#44. Samskonar úrskurður gegn SP væntanlegur!

Enn eitt dæmið um svikin og prettina sem hafa viðgengist í starfsemi fjármálafyrirtækjanna. Nú er ég ekki búinn að lesa þennan úrskurð. Ég veit hins vegar að Neytendastofa á eftir að birta úrskurð gegn SP vegna innheimtu vaxtaálags af bílaláni/bílasamningi, hvar það er úrskurðað að bannað sé að innheimta slíkt álag ef það er ekki tilgreint í samningi og einnig ef ekki er tilgreint hversu hátt þetta álag er. Spurningin er, ber fjármögnunarfyrirtæki ekki að endurgreiða slíkt vaxtaálag ef það hefur verið innheimt? Ég myndi telja svo sbr. 18.gr. vaxtalaga. En það þarf sjálfsagt að draga slíkt mál í gegnum réttarkerfið til að úrlausn fáist á því. Og áður en dómur fellur í slíku máli verða þessi fyrirtæki farin á hausinn.
mbl.is Ákvæði um vexti brutu gegn lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband