Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2015

#259. Örfoka sandur viðkvæm náttúra?

"Tveir starfsmenn Landsvirkjunar urðu vitni að utanvegaakstri skammt frá Vatnsfellsvirkjun um klukkan níu í gærkvöldi. Var þá karlmaður búinn að keyra jeppabifreið út af veginum og lék sér að því að spóla henni í hringi í viðkvæmri náttúrunni."

Er ekki tilfinningasemin komin út í öfgar þegar örfoka sandur er orðin að viðkvæmri náttúru?

Persónulega sé ég ekkert að því að aka um sandbreiður og ógróið land, er er þó ekki að mæla svona leikaraskap einhverja bót sérstaklega. Akstur utanvega bjó til ansi margar, ef ekki allar ferðaleiðir á hálendi Íslands á einhverjum tímapunkti. Eða ætlum við að halda því fram að allir slóðar á hálendinu hafi verið skipulagðir á árum áður?

Og er tjónið af þessu spóli eitthvað meira en sjónrænt?


mbl.is Utanvegaakstur náðist á mynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#258. Veikleiki

Þetta atvik þ.e. umferðaróhapp þar sem aðeins ein bifreið á í hlut lokar aðalakstursleiðinni út úr bænum undirstrikar veikleika í gatnakerfinu í Reykjavík með einni aðalleið út úr borginni. Sundabraut hefði líklega tekið við meginhluta þessarar umferðar hefði hún verið til staðar.

Það sem ég hins vegar furða mig á er, hvers vegna í ósköpunum allri umferð er beint í gegnum Breiðholt þegar mjög auðvelt hefði verið að búa til hjáleið á Miklubraut/Vesturlandsvegi með því að loka tímabundið einni akrein til vesturs og hleypa umferð þar öfugu megin til austurs, eins og myndirnar sýna.

Vesturlandsvegur hjáleið vestari

Opna snúningsleið á Miklubraut við afrein til suðurs á átt að Kópavogi/Breiðholti.

Vesturlandsvegur hjáleið austari

Og aftur inn á rétta akrein um snúningsleið til móts við Ingvar Helgason. X merkir staðinn þar sem vörubifreiðin valt.

Fyrir mér hefði þetta verið tiltölulega auðveld lausn að framkvæma til að minnka óþægindi vegfarenda eins og kostur er.

Í staðinn er allri umferð hleypt til suðurs upp í gegnum Breiðholt sem vitanlega annaði ekki þessari aukaumferð.


mbl.is Bíll við bíl á Breiðholtsbraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#258. Forvitnilegt

Góður! Ég hef hingað til staðið í þeirri trú að meginmarkmið kennitölukerfisins eigi að vera að það sé persónurekjanlegt. En athyglisvert verður að sjá hvernig Persónuvernd tekur á þessu máli.

Næst verður þá líklega að kæra símaskrá ja.is, sem aðgengileg er á netinu, með nöfnum, heimilisföngum og símanúmerum þeirra sem ekki skrá sig úr henni. Fullkomlega persónurekjanleg sem mest má vera.


mbl.is Kærir kennitölukerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#257. Fyrsta skrefið er....

Fyrsta skrefið í að koma í veg fyrir þessi áform Landsbankans er að skipta út bankaráðinu eins og það leggur sig, þ.e. þeim fulltrúm sem sitja fyrir hönd ríkisins. Þar næst er skipt út bankastjóranum. Ef þetta tvennt dugar ekki til má bara loka þessu batteríi.


mbl.is Kallar áform Landsbankans ögrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#256. Og hvað svo?!

Upplýst hefur verið að karlmaður af erlendum uppruna hafi smitað ungar konur af HIV veirunni hérlendis. En hvað svo? Hversu margar konur er um að ræða og er vitað hverjar þær eru?  Ef fjöldi þeirra er óþekktur, hvernig eiga þessar konur að vita að þær eru (mögulega) smitaðar af HIV? Og hvað með aðra bólfélaga þeirra ef einhverjir eru? Þarf ekki að gefa út meiri upplýsingar og hvetja ungar konur sem mögulega hafa haft samneyti við mann sem lýsingin passar við að hafa samband við sóttvarnalækni?

Hér vantar ítarlegri umfjöllun.


mbl.is Smitaðar af HIV-veirunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#255. Misháir?

Það sem er athyglisvert við þetta atvik er að að flutningabíllinn er að koma út úr göngunum að sunnanverðu og er þar með búinn að aka undir annan bita þegar hann fór inn í þau að norðanverðu. Hvers vegna fór hann ekki á þann bita? Eru þeir misháir frá jörðu?


mbl.is Lá við stórslysi í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#254. Stórfrétt! Banki mátti ekki breyta vöxtum í lánasamningi!

Úrskurður áfrýj­un­ar­nefnd­ar neyt­enda­mála í máli nr. 20/2014 hefur væntanlega fordæmisgildi fyrir aðra samskonar lánasamninga neytenda við fjármálastofnanir. Staðreyndin er nefnilega sú að allir bankar og fjármálastofnanir voru með samskonar ákvæði í lánasamningum við neytendur, en allir nýttu sér ákvæðið sem nú er ólögmætt og breyttu vöxtum að fimm árum liðnum.

Hins vegar vantar í fréttina niðurlag úrskurðarins: "Með vísan til 3.mgr.29.gr. laga nr. 33/2012, sbr. 26. gr. laga nr. 121/1994, er bankanum bannað að breyta vöxtum samkvæmt 4. gr. skilmála lánssamningsins."

Þetta þýðir náttúrulega að vextir eru enn upphaflegir, eða 4,15%, og allar innborganir umfram þá vaxtaprósentu eiga að fara til lækkunar höfuðstóls.

En væntanlega skilur Íslandsbanki ekki niðurstöðuna og mun neytandinn nú þurfa leita til dómstóla til að fá leiðréttingu á ofteknum vöxtum.


mbl.is Íslandsbanki braut gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#253. Öfug mismunun á Keflavíkurflugvelli

Fjármálaráðherra hyggst afnema alla tolla, að tollum á matvöru undanskildum, 1. janúar 2017. Afnám þetta, til viðbótar afnámi tollum á fatnað og skó sem tekur gildi 1. janúar nk., skerðir tekjur ríkissjóðs sem nemur einu RÚV, eða um 6 milljörðum á ári.

Fróðlegt verður að vita hvort þessar breytingar leiðrétta þá mismunun sem íslenskir þegnar búa við í ferðum til landa innan EES, að takmarka heildarverðmæti vara sem fluttar eru inn í landið í farangri ferðamanna við 88.000 kr. Ég hef lengi haft ímugust á þessu takmarki þar sem í því fellst fyrrnefnd mismunun. Takmark þetta þjónar litlum tilgangi og þá aðeins því helst að vernda innlenda kaupmenn og óhóflega álagningu þeirra.

Íslensk yfirvöld setja hámark á virði vöru sem ferðamaður má flytja með sér inn í landið, alls 88.000 kr., og er sama hvort um einn eða fleiri hluti er að ræða. Umfram þessa upphæð þarf að greiða toll og VSK skv. núgildandi íslenskum lögum.

EES samningurinn gefur Íslendingum aðgang að innri markaði Evrópusambandsins. Innan þessa markaðar er frjálst flæði vöru og þjónustu. Þegar neytandi fer á milli landa innan EES, t.d. keyrir heiman að frá sér í Þýskalandi til Danmerkur, kaupir þar einhverja vöru, t.d. sjónvarp og fer svo sömu leið til baka, þarf hann einungis að greiða VSK í Danmörku, af því hann fer sjálfur heim með vöruna. Ef hann fær vöruna senda, þarf þjónustuaðilinn að innheimta VSK í landi neytandans, í þessu tilfelli Þýskalandi, og skila til yfirvalda.

Íslenskir ferðamenn þurfa hins vegar að greiða VSK við innkaupin í þjónustulandinu, og svo aftur í Keflavík ef heildarverðmæti vöru í farangi fer yfir 88.000 kr.

Óformleg fyrirspurn til Eftirlitsstofnunar EFTA varðandi hvort svona hámark væri heimilt skv. EES leiddi í ljós að í þessu tilfelli væri um svokallað öfuga mismunun að ræða sem væri stjórnvöldum væri heimilt að beita þegna sína.


mbl.is Boðar afnám allra tolla 2017
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#252. Þarf að varðveita?

Ég velti fyrir hvort það sé merkur fundur að eitthvað hafi verið grafið upp sem menn vissu vel að væri til staðar. Nefnt er að hafnargarðurinn hafi verið hluti af stærstu og merkilegustu framkvæmd sem landinn hafði ráðist í fram að þeim tíma, hafnargerðinni. En er það svo merkilegt að beri að varðveita og sýna þegar hið sama hefur verið hulið í 75 ár? Þarf að sýna allt gamalt og fornt eða er í lagi að fjarlægja það til að þjóna nútímahagsmunum? Garðurinn þessi hefur jú menningarsögulegt gildi sem hluti af Reykjavíkurhöfn. En Reykjavíkurhöfn hefur breyst og mun áfram breytast.

Hættir eitthvað gamalt einhvern tímann að vera merkilegt? Ætla menn næst að grafa upp steinbryggjuna bara til að sýna hana af því hún er svo merkileg?


mbl.is Hafnargarðurinn verði varðveittur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband