#139. Þetta verður fróðleg niðurstaða....Kemst eignarhald bankanna loksins í dagsljósið?

Eignarhald bankanna hefur oft verið rætt en lítil niðurstaða fengist, alla vega opinberlega. Skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins frá fyrr í sumar eru nýju bankarnir, Arion banki og Íslandsbanki, í eigu eignarhaldsfélaga, sem aftur eru í eigu gömlu bankanna, Kaupþings og Glitnis. Ég veit ekki til að þetta hafi breyst.

Ég hef ítrekað beðið skilanefnd Glitnis um svör hver staða míns litla eignarhluta í Glitni banka er en til þessa hefur ekkert efnislegt svar komið. Fjármálaeftirlitið sagði mér að eignarhluturinn hefði ekki verið yfirtekinn né útþynntur þannig að ég tel að hann sé því enn til staðar. Skv. lögum um fjármálafyrirtæki lýkur skilanefnd fjármálafyrirtækis störfum með því að setja það í gjaldþrotaskipti eða skila því aftur til hluthafa.

Kröfuhafar hafa aldrei tekið yfir þá eignarhluti sem voru skráðir við fall bankanna í október 2008. Gömlu bankarnir eru því að mínu mati enn í eigu hluthafa, ekki kröfuhafa. Allt annað tal er því miður bull.

Nú kemur í ljós hversu vel fjölmiðlar halda vöku sinni þegar niðurstaða er fengin.


mbl.is Vill láta skoða eignarhaldið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband