Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

#72. Ólögmætir vaxtaútreikningar á vangreiðslum bílalána.

Í Morgunblaðinu í dag er grein eftir Sturlu Jónsson endurskoðanda hjá Nordik Finance.  Hann tekur þar fyrir endurútreikninga fjármálafyrirtækjanna eftir dóm Hæstaréttar í september.  Þórdís Sigurþórsdóttir birtir greinina á bloggsíðu sinni með leyfi höfundar.  Sturla veltir upp þeirri spurningu hvort kröfuhafi megi reikna vexti á reiknaðar vangreiðslur við endurútreikninga.

Að mínu mati bannar 7.gr vaxtalaga afdráttarlaust að reikna skuli dráttarvexti af vangreiðslum, en þar segir skýrt:

"Ef atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt valda því að greiðsla fer ekki fram skal ekki reikna dráttarvexti þann tíma sem greiðsludráttur verður af þessum sökum. Sama á við ef greiðsla fer ekki fram vegna þess að skuldari neytir vanefndaúrræða gagnvart kröfuhafa eða heldur af öðrum lögmætum ástæðum eftir greiðslu eða hluta hennar." 

Reiknaðar "vangreiðslur" eru til komnar vegna ólögmætra athafna lánveitanda, eða kröfuhafa, á lánstímanum.  Samningarnir voru ólögmætir sbr. dóm Hæstaréttar í máli 92/2010 frá 16. júní.  Hér er því sem sagt um að ræða atvik sem varða kröfuhafa og skuldara verður ekki um kennt.   Að rukka vexti á vangreiðslur er því einfaldlega ólöglegt sbr. 1.mgr. 7 gr. að ofan.

Fjármögnunarfyrirtækin eru nú að hefja innheimtu þessara lána að nýju.  Sum hafa þegar sent út gögn vegna skilmálabreytinga, t.a.m. Íslandsbanki Fjármögnun.  Í endurgerðum samningsskilmálum þessara „kaupleigusamninga", er lántaki enn kallaður leigutaki og kröfuhafi, Íslandsbanki Fjármögnun, nefndur leigusali.   Hæstiréttur úrskurðaði slíka kaupleigusamninga í reynd lánasamninga sem kröfuhafi hafi kosið að færa í búning leigusamnings.  Hér á því með réttu að nefna samningsaðila lántaka og lánveitanda og samninginn lánssamning eða neytendalán.

Ég hvet fólk að fara varlega í að skrifa gagnrýnislaust upp á þessa samninga án fyrirvara og krefja kröfuhafa um skýringar á því hvaðan heimildir fyrir þessum vaxtaútreikningum eru fengnar.


mbl.is Lýsing hefur lokið fyrsta hluta endurútreiknings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#71. Hvert var viðmiðið?

Fáranlegt orðalag í fréttinni þar sem sagt er að meðafjöldi bíla sem fór um Héðinsfjörð sé óvenjulegur miðað við árstíma. Bíðum nú við....er þetta ekki nýr vegur um óbyggðan fjörð? Hvert var viðmiðið? Smile
mbl.is 500 bílar á dag um Héðinsfjörðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#70. Glæpir virðast borga sig....

Á undanförnum árum höfum við séð mýmörg dæmi þess að glæpir virðast borga sig.....ef um eftirlitsskyldan aðila er að ræða.  Ég segi virðast því ég ber enn von í brjósti um að ábyrgir aðilar verði látnir gjalda fyrir þessi afbrot sín.

Ég sá eitt dæmi um svona glæpahagnað í dag.  Ég skoðaði ársreikning SP-Fjármögnunar hf. fyrir 2009.  Honum var skilað til RSK 7. október sl.  Sama dag og svokölluðum endurútreikningi lánasamninga fyrirtækisins var lokið.  Alla vega fyrstu lotu því eftir standa margir fjármögnunarleigusamningar sem SP telur að falli ekki undir dóm Hæstaréttar eða „óvissa" sé um að falli þar undir.  Þetta falsskjal sýnir rekstrarhagnað upp á 5,5 milljarða sem líklega er gjafagjörningur Hæstaréttar að mestu leyti.  Eiginfjárhlutfall er sagt 28,8%.  Þetta er mikill viðsnúningur frá árinu 2008, sem fæst að mestu með dómi Hæstaréttar en einnig þætti NBI sem breytti 35,5 milljarða láni í hlutafé að nafnvirði tæplega 1,1 milljarður vorið 2009.  Hverjar 330 lánaðar krónur urðu að einni krónu nafnverðs hlutafjár við þessa breytingu.  1 krónu!  En SP-Fjármögnun hf. var rekið á undanþágu Fjármálaeftirlitsins fyrstu 4 mánuði 2009 eins og ég greindi frá í færslu 15.ágúst sl. vegna þess að eiginfjárhlutfall félagsins var neikvætt um 33,5% í árslok 2008. 

NBI mun líklega gera allt til að halda lífi í þessu glæpafélagi og enn er svigrúm til þess því lántaka SP-Fjármögnunar hf. stendur í 35,7 milljörðum, sem að öllu leyti eru frá móðurfélaginu, NBI hf.  Bankanum okkar.  Bankanum sem mun vinna ötullega að því að sjá til þess að glæpastarfsemin í Sigtúninu fái að dafna um ókomin ár.   Því þessu láni mun væntanlega verða breytt í hlutafé, eins og fyrri lánum til að halda félaginu á floti, ef þörf krefur.

Já, Kjartani Georg hefur tekist að bjóða almenningi og fyrirtækjum upp á ólöglega gjörninga um árabil, en þarf ekki að sæta ábyrgð.  Alla vega fram að þessu.  Honum virðist hafa tekist að stunda eftirlitsskylda starfsemi án heimilda Fjármálaeftirlitsins og honum hefur tekist, að komast upp með að greina Fjármálaeftirlitinu ranglega frá því hvaða starfsheimildir SP-Fjármögnun hf. nýtti við gildistöku laga nr. 161/2002, en slíkt athæfi er refsivert athæfi skv. b-lið 112.gr. sömu laga og varðar fangelsi allt að 2 árum.  Og í klappliðinu eru Hæstiréttur, Fjármálaeftirlitið og NBI.

Þetta er næstum hinn fullkomni glæpur.


mbl.is Endurútreikningi að ljúka hjá SP-fjármögnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#69. SP-Fjármögnun hf. þakkar fyrir þolinmæðina en hvenær biðjast þeir afsökunar?!!.

Í tillkynningu á heimasíðu sinni þakkar SP-Fjármögnun viðskiptamönnum sínum þolinmæðina vegna endurútreiknings á viðskiptasamningum fyrirtækisins.  Henni lýkur með svohljóðandi orðum:

"Að endingu viljum við þakka viðskiptavinum okkar fyrir þá þolinmæði sem þeir hafa sýnt okkur á þessum erfiðu tímum og vonum að okkar samstarf verði farsælt í framtíðinni."

Hvílík hræsni!

Hvernig væri fyrir SP að byrja á að biðja viðskiptavini sína afsökunar á því óréttlæti sem fyrirtækið sýndi við harkalega innheimtu viðskiptasamninga þess???  Á svikunum með ólöglegum lánasamningum og óréttmætum samningsskilmálum þeirra?  Á innheimtuaðferðum handrukkara þess?

Hversu margir einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á óþolinmæði SP-Fjármögnunar hf. og tapað bílum og tækjum og fjármunum í baráttu sinni við þetta glæpafyrirtæki?  Þrátt fyrir að ítrekað hafi verið bent á að gjörðir þeirra samræmdust ekki landslögum.  Hvenær biðjast þeir afsökunar á því að ljúga að yfirvöldum?  Sem er reyndar refsivert athæfi.  Sjá rökstuðning hér og hér.

Það verður sennilega margfrosið í neðra áður en við sjáum iðrun í Sigtúninu.


mbl.is SP hefur lokið fyrsta áfanga endurútreiknings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#68. Byrjum þá á SP-Fjármögnun hf.

Ef þetta frumvarp Guðlaugs Þórs verður að veruleika vil ég leggja til að byrjað verði á SP-Fjármögnun hf.  Það fyrirtæki var gjaldþrota í lok árs 2008 og hefði átt að loka því þá.  Fjármálaeftilitinu barst tilkynning frá stjórnendum SP þessa efnis 19.desember 2008.  Fyrirtækið hélt þó áfram rekstri og ólögmætum vörslusviptingum undir verndarvæng FME þar til það var endurfjármagnað vorið 2009.  Sú endurfjármögnun fór þannig fram að Landsbankinn breytti 35 milljarða láni til fyrirtækisins í hlutafé upp á 1 milljarð.  Ég ritaði færslu um þetta í ágúst sl. Sjá hér.  Og enn situr hann sem fastast, framkvæmdastjóri fyrirtækisins frá upphafi, Kjartan Georg Gunnarsson.  Stjórn Landsbankans, eigenda SP-Fjármögnunar hf., virðist ekki telja þörf á að hann sæki sér nýtt umboð til að stýra dótturfélagi þess, SP-Fjármögnun hf. á  sama hátt og bankinn lét framkvæmdastjóra sína gera nýlega, þrátt fyrir að hafa keyrt fyrirtækið í þrot í árslok 2008, og svikið viðskiptavini þess um árabil með ólöglegum viðskiptasamningum og vörslusviptingum. Hvorki Anna Bjarney Sigurðardóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs Landsbankans og stjórnarformaður SP-Fjármögnunar hf. né Jón Þorsteinn Oddleifsson, fyrrum framkvæmdastóri Fjármálasviðs og stjórnarmaður eru þar í hópi nýráðinna.  Ekki veit ég hvort þau starfa áfram innan Landsbankans.

Til hamingju með framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar hf., Steinþór Pálsson!  Megi hann sitja sem lengst!


mbl.is Rannsókn á starfsemi fjármálafyrirtækja lögð til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband