Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2011

#130. Of fáir leita réttar síns

Nýlega átti ég langt samtal við þekktan lögfræðing.  Hann sagðist iðulega fá símtöl frá fólki sem er með áður gengistryggða lánasamninga.  Flest þessara símtala eiga það sammerkt að spurt er hvað sé að gerast í þessu og hinu málinu.  Hvort hann sé ekki að vinna í að redda þessu.  Ég hafði líka staðið í þeirri trú að svo hafi verið.  En við sumum þessara spurninga er því miður bara eitt svar:  Ekkert.  Það er ekkert eða lítið að gerast í sumum málum.  Ástæðan er sú að enginn hefur leitað til lögmannsins, eða annarra, með þess konar mál sem spurt er um.  Enginn!  Og meðan enginn leitar til lögfræðinga mun ekkert gerast.  Vörslusviptingarnar munu halda áfram, án lagastoðar, eins og nýlegar fréttir RUV um aðfarir SP-Fjármögnunar hf. sýna.  Á meðan enginn gerir neitt.

Ég hef dæmi um mál þar sem lántaki lauk við að greiða upphaflegan lántökukostnað bílaláns um miðjan nóvember 2009 en vegna gengistryggingar var innheimtu haldið áfram á útblásnum höfustól.  Tæpu ári síðar fékk viðkomandi endurreikning hvar eftirstöðvar voru sagðar 700 þús kr.  Viðkomandi hefur aldrei nýtt sér frystingu eða önnur úrræði sem boðið var upp á, heldur ávallt greitt útsendan greiðsluseðil, eins og hann var myndaður.  Frá lántökudegi til júníbyrjunar 2010 er þessi aðili einungis með 1.582 kr. í vanskilakostnað vegna tveggja gjaddaga.  Enn er þó verið að greiða af láninu og á greiðslu af því ekki að ljúka fyrr en í mars 2012.  Þá mun viðkomandi hafa greitt rúma 1,1 milljón kr. betur en samið var um í upphafi að hann ætti að greiða. 

Þetta gengur náttúrulega ekki.  Það er ekki eðlilegt að halda megi innheimtu áfram á útblásnum sýndarhöfuðstól.  Fólk sem hefur greitt meira en samið var um í upphafi verður að standa upp og berjast fyrir rétti sínum.

En það er einmitt málið.  Flestir eru dauðhræddir við að höfða mál af ótta við að standa upp íbúðar- eða bíllausir, og með háan málskostnað á bakinu og allskonar óþægindi að auki.  Sömu aðilum er hins vegar að sama skapi meinilla við að halda áfram að borga greiðsluseðlana sem þeim eru sendir.  En gera það samt í þeirri von, eða trú, að fá leiðréttingu sinna mála seinna.  Enn aðrir nenna ekki að berjast; finnast málin of flókin til að setja sig inn í þau og treysta á að Hagsmunasamtök heimilanna, Samtök lánþega, Björn Þorri, Marinó G. Njálsson, talsmaður neytenda Gísla Tryggvason, eða bara að tíminn, reddi þessu.  Að auki getur málarekstur fyrir dómstólum kostað mikla peninga, þó að málið vinnist.  Fólk í greiðsluerfiðleikum á ekki slíka peninga.

En á þetta spila fjármálafyrirtækin. 

Og hvað ætlar fólk þá að gera?  Naga neglurnar seinna yfir að hafa ekkert gert til að sækja rétt sinn?  Lögmenn taka ekki upp hjá sjálfum sér að höfða mál.  Til þess þarf skjólstæðing, helst einhvern sem getur borgað á einhverjum tímapunkti, og það allra mikilvægasta; hefur frumkvæði að leita réttar síns þegar á honum er brotið.  Þessi aðili sem ég nefndi hér að framan er nú að íhuga málssókn á hendur því fjármálafyrirtæki sem svona kemur fram. Fleiri þurfa að gera það sama. 

Ögmundur er í raun að segja að fullveldi Íslands var framselt AGS á meðan samstarfinu stóð. Enginn vilji var til að hjálpa heimilum landsins í þessari erfiðu stöðu. Þau verða að hjálpa sér sjálf.  Og það verður fólk að gera.  Taka til málsgögn, heimsækja lögfræðing og sækja rétt sinn, sjálft.


mbl.is Sjóðurinn vildi ekki aðgerðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#129. Gengistryggingin lifir enn. Landsbankinn gjaldþrota?

Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ritar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 7 blaðsíðna bréf dagsett. 19. ágúst sl. vegna umsagnar um kvótafrumvarpið.  Í bréfinu segir að Landsbankinn lýsi yfir miklum áhyggjum af frumvarpinu.  M.a. bendir bankastjórinn á að bann við veðsetningu gangi gegn markmiðum frumvarpsins um hagkvæma nýtingu fiskistofna.  Ég vil benda bankastjóranum á að 4.ml.3.gr. laga um samningsveð bannar nú þegar að aflahlutdeild fiskiskips sé veðsett:

4. Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti. [leturbreytingar eru mínar]

Á þessa staðreynd hefur Kristinn Pétursson iðulega bent með færslum á bloggi sínu.  Reyndar virðist bankastjórinn vera fullmeðvitaður um þetta ákvæði þegar bréfið er lesið til enda en kýs engu að síður að virða það að vettugi í umræðunni.

Þá minnir bankastjórinn á að gefið var út stórt skuldabréf til Landsbanka Íslands (hins gamla) sem sé í erlendri mynt og af því eigi að greiða í erlendri mynt.  Þá segir bankastjórinn í bréfinu:  „Meginuppistaða erlendra vaxtatekna Landsbankans kemur frá íslenskum sjávarútvegi......"  Og hvernig er hægt að hafa erlendar vaxtatekjur af lánveitingum á milli innlendra aðila nema með gengistryggingu eða af lánum með erlenda mynt sem höfuðstól?  Mér sýnist bankastjórinn staðfesta þarna að mikill fjöldi lána Landsbankans til íslensks sjávarútvegs sé annað hvort gengistryggður eða „í" erlendri mynt.  Hversu mikill fjöldi þessara lána er ólöglegur?  Sennilega öll. 

Þá má ekki gleyma því að Landsbankinn breytti 35 milljarða. kr. láni til dótturfélagsins SP-Fjármögnunar hf. í 1100 milljóna kr. hlutafé til bjarga SP-Fjármögnun hf. frá gjaldþroti vegna ólöglegra lánaskilmála sinna. 

Ég held að hérna sé staðfest að Landsbankinn sé í raun jafn gjaldþrota og forveri hans.


mbl.is Breytingarnar rýra lífskjör
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#128. Hver er þessi einhver og hver var/er eigandi hússins???

Landlæknisembættið fluttist að Austurstönd í ársbyrjun 2003. Er þessi einhver sem Gutti vísar til kannski Jón Kristjánsson sem var heilbrigðisráðherra frá 14. apríl 2001 - 23. maí 2003? Jóni hefði alla vega átt að vera kunnugt um slíkan leigusamning. Hvers vegna er hann einfaldlega ekki spurður og hvers vegna kemur ekki fram hver er eigandi þessa húsnæðis á Austurströnd? Hverjum voru tryggðar leigutekjur til ársins 2027 og er sá hinn sami enn eigandi að húsinu? Vakna fréttamenn!!
mbl.is Vandamálið óuppsegjanlegur samningur til 25 ára
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#127. Lífeyrissjóður verslunarmanna verðbætir vextina líka.

Tilgangur verðtryggingar er að skila sama verðmæti og fengið var að láni, þ.e. 1000 kr. sem gáfu 1 kg af kjöti við lántöku og eiga gefa 1 kg af sama kjöti við endurgreiðslu sömu 1000 kr. í lok lánstímans.  Verðgildið á að halda sér.

Ég hef dæmi af láni hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, þar sem ekki eru reiknaðar verðbætur á höfuðstól heldur á greiðsluna alla, þ.e. afborgunin af höfuðstólnum er réttilega verðbætt en einnig vextirnir, sem reiknast NB. af óverðbættum höfuðstól.  

 Untitled-1

 

 

Vextir eru kostnaður lántaka vegna lántöku en ekki hluti upphaflegrar lánsfjárhæðar.  Vextirnir eru þó einnig ávöxtun fyrir lánveitanda og má því þannig verðbæta þá þess vegna í verðtryggðu láni?  

Spurningin er því í raun hvað er átt við með verðtryggingu greiðslu láns í skilningi laganna.  Er einungis átt við afborgun höfuðstóls?  Eða teljast vextir einnig til greiðslunnar og er þar með heimilt að reikna verðbætur á greiðsluna í heild?  Mér finnst það í raun jafngilda því að höfuðstóll sé verðbættur mánaðarlega og vextir síðan reiknaðir af útkomunni.

Nú hef ég ekki skoðað þetta ofan í kjölinn með útreikningum og get því ekki sagt til hvort að þetta sé löglega framkvæmt eða hvort útkoman er mismunandi.  En við fyrstu sýn vekur furðu mína að nokkru að vextirnir séu verðbættir.


mbl.is Gætu þurft að afskrifa milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#126. Setja upp vefmyndavél?

Væri ekki ráð fyrir íbúana að setja hreinlega upp vefmyndavél sem er beintengd vefsíðu og þar hreinlega sæist hverjir væru að koma að húsinu á hinum ýmsu tímum sólarhrings. Einnig mætti setja upp öryggismyndavél með hreyfiskynjara sem mundi taka upp þegar einhver kæmi í sjónsvið hennar og allar upptökur færu beint á netið líka?
mbl.is Segjast uppgefin og blöskrar úrræðaleysi lögreglunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#125. Meira af rútuhrakförum.....

Hér má finna nokkrar myndir og myndbönd af hrakningum þessarar rútu í Krossá í fyrra.

Slóðirnar á myndböndin eru hér:

http://www.flickr.com/photos/skarpi/4920794756/in/photostream

http://www.flickr.com/photos/skarpi/4918940933/in/photostream/ 


mbl.is Lenti í árekstri á hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband