þú minnist á það sem hann predikaði hérna háum rómi að það sé nú bara verið að fara fram á það að kíkja í pakkann...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 8.11.2011 kl. 16:20

3 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Þetta er einkarlega absúrd.

Gott að ganga í  ESB þar sem mótstaðan er lítil...

Það er svona álíka absúrd og að segja að gott sé að halda ræður yfir heyrnarlausum þar sem þeir mótmæla ekki.... nei ESB er svona eins og sjónvarpstæki fyrir blinda.

Óskar Guðmundsson, 8.11.2011 kl. 17:40

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er gott að sækja um ESB vegna þess að þá mun lífskjör Íslendinga batna.

T.d borgum við 10milljóna húsnæðislán með 12milljónum. Í stað 60 milljónir einsog staðan er í dag.

Það munar um minna.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 09:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég get svarið það að ESB sinnar eru ennþá með þann draum að hagur fólksins batni við ESBaðild.  Hvernig væri að líta til Grikklands, Ítalíu, Írlands og nú Spánar þar sem lífskjör hafa lækkað hratt undanfarið.

ÉG held að Össur gangi ekki á öllum, svei mér þá.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 11:58

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

„Í sérstökum bæklingi sem Evrópusambandið hefur gefið út til að útskýra stækkunarferlið er kafli sem heitir Aðlögunarviðræður. Kaflinn hefst á þessum orðum: “Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Aðlögunarviðræður beinast að skilyrðum og tímasetningum á inngöngu umsóknarríkis, framkvæmd og beitingu ESB-reglna, sem eru upp á 90.000 blaðsíður. Og þessar reglur (líka þekktar sem „acquis“, sem er franska yfir „það sem hefur verið ákveðið“) eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki er þetta í grundvallaratriðum spurning um að samþykkja hvernig og hvenær eigi að framkvæma og beita reglum ESB og starfsháttum. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir dagsetningu og skilvirkni innleiðingar umsóknarríkis á reglunum.““

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:01

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hafa lífskjör ekkert verið að lækka hérna ásthildur??

spurðu heimilin í landinu sem eru föst í skuldaklafa.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.11.2011 kl. 12:27

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jú svo sannarlega, en samkvæmt hagfræðingum meira að segja Nóbelsverðlaunahöfum Nóbels værum við verr stödd ef við hefðum ekki krónuna.  Það er komin tími til að þið hættið að berja hausnum við stein, eða jafnvel stinga honum í steininn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.11.2011 kl. 12:31

9 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Mikið leiðast mér nafnlausir bloggarar eins og Sleggjan og Hvellurinn.

En ef þeir vilja fá lægri vexti með því að fara í ESB, er þá ekki rétt að leggja til að fara enn lengra til austurs, til Mið-Austurlanda, og sleppa alveg við að borga vexti samkvæmt íslömskum lögum?

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.11.2011 kl. 22:47

10 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

En þakka ykkur öllum fyrir innlitið, öngvu að síður! 

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.11.2011 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband