Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011
#89. Spyrjið um bónusana hans Kjartans.........
21.2.2011 | 21:17
Fjölmiðlar ættu að spyrja um aukagreiðslurnar sem Kjartan fékk á árunum 2005-2009 vegna árangurstengds ágóðahlutar í afkomu SP-Fjármögnunar. Fyrirtækis sem varð gjaldþrota í árslok 2008 undir hans stjórn vegna ólöglegra samningsskilmála. Lauslega áætla ég þessa bónusa um 63 milljónir króna sem fengust af ólöglegum fjármálagjörningum sbr. dóm Hæstaréttar frá 16. júní. Á árinu 2008 tapaði SP-Fjármögnun hf. 30,1 milljarði króna og í kjölfarið lagði Nýji Landsbankinn SP til nýtt hlutafé vorið 2009 með því að breyta 35 milljarða láni í 1,1 milljarðs hlutafé! Engu að síður hækkuðu (ágóðahlutstengdar) tekjur framkvæmdastjórans á milli áranna 2007-2008 um 900.000 kr. Árið 2009 námu árstekjurnar einungis 19 milljónum og lækkuðu um 18 milljónir á milli ára. Miðað við dóm Hæstaréttar 16. júlí 2010 hefur afkoma félagsins verið ranglega kynnt árin á undan og þessi ágóðahlutur því óréttmætur. Hefur framkvæmdastjórinn verið krafinn um endurgreiðslu hans?
Og nú þykir allt í lagi að rifta samningum fólks í greiðsluskjóli Umboðsmanns skuldara! Þarna sé bara galli sem verði að leiðrétta. Þetta er að mínu mati einfaldlega viðurstyggileg framkoma við viðskiptamenn af því það er hola" í lögunum. En Kjartani er að fullu í sjálfsvald sett að ákveða að gefa þessu fólki grið í ljósi hverrar stöðu það er í. Hann ber jú ábyrgðina af daglegum rekstri SP-Fjármögnunar,...... nema þegar SP brýtur lög.
HELVÍTIS FOKKING FOKK BARA!!!!!
Samningum rift – fólk beðið um að skila bílnum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hugleiðingar um SP- Fjármögnun | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#88. Opið bréf til Sigmundar Ernis
21.2.2011 | 20:46
Ég sendi eftirfarandi tölvupóst til Sigmundar Ernis vegna bloggfærslu hans 19. febrúar:
Sæll Sigmundur,
Ja, öfug er forgangsröð þín segi ég nú bara. Veistu.....ef þessi hundrað þúsund kall fyrir dómarana er móðgun við landsmenn, hvað á þá að kalla þessa ríkisstjórn sem þú styður? Hvað á að nefna Icesave-óbermið sem þið ætlið að þröngva upp á þjóðina að ósekju?!!! Nei, losaðu okkur við Icesave, og förum að bjarga störfum í landinu og hnýtum svo í dómaralaunin. Þessir hundrað þúsundkallar fara þá alla vega ekki í Icesave á meðan! Látum afborganir vegna Icesave vinna innanlands en ekki í Bretlandi eða Hollandi!
Kv,
Erlingur A. Jónsson
rlingr.blog.is
Sigmundur hefur ekki svarað.
Viðurstyggileg móðgun við landsmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#87. Til EFTA með málið!
15.2.2011 | 14:46
Þessi rugldeila með gengistryggðu lánin er fyrir löngu komin á það stig að senda þarf málið til Eftirlitstofnunar EFTA sem kvörtun á framkvæmd Íslands á EES-samningnum og fá alvöruúrskurð manna sem eru ekki gegnsýrðir af efnahagsruglinu hérna heima. Ég hef verið að undirbúa slíka kvörtun um nokkurn tíma og er hún farin að taka á sig nokkuð endanlega mynd.
Þó undrar mig alltaf jafnmikið hvers vegna lögmenn lánþega reyna ekki að beita fyrir sig ákvæðum laga um neytendalán við dómsmeðferð þessara lánasamninga.
Ég vil fyrst telja 14.gr. neytendalánslaga en þar segir:
Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar."
Minn skilningur er því sá að í alvöru réttarfarsríki takmarki þetta ákvæði endurheimtur lánveitanda á lánsfjárhæð geri hann mistök við útreikninga. Sérstaklega þegar þau eru svo gróf sem raun ber vitni með gengistryggða lánasamninga. Þess vegna er ekki hægt að endurreikna vexti og lántökukostnað afturvirkt vegna athæfis lánveitanda, sem gefur þannig hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar en kynnt er í upphafi samnings.
Einnig segir í 9. gr. sömu laga:
Þó að í lögum þessum sé kveðið á um að neytandi skuli fá upplýsingar um vexti eða fjárhæðir þar sem vextir eru meðtaldir, sbr. 6. gr., kemur það ekki í veg fyrir að aðilar geti samið um að vextir séu að nokkru eða öllu leyti breytilegir. Skal þá greint frá vöxtum eins og þeir eru á þeim tíma sem upplýsingarnar eru gefnar, tilgreint skal með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytast."
Engin lánssamningur tilgreinir að séu ákvæði lánssamnings að einhverju leyti úrskurðuð ólögleg megi breyta samningi og endurreikna lántökukostnað afturvirkt lántaka í óhag. Slíkt gengur þvert gegn ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins um neytendavernd.
Þá undrar mig einnig að Hæstiréttur sinni ekki rannsóknarskyldu sinni betur við meðferð þessara mála og skoði ákvæði þessara laga við dómsuppkvaðningar. Einnig sýnist mér Hæstiréttur ekki dæma eftir nýja lagabálknum hans Árna Páls og heimila uppgjör eins og þar kemur fram. Það er athyglisvert en segir margt um ólögin þau.
Viðbót: Í dómsuppkvaðningu máls nr. 604/2010 var reyndar tekist á um ofangreinda 14.gr. þannig að það eru dæmi um að lögmenn hafi horft til þessarar greinar.
Segja lög um gengistryggð lán gagnslaus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#86. Vonbrigði ársins
8.2.2011 | 14:23
Fregnir af afsögn stórlega ýktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
#85. Svona virkar innistæðutryggingarsjóður...
6.2.2011 | 22:34
Ég fæ ekki séð nein áform um að það fé sem er umfram lágmarksinnistæður skuli greiðast úr danska ríkissjóðnum við þetta gjaldþrot Amagerbankans. Það væri samt forvitnilegt að sjá slíka umræðu fara af stað í Danmörku. Skyldi eitthvað af útrásargullinu hafa tapast við þetta gjaldþrot?
En hér er sennilega skólabókardæmi um hvernig innistæðutryggingarsjóðir virka; það sem er umfram lágmarksinnistæðutryggingu er tapað fé, punktur! Og þannig á Icesave að virka, punktur! Ef Bretar og Hollendingar kusu að greiða eitthvað umfram lágmarkstryggingu er það þeirra mál, ekki okkar, punktur!
Amagerbankinn gjaldþrota | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#84. Heimsókn á skrifstofu SP-Fjármögnunar 4. febrúar
6.2.2011 | 15:54
Föstudaginn 4. febrúar heimsótti ég skrifstofur SP-Fjármögunar hf. vegna skorts á svörum lögfræðings þess við fyrirspurnum mínum. Ég hef áður lýst viðskiptum mínum við lögfræðinginn þegar hann hótaði að henda mér út af skrifstofum SP og svari hans á gamlársdag við fyrirspurn minni frá 29. október.
Lögfræðingurinn var örugglega eitthvað illa fyrirkallaður þennan dag eins og við fyrri heimsókn. Jafnvel eitthvað verri ef eitthvað. Alla vega var þolinmæðisþráðurinn ansi stuttur. Fyrst þurfti ég að bíða í afgreiðslunni í 15-20 mínútur eftir því að hann kláraði annan fund, sem var ekkert mál af minni hálfu. Þegar hann loksins kom var hann stuttur í spuna og bauð mér inn í fundarherbergi (ekki inn á skrifstofu sína) og sagðist hafa 2 mínútur aflögu fyrir mig. Ég innti hann ástæðu þess að svar hans við minni fyrirspurn var ófullkomið og fékk venjulegu ræðuna um vinnuálag, og að hann hefði ekki tíma til að sinna mér því að stærri hagsmunir gengju fyrir. Ég sagði honum að þetta væru ekki ný sannindi en rýrði þó ekki rétt minn til svara frá fyrirtækinu. Hann tjáði mér þá að þessi leið mín að koma á skrifstofuna og hóta setuverkfalli, sem ég var þó ekki búinn að hóta í þessari heimsókn, til að knýja á um svör væri ekki sú rétta, heldur ætti ég að senda tölvupósta eða hringja til að reka á eftir svari. Ég benti honum á að það hefði ég gert ítrekað en eina leiðin sem virkaði væri að koma í eigin persónu eins og hann vissi. Eftir mjög stutt samtal gekk lögfræðingurinn á dyr án þess að kveðja. Ég elti hann inn ganginn til að ljúka samtalinu. Þegar ég spurði hann á ganginum hvað svona framkoma ætti að þýða bauð hann mér inn á skrifstofu sína og sagðist eiga hálfa mínútu aflögu. Þegar inn var komið var greinilegt að verulega hafði reynt á þolinmæði hans og hann var tilbúinn að hringja á lögregluna til að láta fjarlægja mig. Á endanum settist hann við tölvuna sína og prentaði út tölvupóst minn hvar ég óskaði svara við þeim atriðum sem hann sleppti í svari sínu á gamlársdag. Sagðist hann lofa svari í byrjun þar næstu viku, sem er mánudagurinn 14. febrúar. Við skulum sjá til hvort að ég verð honum ofarlega í huga á Valentínusardaginn eða helgina þar á undan þannig að svar berist eins og lofað var.
Þó ég hafi verið tilbúinn að setjast niður á skrifstofu hans þennan dag og taka því sem að höndum bæri ákvað ég að sleppa því. Ástæðan var sú að mér var boðið í 40 ára afmæli um kvöldið og nennti ekki að fara standa í einhverju stappi einmitt þennan dag. Verði dráttur á svari lögfræðingsins fram yfir 14. febrúar má hann hins vegar búast við þaulsetinni heimsókn fljótlega þar á eftir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#83. Ég sætti mig ekki við þessi málalok....
6.2.2011 | 15:20
Ég hef sveiflast reglulega til í Icesave-málinu, borgum/borgum ekki. En nú er ég orðinn þeirrar skoðunar að við eigum ekki að borga, þar að auki að við getum ekki borgað, og þjóðin eigi að fá að eiga síðasta orðið um Icesave III. Þessi skoðun mín styrkist ennþá meira í dag eftir umræðu í Silfri Egils að líklega myndu Bretar og Hollendingar ekki fara dómstólaleiðina ef samningnum yrði hafnað. Hver er þá áhættan? Tryggvi Þór Herbertsson hélt því fram að lífskjör hér yrðu eitthvað lakari" en á öðrum Norðurlöndunum, og hagvöxtur yrði eitthvað lakar en þar. Þetta hefur þegar gerst og tengist Icesave ekkert sérstaklega. Þetta gerðist við hrunið 2008!
Ef einkabanki getur ríkisvætt skuldirnar sínar getur almenningur það líka með því að hætta að borga af sínum lánum. Fleiri og fleiri munu ákveða að fara þá leið því það verður engin önnur leið fær skuldugum heimilum. Almenningur á ekki að vera hamstur á hlaupahjóli skuldavélar sem það stofnaði ekki til.
Ólafur Margeirsson skrifar á vef Pressunnar í dag að Íslendingar myndu gera heiminum greiða með því að fara með Icesave fyrir dómstóla. Hann segir að alþjóðlegur þrýstingur á endurskipulag alþjóðlega fjármálaregluverksins og -kerfisins, með beina vísan í hvers konar laga- og siðferðislega blindgötu það [innskot: Icesave málið] væri komið í ef Íslendingar ættu einir að borga þennan reikning, myndi aukast stórum."
Ég held að Ólafur hafi rétt fyrir sér.
Einnig vil ég vekja athygli á stórgóðri grein Guðmundar Ásgeirssonar á bloggi sínu um óraunhæfa 7% ávöxtunarkröfu Bankasýslu ríkisins á þá eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hún fer með fyrir hönd ríkisins, sem aftur tengist útreikningum Excel reiknimeistara á greiðslugetu Íslendinga vegna Icesave. Þar hafa menn reiknað sig í niðurstöðu sem er stjórnvöldum að skapi í stað þess að horfast í augu við raunveruleikann.
Almenningur verður að taka málin í sínar hendur og hætta að greiða af lánum ef Icesave klyfjarnar verða samþykktar af forseta Íslands.
Sætti mig við þessi málalok | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#82. ...og 35 milljarðar í SP-Fjármögnun.
4.2.2011 | 00:04
Nýji Landsbankinn jók hlutafé SP-Fjármögnunar hf. á árinu 2009 upp á 1080 milljónir að nafnvirði, en kostaði bankann 35,6 milljarða í afskrifuðum lánum til þessa svikamyllu Kjartans Georgs. Hlutafjáraukningin var nauðsynleg til að bjarga fyrirtækinu sem var gjaldþrota í árslok 2008 og rekið á undanþágu FME fram á vordaga 2009. Sjá færslu mína frá 12. ágúst 2010. Ríkissjóður fjármagnaði stofnun Nýja Landsbankanns. Ríkissjóður lagði því óbeint 35 milljarða inn í SP-Fjármögnun 2009.
Hefur sett 87 milljarða í fjármálastofnanir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)