Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

#99. ASÍ segir ekki alla söguna.

ASÍ talar í fréttabréfi sínu bara um gengisáhættu vegna krónunnar en minnist ekkert á gengisáhættu á milli punds og eigna þrotabús Landsbankans í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum.  Allar breytingar á gengi punds gagnvart þessum gjaldmiðlum hafa áhrif á endurheimtur vegna greiðslna til Breta.  Greiðslur til Hollendinga miðast við evrur og er hlutfall þeirra skuldbindinga að mestu nú þegar til staðar í þrotabúinu í evrum.

Úr greinar gerð við lagafrumvarpið: „Við mat á þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave er rétt að horfa til tveggja þátta. Annars vegar er vert að skoða gengisþróun krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðlum sem eignir Landsbankans eru bundnar í. Hins vegar er mikilvægt að skoða gengisþróun evru og sterlingspunds gagnvart sömu gjaldmiðlum því að endurheimtur úr búi Landsbankans renna til afborgana af Icesave-skuldbindingunni sem er í evrum og sterlingspundum."

Þá segir einnig: "Enn fremur er rétt að gera grein fyrir þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af því að skuldbinding ríkissjóðs vegna Icesave er eingöngu í evrum og sterlingspundum en eignir bús Landsbankans eru í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum. Minnsta áhættan er tengd þróun evrunnar því að hlutfall eigna Landsbankans í evrum er svipað og hlutfall Icesave-skuldbindingarinnar í evrum. Áhættan stafar því aðallega af því ójafnvægi sem er til staðar milli skulda í sterlingspundum annars vegar og eigna Landsbankans í öðrum gjaldmiðlum hins vegar.

Lögin er að finna hér.

ASÍ segir erfitt að losa gjaldeyrishöftin ef Icesave er óuppgert.  Ég tel að hægt sé að losa þau mjög auðveldlega og koma hjólunum af stað, sjá síðustu færslu hér.

Lánshæfismat Moody´s, S&P og Fitch er ábyrgðarlaust hjal þessara fyrirtækja sem má sjá hér.

Það er kominn tími til að ASÍ fari að vinna fyrir fólkið sem borgar þeim launin en ekki fjármagnseigendur.

Ég segi NEI við Icesave.


mbl.is Fréttabréf ASÍ helgað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#98. Hjólin af stað.......

Ég renndi stuttlega og frekar hratt yfir áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta.  Frekar leiðinlegur lestur en reyndi að pikka aðalatriðin út.  Ég kannski skil ekki vandamálið vegna aflandskrónanna til fulls en hér er mín tillaga: 

Notum erlendar eignir lífeyrissjóðanna til að losa aflandskrónurnar úr hagkerfinu. 

Og hvernig gerum við það?

Erlendir aðilar eiga íslenskar krónur innanlands að upphæð 465 milljarðar.  Þetta eru víst þessar svokölluðu aflandskrónur sem bíða eftir að losna úr hagkerfinu.  Af þeim er ca. 185 milljarðar í reiðufé á bankareikningum.  Seðlabankastjóri segir að fara verði hægt í að hleypa þessum aflandskrónum út úr hagkerfinu.  En er það rétt?

Lífeyrissjóðirnir okkar eiga erlendar eignir að upphæð 473 milljarðar, sjá hér.  Ég sé ekki tilgang í að lífeyrissjóðir hangi á þessu erlendum eignum þegar sjóðseigendur berjast í bökkum innanlands með lánin sín.

Í skýrslu sérfræðingahóps vegna skuldavanda heimila kemur fram að í árslok 2009 námu veðskuldir heimila vegna öflunar húsnæðis um 1.200 milljörðum króna skv. skattframtölum.  Þar sem þessar tölur eru teknar af skattframtölum eru þær væntanlega innheimt kröfuvirði, s.s. óniðurfærðar höfuðstólsskuldir.

Verðtryggð húsnæðislán íslenskra heimila stóðu 1. október 2010 í 1.236 milljörðum skv. skýrslunni.  Alls voru fasteignalán metin á 1.392 milljarða króna, þar af voru lán í eigu bankanna metin á 630 milljarða.  Allir stóru bankarnir þrír fengu verulegar niðurfærslur af lánasöfnum gömlu bankanna, sumir allt að 60-65% af kröfuvirði, aðrir minna.  Gefum okkur að meðaltalsvirðið hafi verið 50%.  Þá ætti virði húsnæðislána í eigu bankanna að reiknast 315 milljarðar, skilji ég skýrsluna rétt.  (Marinó G. Njálsson sagði á bloggi sínu 2009 að nýju bankarnir hefðu greitt 345 milljarða vegna skulda gömlu bankanna, þannig að þetta er nokkuð nærri lagi ef rétt er.)

Í ætluninni um afnám gjaldeyrishaftanna segir að krónueign erlendra aðila, sem nemur um 465 ma.kr., er talin gefa góða vísbendingu um umfang aflandskrónueigna.  Þeim má skipta í þrjá megin eignaflokka:

  • Innstæður í fjármálastofnunum nema u.þ.b. 185 ma.kr.  Nær allar innstæður erlendra aðila í íslenskum fjármálafyrirtækjum eru á reikningum í viðskiptabönkunum þremur, NBI, Íslandsbanka og Arion banka.
  • Innstæður í Seðlabanka nema u.þ.b. 60 ma.kr. Þær tengjast uppgjöri erlendra uppgjörsmiðstöðva á íslenskum verðbréfum.
  • Skuldabréf nema u.þ.b. 220 ma.kr. Þar er einkum um að ræða löng ríkisbréf og ríkisvíxla að andvirði u.þ.b. 190 ma.kr. en íbúðabréf nema u.þ.b. 30 ma.kr.
    • Aðeins u.þ.b. þriðjungur krónueignar erlendra aðila, eða 142 ma.kr., eru í langtímaskuldabréfum.

Krónuinnstæður á Vostro‐reikningum erlendra banka nema um 164 ma.kr.  Þær koma ekki við sögu hér.

Segjum sem svo að andvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna, 473 milljarðar, verði notað til þess að kaupa upp aflandskrónurnar óþreyjufullu og hleypa þeim úr landi.  Þar með eru skuldabréf, jöklabréf, reiðufé og hvað þessar eignir nefnast nú allar, að upphæð 465 milljarðar komnar í eigu innlendra aðila, lífeyrissjóðanna, og þeir eiga 8 milljarða afgangs.  Þessar eignir yrðu svo notaðar til að fjármagna húsnæðislánayfirfærslu frá bönkunum til lífeyrissjóðanna með engum tilkostnaði:

465 - 315=150 milljarðar (+8 milljarðar) eru þá afgangs og við þá er margt hægt að gera!

Lífeyrissjóðirnir myndu svo innheimta þessar eignir frá lántakendum á yfirfærsluverði og færa höfuðstólana niður sem samsvarar bókfærðu virði þeirra, en hanga ekki á kröfuvirðinu eins og hundur á fiskroði.  Þannig fá bankarnir fé til að lána fyrirtækjum og almenningur fær höfuðstól sinn niðurfærðan, og þar með bæði greiðslugetu og greiðsluvilja á ný.  Hjólin færu að snúast aftur.


mbl.is 460 milljarða aflandskrónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#97. Er þetta aðalmálið......?

Ég spyr bara: Er þetta mikilvægasta málið í dag? Morgunblaðið býður lesendum í dag upp á ítarlega heilsíðuumfjöllun um smávægilegt brot Jóhönnu á jafnréttislögum. Ég nennti ekki að lesa hana.

Væri ekki nær að höggva að kerlingunni vegna stærri og mikilvægari mála? Um hver einustu mánaðamót eru neytendur þessa lands féflettir af fjármálastofnunum í tugmilljarðavís með ólöglegum vaxtaútreikningum og enginn í stjórnarráðinu lyftir litla fingri vegna þess.

Jóhanna er búinn að bíta sig svo fasta í skrifborðsbrúnina í stjórnarráðinu að það þarf að fjarlægja allt tréverk til að koma henni og SJS út! Þessi tilraun Sjálfstæðisflokksins að bola henni frá völdum er dæmd til að mistakast.


mbl.is Einnig brotleg 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#96. Þetta mundi ekki gerast hér....

Athyglisvert væri að skoða þessa leið frekar. Þessi hugmynd bandarískra eftirlitsaðila að fjármálafyrritækin borgi fólki fyrir að fara úr eign sem það er ekki að borga af virðist við fyrstu sýn ágæt. En sambærilegri leið yrði seint hrint í framkvæmd á Íslandi. Hér yrði lýðurinn látinn borga fjármálafyrirtækjunum fyrir að fara úr eigninni og borga eftirstöðvarnar líka.
mbl.is Borga skuldsettu fólki fyrir að yfirgefa heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#95. Áfram........!

Þeir einu sem halda lífi í þessari Icesave-umræðu eru Íslendingar sjálfir. Hættum þessu bulli og notum peningana í atvinnuskapandi verkefni innanlands. Áfram!
mbl.is Stuðningsmenn Icesave boða til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#94. Hæstiréttur dæmir banka brotlegan.

Í dag féll athyglisverður dómur í 11. Hæstarétti Þýskalands (Bundesgerichtshof) í máli Deutsche Bank og Ille Papier vegna vaxtaskiptasamninga á milli aðila.  Dómurinn er ekki kominn á vef þýska Hæstaréttarins þegar þetta er ritað. 

Ég reyndi þó að rýna í fréttatilkynningu á þýsku til að reyna fræðast meira um niðurstöðurnar með því að snara textanum yfir á ensku með aðstoð Google Translate og ég vona að ekki sé rangur skilningur lagður í dóminn.

Að mínu mati kemst dómurinn m.a. að þeirri niðurstöðu að við samningsgerðina hafi DB ekki sinnt ráðgjafahlutverki sínu með fullnægjandi hætti.  Við gerð samningsins taldist stórkostlegur hagsmunaárekstur hafa verið til staðar lántaka í óhag.  Er það álit 11. Hæstaréttar að banki eigi að spyrja viðskiptavin hvaða ráðgjöf hann hafi fengið þegar um áhættusöm viðskipti er að ræða nema ef viðskipti aðila hafa staðið um langan tíma eða nýleg viðskiptasaga er þekkt.  Einnig telur 11. Hæstiréttur að þrátt fyrir diploma nám í hagfræði taldist viðskiptavinurinn, prókúruhafi fyrirtækisins, ekki hafa haft þekkingu til að meta áhættuna sem í viðskiptunum lá með svo flókna fjármálaafurð eins og vaxtaskiptasamningar eru.  Dómurinn setur ríka kröfu á bankann að veita fullnægjandi ráðgjöf við gerð flókinna og áhættusamra samninga.  Átti því bankinn að veita ráðgjöf áður en samningurinn var undirritaður.  Þá var tjón bankans takmarkað í samningnum en áhætta viðskiptavinarins var ótakmörkuð og hefði getað leitt til greiðsluþrots hans. 

Deutsche Bank var því dæmdur til að greiða Ille Papier-fyrirtækinu 541.074 Evrur auk vaxta.

Spurningin er hvort þessi dómur hafi fordæmisgildi á Íslandi.  Og hvort hægt sé að heimfæra þessa niðurstöðu þýska dómsins upp á þá gengistryggðu lánasamninga sem hér voru framkvæmdir.

Með vísan í mat 11. Hæstaréttarins þýska, um hæfi prókúruhafa Ille Papier með sína hagfræðimenntun, má spyrja sig voru íslenskir neytendur einfaldlega hæfir til að meta áhættu gengistryggðra lánasamninga með fullnægjandi hætti?  Og að sama skapi voru starfsmenn og stjórnendur íslensku fjármálafyrirtækjanna hæfir til að meta áhættu viðskiptavina sinna við gerð slíkra samninga þó löglegir væru? 

Mér er til að mynda til mikilla efa að einhver viðskiptasaga hafi yfirhöfuð verið til staðar til að meta þekkingu viðskiptavinar á slíkum viðskiptum.  Alla vega ekki hvað bílalán varðaði.  Var viðskiptavinum veitt fullnægjandi ráðgjöf vð gerð slíkra samninga?  Ég efa það.  Í mörgum tilvikum var starfsmaðurinn sem rætt var við sennilega ekki með mikla þekkingu umfram viðskiptavininn. 

Sama átti sennilega við vegna húsnæðislána.

Því má líklega með sanni segja að miðað við dóm þýska Hæstaréttarins að skaðabótaskylda liggi hjá öllum íslensku fjármálafyrirtækjunum sem buðu gengistryggða lánasamninga þvert á lög um vexti og verðtryggingu og veittu ónóga ráðgjöf um áhættuna við gerð slíkra samninga.


mbl.is Úrskurður hristir upp í þýska bankakerfinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#93. Kjartan Georg afskrifar bónusana sína...

Bendi á færslu mína frá 21. febrúar sl. um launabónusana hans Kjartans af ólögmætri starfsemi SP-Fjármögnunar hf.  Hér má sjá tekjuþróun Kjartans Georgs frá 2001.  Í töfluna vantar tekjur fyrir árið 2009 en þær voru 19 millljónir og lækkuðu um 18 milljónir á milli ára.  Miðað við dóm Hæstaréttar 16. júlí 2010 hefur afkoma félagsins verið ranglega kynnt árin á undan og þessi ágóðahlutur því óréttmætur.  

Ég held þessi maður ætti að skammast sín og biðja viðskiptamenn SP-Fjármögnunar hf. afsökunar á misrétti því sem hann og hans fyrirtæki hefur beitt viðskiptamenn í starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.


mbl.is Lán geta lækkað um allt að 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#92. Álit G.Péturs á skrifum „dvergana sjö“....

G.Pétur Matthíasson skrifar færslu á bloggsíðu sína um skrif sjö lögfræðinga undanfarna daga þar sem hvatt er til höfnunar Icesave laganna.

Í greiningu hans vantar þó aðalatriðið að mínu mati.  Tryggingasjóður innistæðueigenda hefur ekki ríkisábyrgð.  Slíkur sjóður hefur ekki ríkisábyrgð í neinu ESB landi.  Slík ríkisábyrgð er heldur ekki krafa ESB sbr. tilskipanir þess um innistæðutryggingasjóði.  Því spyr ég: Hvers vegna á íslenskur almenningur nú að bera ábyrgð á gjörðum einkabanka? 

Ríkisstjórnin átti aldrei að koma að samningum um endurgreiðslu þessara umframgreiðslna Breta og Hollendinga á innistæðum á Icesave.  Slíkar viðræður áttu að fara fram við stjórn Tryggingasjóð innistæðueigenda því endurgreiðslukrafa Breta og Hollendinga er í raun á Tryggingasjóð innistæðueigenda, ekki ríkissjóð.  Og Tryggingasjóðurinn á bótakröfu á þrotabúa Landsbankans, en ekki ríkissjóð.  Málarekstur Breta og Hollendinga vegna slíkrar bótakröfu á að fara fram fyrir íslenskum dómstólum, ekki erlendum og ekki EFTA dómstól, og þar veltur á sönnunbyrði á vanrækslu Íslands við að koma á fót slíkum tryggingasjóði.  Ég vitna þar til viðtals við ritara EFTA dómstólsins í Silfri Egils sunnudaginn 6.mars.  Ef ESB tekur undir, eða samþykkir, að bótakrafa á ríkissjóð sé réttmæt er hugsanlega verið að gefa út opinn tékka á ríkissjóð heimaríkja allra fjármálastofnana á EES svæðinu sem geta þar af leiðandi hagað sér algjörlega óábyrgt eins og íslensku bankarnir gerðu fyrir hrun, og eru svo sem enn að gera eftir hrun gagnvart neytendum, því reikningurinn vegna innistæðna endi alltaf á ríkissjóði heimaríkisins hvort eð er.  Viljum við það?  Vill ESB það?

Innistæður á íslenskum bankareikningum hafa ekki ríkisábyrgð hvað sem hver segir um neyðarlögin.  Neyðarlögin hafa t.d. ekki enn verið staðfest á Alþingi.

G.Pétur talar um siðferði og vegna þess að eftirlitið var í molum berum við, íslenskur almenningur, okkar ábyrgð á íslenskum banka. Íslenskur almenningur er bara ekki samviska fjárglæframanna og það á ekki að nota ríkissjóð til að bæta misgjörðir þeirra.


#91. Opið bréf til Jóhönnu

Sæl Jóhanna,

Það er sjálfsagt tímaeyðsla að rita þér þessar línur því varla kemurðu til með að lesa þær.  Ég vil þó reyna að fá að benda þér að á að skoða dótturfyrirtæki Nýja Landsbankans, SP-Fjármögnun hf., þegar uppgjör NBI verður gert kunnugt.  SP-Fjármögnun er stýrt af manni sem keyrði það í þrot við bankahrunið.  Staðan var svo slæm að NBI þurfti að afskrifa 35,4 milljarða lán og „breyta" því í 1,1 milljarðs hlutafé.  En þetta veistu sjálfsagt allt.  Sendi þér hér að lokum yfirlit yfir ofurlaunaþróun framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar frá 2001.  Allar tölur eru teknar beint úr ársreikningum SP fyrir utan árið 2001 sem er áætluð.  Það verður forvitnilegt að sjá töluna fyrir 2010.

Ár

Árstekjur frkv.stj SP

2001

11.112.944

2002

12.042.000

2003

12.414.000

2004

13.405.000

2005

22.650.000

2006

32.644.000

2007

36.665.000

2008

37.524.000

2009

19.002.000

2010

????

Alls

197.458.944


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#90. Fleiri fá ofurlaun

Það eru ekki bara bankastjórar „stóru" bankanna sem hafa fengið ofurlaun.  Ég vil nota tækifærið og minna á 2 vikna gamla færslu mína frá 21. febrúar sl.  Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hefur fengið ofurlaun á undanförnum árum með ágóðahlut sínum af ólögmætum hagnaði af lánastarfsemi SP.  Er ekki eðlilegt að hann skili þessum ólöglega fengnu peningum?  Ég á eftir að sjá Sjálfstæðismenn ráðast á illgresið í þessum bakgarði sínum en stjórnarformaður SP var um langt árabil aðalpeningasmalari Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson.

Nú er SP-Fjármögnun hf. að fullu í eigu þjóðarinnar í gegnum Nýja Landsbankann eftir hlutafjáraukningu árið 2009 til að bjarga því frá gjaldþroti.  Nema hlutafjáraukninginn kostaði 35,4 milljarða til að búa til 1,1 milljarð í hlutafé.  Einhvern veginn flýtur þetta fyrirtæki framhjá fréttaumræðunni af fjármálabullinu.

Jóhanna gagnrýndi ofurlaunin á Facebook-síðu sinni í gær.  Hvernig væri að taka á þessu rugli þegar það á sér stað í gegnum almenningsfyrirtæki eins og að ofan greinir?  Hvenær endar þessi vitleysa?


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband