#250. Landsnúmerið 371 er fyrir Lettland
18.6.2015 | 14:51
Í fréttinni um svindlsímtöl er hermt að númer sem byrja á landsnúmerinu 371 séu frá Litháen. Hið rétta er að slík númer eru frá Lettlandi sem er næsti nágranni Litháen til norðurs. Landsnúmer Litháen er 370.
Þetta er lygilega furðulegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#249. Fabúleringar Gísla Marteins
6.6.2015 | 10:23
Gísli Marteinn Baldursson skrifar pistil á vefsíðu sína, gislimarteinn.tumblr.com, þar sem hann tengir flugslys við Tungubakkaflugvöll á ómaklegan hátt við flug um Reykjavíkurflugvöll í áróðri sínum gegn flugvellinum í Vatnsmýrinni. Fyrirsögn greinarinnar er Áhætta fylgir flugvöllum. Í pistlinum birtir hann myndir þar sem búið er að merkja mögulegan slysstað inn á mynd af Reykjavík, norður af brautarenda 01, með samsvarandi vegalengd og slysstaðurinn var miðað við brautarenda Tungubakkaflugvallar.
Fyrir ofan myndina er þessi texti: "Hér sést hvernig aðstæður hefðu verið ef þetta slys hefði hent við flugvöllinn í Vatnsmýri:"
Við þessa framsetningu er ýmislegt að athuga.
Fyrir það fyrsta er eðlilegt að bíða eftir skýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um slysið, áður en menn fara að fabúlera með þeim hætti sem Gísli Marteinn gerir í pistlinum, og heimfærir málsatvik upp á flug um Reykjavíkurflugvöll, algjörlega að ósekju.
Í öðru lagi sýna myndirnar í pistli GM að vélin fer niður 666m frá brautarenda á Tungubökkum. GM heimfærir þessa vegalengd á brautarenda 01 í Reykjavík og merkir mögulegan slysstað á Sóleyjargötu, nokkurn veginn til móts við Hljómskálann. Svona framsetning er mikil einföldun. Braut 01 í Reykjavík er með flugtaksvegalengd upp á eina 1567m. Flugbrautin á Tungubökkum er hins vegar alls um 500m löng. Heildarvegalengd frá upphafi flugtaksbruns á Tungubökkum að slysstað er um 1200m, miðað við framsetningu GM. Bara þetta eitt sýnir að EF vélin hefði misst afl eftir flugtak á 01 hefði mögulega verið hægt að lenda aftur á braut 01, eða innan flugvallarsvæðisins. Mögulegur slysstaður við Hljómskálann er því hjómið eitt og hugarburður pistilritara.
Í þriðja lagi kveða almennar brottflugsreglur við Reykjavíkurflugvöll svo um að við brottflug skuli klifra á brautarstefnu að brautarenda áður en beygt er á krossvindslegg (AIP Iceland, 22 AUG 2014). Flugmaðurinn greindi sjálfur frá því í sjónvarpsviðtali að hann hefði tekið vinstri beygju eftir flugtak og ætlað að lenda aftur til austurs.
Í fjórða lagi er þessi ímyndaði slysstaður GM um 2200m frá upphafi flugtaksbruns af braut 01,.....
..... á móti 1200m af Tungubökkum.
Án þess að endanleg málstvik flugslyssins liggi fyrir er því vel mögulegt að við brottflug af braut 01, hefði vélin verið í mun meiri hæð yfir Tjörninni heldur en við brottflugið af Tungubökkum. Þar að auki ef flugmaðurinn hefði tekið 180° beygju á svipuðum stað frá flugtakspunkti af braut 01, til að lenda í gagnstæða átt á 19, hefði hugsanlega blasað við honum um 1500m löng flugbraut sem mögulega hefði verið hægt að lenda örugglega á, í stað þess að enda í sjónum.
Umfjöllun Gísla lýsir hinsvegar fáfræði hans um flug um Reykjavíkurflugvöll, og flug almennt, þó hann hafi eitt sinn starfað við pílagrímaflug sem flugþjónn. Flugslysið við Tungubakka er tengt Reykjavíkurfluvelli á ósmekklegan hátt til að þjóna sjónarmiðum GM, og hennar eini tilgangur er að grafa undan tilvist Reykjavíkurflugvallar, eins og öll önnur umfjöllun hans um flugvöllinn.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#248. Er áratugagamall slóði ekki vegur?
2.6.2015 | 15:18
Nú velti ég fyrir mér: Flokkast akstur eftir vegarslóða, sem notast hefur verið við í áratugi og ekki er lokaður sem utanvegaakstur? Ef landeigandi ætlar að banna akstur um land sitt eftir þessum slóða hlýtur hann að þurfa setja hlið eða keðju til að loka slóðanum? Skilti sem minnir á að utanvegaakstur sé bannaður getur ekki talist bann við akstri eftir þessum slóða að mínu mati. NB: Ég geri hér ráð fyrir ferðamaðurinn hafi ekið eftir slóðanum en ekki utan hans enda er það ekki rætt í fréttinni.
Stöðvaði jeppamanninn utan vegar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)