#173. Þyrla ekki þungaflutningur

Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir í fréttinni að flutningurinn á þyrlunni sé þungaflutningur.  Vanir menn í flutningageiranum brosa að svona ummælum enda vanari að fást við aðrar og meiri þyngdir en um er að ræða í þessu tilviki.   Búið er að taka af henni spaðana svo hún léttist aðeins við það, en annars er tómavigtin á svona þyrlu rúm 4 tonn.  Það er svona svipað og breyttur Econoline, og svipað og tómur 40feta gámur.  Slíkir flutningar yrðu seint taldir til þungaflutninga.  :-)
mbl.is Búnaður sóttur til Aberdeen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Þungt eða ekki þungt, ef aðeins er miðað við heildarstærð þá getur þessi flutningur flokkast til þungaflutninga þar sem oft er talað um slíka ef um óvenjulegar stærðir er að ræða.

Hún er 4,80 á hæð, sem dæmi og 16 metrar á lengdina, fyrir utan að hún er breyð líka þó ég hafi ekki fundið neitt í fljótu bragði upplýsingar þar um...

En ég er hinsvegar sammála því að hún ætti ekki að flokkast til þungaflutninga miðað við þyngd.

General characteristics

Performance

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 27.4.2013 kl. 15:05

2 identicon

3,4 metrar á breidd, um 3 metrar á milli hjóla, þannig að þú þarft soldið voldugann vagn í þetta

reynir (IP-tala skráð) 27.4.2013 kl. 16:40

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það þarf fyrst og fremst lágan og stöðugan vagn sem vélin getur staðið á.  Hann þarf ekkert að vera neitt sérstaklega voldugur að öðru leyti. En þeir finna út úr þessu strákarnir.  :-)

Takk fyrir innlitið piltar! 

Erlingur Alfreð Jónsson, 27.4.2013 kl. 18:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband