#248. Er áratugagamall slóði ekki vegur?

Nú velti ég fyrir mér: Flokkast akstur eftir vegarslóða, sem notast hefur verið við í áratugi og ekki er lokaður sem utanvegaakstur? Ef landeigandi ætlar að banna akstur um land sitt eftir þessum slóða hlýtur hann að þurfa setja hlið eða keðju til að loka slóðanum? Skilti sem minnir á að utanvegaakstur sé bannaður getur ekki talist bann við akstri eftir þessum slóða að mínu mati. NB: Ég geri hér ráð fyrir ferðamaðurinn hafi ekið eftir slóðanum en ekki utan hans enda er það ekki rætt í fréttinni.


mbl.is Stöðvaði jeppamanninn utan vegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Ég skil þetta sem svo að það sé út fyrir slóðann sem ekki má fara, en heimilt sé að aka eftir honum.

En visssulega mætti orða þetta skýrar og það má alveg slóðinn flokkist ekki sem vegur og þar sem allur utanvegaakstur sé bannaður sé bannað að aka eftir slóðanaum.

Landfari, 2.6.2015 kl. 16:20

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Nægja ætti að setja tvo sæmilega stóra steina í hvort hjólfar vegarslóðans.
Spurning svo hvort girða eigi af öll einkalönd - en af því yrði reyndar engin prýði.

Kolbrún Hilmars, 2.6.2015 kl. 17:22

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Það er svolítið erfitt að átta sig á við lestur frettarinnar hvaða athæfi verði kært, og hefði mátt útskýra betur hvort átt er við umferð um slóðann, eða akstur á sandinum, utan slóðans.

Ég er reyndar á móti því að menn séu kærðir fyrir að aka eðlilega um óræktað land eins og sanda. Tel enginn spjöll unnin með slíku því frost og umhleypingar sjá um að afmá slík ummerki, en geri mér jafnframt grein fyrir erfitt er að leggja mat á slíkt.

Erlingur Alfreð Jónsson, 2.6.2015 kl. 21:01

4 Smámynd: Landfari

Kolbrún, hvað ætti að stoppa menn í að aka framhjá þessum steinum þínum?

Það er verið að tala um utanvegaakstur.

Landfari, 6.6.2015 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband