#231. Allt fullt af engu, næstum því hvergi!

Í fréttinni er haft eftir vísindamanni: "Ef huldu­orka er að vaxa og huldu­efni að hverfa þá mun­um við enda með stór­an, tóm­an, leiðin­leg­an al­heim með næst­um því engu í sér."

Ég er nú svo einfaldur að ég fæ þetta ekki til að ganga upp. Ég tel að alltaf komi eitthvað í staðinn fyrir annað, hvað sem einhver staðallíkön sýna. Tel að í þau vanti einhverja breytu, sem vísindamenn vita ekki hver er, og geta þess vegna ekki sett inn. Þar með sýnir líkanið ranga útkomu. Eins og loftslagslíkön!


mbl.is Hulduorkan að éta upp efnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hulduorkan (dark energy) er neikvæð, hulduefnið (dark matter) hinsvegar jákvætt.

Heildarorka alheimsins er NÚLL, enda varð alheimurinn til úr engu, ENGU. Enda eina "hráefnið" sem fyrir hendi var.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 19:17

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Að talið er.....smile

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.12.2014 kl. 19:25

3 identicon

Merking orðsins "theory" (kenning) í heimi vísinda er ekki sú sama og í daglegu tali. Í daglegu tali er "theory" oft synonym með tilgáta, spekúlasjón eða mín vegna - "að talið er".

Góð "theory" er í gildi á meðan allar tilraunir, experiment og útreikningar benda til þess að hún sér rétt, eða nær því að vera rétt. Óskeikul "theory" væri lítils virði, frekar trúarjátning, dogma.

Hulduorka (dark energy) og hulduefni (dark matter) eru viðfangsefni skammtafræðinnar, "quantum theory", "quantum physics", "quantum mechanics". Sigurganga hennar er með ólíkindum, eins og sjá má á því að Erlingur Alfreð skrifar texta í sína tölvu sem berst nær samtímis í mína tölvu, þar sem ég er staddur í Sviss.

The name of the game is "transistor".

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.12.2014 kl. 20:44

4 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Enda styttra að fara frá Litháen (þar sem ég er) til Sviss, heldur en frá Íslandi til Sviss,.......... svo fremi sem farin sé stysta leið, en ekki eftur vegum skammtafræðinnar! smile

Kenning verður til eftir að tilgáta hefur verið sett fram og hún sannreynd með tilraunum eða útreikningum eftir þekktum aðferðum, og þannig framsett að aðrir (vísindamenn) geti skilið hana eða véfengt með sama hætti. Kenningar eru hinsvegar ekki yfir gagnrýni hafnar, og eru sjaldnast endanlegar, en yfirleitt viðurkenndar um ótiltekinn tíma, mislangan þó. Stundum kemur fram vitneskja síðar, eða við nýjar prófanir, sem kollvarpar fyrri niðurstöðum og ályktunum. Annar hvor aðilinn hefur þá líklega rangt fyrir sér, eða vitneskju hefur skort á fyrri tímum, sem nú er til staðar. Sem betur fer stunda vísindamenn rannsóknarvinnu, enda væru þeir ekki vísindamenn ef þeir gerðu það ekki. En það getur afsannað kenningar.

Eitt dæmi um kenningu er ormagöng, en þrátt fyrir að hugmyndin um ormagöng sé í góðu samræmi við kenningar er ekki víst að þau séu raunverulega til. (http://www.visindavefur.is/svar.php?id=551)

Einstein setti t.d. fram þá kenningu, ásamt starfsbróður sínum, að svarthol mynduðu hugsanlega tengingu í annan heim. Og lengi hefur verið talið að svarthol hefðu svo mikinn massa að ekkert slyppi frá þeim. En Stephen Hawking fullyrðir að svarthol séu ekki til.(http://www.nature.com/news/stephen-hawking-there-are-no-black-holes-1.14583)

Og ekki fyrir margt löngu sagði Pressan frá því að reiknað hefði verið út að svarthol væru bara ekki til og geti ekki orðið til. Og enginn Miklihvellur hafi átt sér stað! Hmm, hvað er nú það fyrir krónu? (http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/svarthol-eru-ekki-til-hugsanlegt-ad-miklihvellur-hafi-aldrei-att-ser-stad)

Hvað gera bændur þá þegar svona miklir hugsuðir eru ekki bara ósammála, heldur á öndverðum meiði?

En hvað er þá við endimörk alheimsins, ef hann þá endar yfirhöfuð? Ekkert? Er bara einn "alheimur", eða eru þeir margir? Og ef heimarnir eru margir, er þá samt ekki bara einn alheimur með mörgum heimum? smile

Hvar og hvernig endar eitthvað og annað byrjar? Og hvernig verður eitthvað til af engu?

Erlingur Alfreð Jónsson, 11.12.2014 kl. 22:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband