#178. "Krílin" fyrir þá sem vilja selja meira.

Raunveruleg ástæða þess að boðið er upp á nýjar umbúðastærð er vitanlega sú að Ölgerðin vill auka söluna á sínum vörum. Enda kemur fram í fréttinni að "krílin" passa líka vel í flestar gerðir glasahaldara og raðast vel í ísskápa og kælibox. Það hefur verið Akkilesarhæll 0,5 lítra flöskunnar hve mjó hún er og tollir illa í glasahöldurum. Hvað er því betra til að auka sölu á drykkjarvöru en að umbúðir séu vel brúklegar í daglegu lífi?

Það væri gaman að vigta eina 33cl flösku og aðra 50 cl á nákvæmri vigt og athuga hver munurinn raunverulega er. Ég er nokkuð viss um að hann er enginn. Ástæðan er að mjög líklega er sama "preformið" notað til að framleiða báðar flöskurnar. Skora á ykkur sem heima eruð að gera tilraun.

Hér er myndband af Youtube sem sýnir hvernig svona flöskur eru framleiddar. Þar er bent á að sama "preformið" er notað við að framleiða 1,5 og 2 lítra plastumbúðir.

  


mbl.is „Krílin“ fyrir þá sem vilja minna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég get ekki séð að 17 cl af vökva hafi engin áhrif á þyngdina, en þessi 17 cl magnskerðing er einmitt point-ið, en ekki þyngd flöskunnar sjálfrar.

Leifur (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 17:46

2 identicon

"Samfélagsábyrgðin" vísar semsagt ekki til þess að flöskurnar séu léttari, ef þú fékkst það einhvernveginn út, heldur er þetta vegna þess hve varan er óholl. Einsog segir á facebook-síðu sem Ölgerðin heldur út fyrir Appelsín: "Gos eins og svo margt annað er gott í hófi og við vonum að þessi nýjung geri það ennþá auðveldara að njóta Appelsín í hófi."

Leifur (IP-tala skráð) 18.6.2013 kl. 17:50

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hvað magnskerðinguna varðar er markmiðið vitanlega að selja meira magn í handhægari umbúðum. Ef þetta snerist um velferð neytandans væri auðvelt að minnka eftirspurnina eftir gosi Ölgerðarinnar með því einfaldlega að hækka verðið og verðleggja sig út af markaðnum. Nú eða bara hætta framleiðslu á gosi og einbeita sér að annarri vöru.

Tek það fram að pistillinn er ekki sprottinn af fjandsamlegu viðhorfi í garð fyrirtækisins, síður en svo. Sjálfur vel ég vörur Ölgerðarinnar fram yfir aðrar þegar kemur að gosneyslu minni þannig að væntanlega mun ég njóta "góðs" af "krílunum".

Takk fyrir innlitið.

Erlingur Alfreð Jónsson, 18.6.2013 kl. 19:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband