#41. Betur má ef duga skal....
29.7.2010 | 12:58
Við gerð Hvalfjarðarganga voru, að mínu mati, gerð mikil mistök með að hafa ekki aukaakrein, svokallaða klifurrein, upp úr göngunum að sunnanverðu eins og að norðanverðu ætlaða flutningabílum og hægfara farartækjum. 40 tonna flutningabíll fer einungis u.þ.b. 5-10 km hraðar upp úr göngunum að sunnanverðu heldur en norðanmegin. Mesti hraði þessara bíla á leið upp að sunnanverði er ca. 35-40 km. Þetta fer þó aðeins eftir vélarstærð en að að öllu jöfnu er þetta nokkuð nærri lagi. Ég þekki þetta af eigin reynslu eftir akstur flutningabíla þarna í gegn og eftir að hafa ekið á eftir flutningabílum í gegnum göngin.
Varðandi viðbragstíma slökkviliðs og vegalengd til slökkvistöðva má hafa í huga að slökkviliðið á Akranesi er sjálfboðaslökkvilið á meðan slökkvilið höfuðborgarsvæðisins er atvinnuslökkvilið og er líklega miðað við það við úrvinnslu gagna. Hitt ber að hafa í huga að í göngunum er ríkjandi vindátt frá norðri til suðurs, vegna hita bergsins sem aftur hitar loftið, sem stígur svo til suðurs. Líklega hefur einnig að segja að göngin eru einungis með 2 akreinar að sunnanverðu en 3 að norðanverðu þannig að einskonar hárpípueffect leiða til náttúrulegs trekks í gegnum þau til suðurs. Þannig að þó að slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kæmist fyrr á vettvang kæmust þeir ekki niður í göngin vegna reyks sem leggur á móti þeim eins og æfingar hafa sýnt. Sjá viðbragðsáætlun Almannavarna hér.
Að síðustu kemur ekki fram í fréttinni hversu mörg göng af þeim sem voru könnuð voru af ADAC liggja undir sjó eða liggja eins djúpt og Hvalfjarðargöngin gera. Lægsti punktur þeirra er 165 metra undir sjávarmáli og eru þau hvergi lárrétt. Einnig kemur ekki fram í niðurstöðunum hversu löng hin göngin eru. Komi upp eldur í göngunum getur reykur fyllt þau, þannig að erfitt er að komast út á bílum eða snúa þeim við, ef vélar þeirra þá ganga, hvað þá á tveim jafnfljótum. Þurfa Hvalfjarðargöng þar með hugsanlega enn strangari öryggiskröfur en göng í stórborgum Evrópu? Væri eðlilegt að hafa rafmagnsbíl til reiðu við göngin til að nota við björgun fólks?
![]() |
Unnið að því að bæta öryggið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#40. Mikið óvissutímabil framundan........
23.7.2010 | 12:50
Nú hefst óvissutímabil þar til Hæstiréttur hefur kveðið upp úr hvort þessi dómur standi óhaggaður. Þar til þessari óvissu hefur verið eytt er ekki hægt að hlíta þessum dómi frekar en öðrum sem óvissa hefur ríkt um. Endanleg niðurstaða þarf að fást, til að eyða óvissunni, áður en áfram er haldið.
Hvorki Lýsing né SP-Fjármögnun hf., eða aðrir aðilar, geta innheimt gengistryggða bílasamninga út frá þessum úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Til þess er óvissan alltof mikil og óvissa er vafi. Vafa á að túlka neytendum í hag. Línur hafa því síður en svo skýrst í þessari óvissustöðu eins og Kjartan heldur þó fram. En Kjartan er nú vanur að haga seglum eftir vindi í óvissunni við innheimtu lánasamninga SP-Fjármögnunar. Hann gerir ekki neina breytingu á því nú hvað þessa óvissu varðar.
![]() |
SP fagnar niðurstöðu héraðsdóms |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#39. Hæstiréttur á næsta leik!
23.7.2010 | 11:50
Þá er dómur fallinn. Samningsvextir standa ekki óhaggaðir. Nú hef ég ekki lesið dóminn þegar þetta er ritað, en miðað við fréttina virðist dómarinn ekki taka tillit til 36.gr.c. samningalaga þar sem segir að eigi skuli taka tillit til atvika sem síðar komu til, neytanda í óhag. Einnig tekur hann ekki tillit til 14.gr. laga um neytendalán þar sem segir að: "Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar." Innheimta vaxtastigs sem gefur hærra árlegt hlutfall kostnaðar er því óheimilit.
Ég ætla að bíða með frekari lögskýrirngar þar til ég hef lesið dóminn sem væntanlega birtist á vef Héraðsdóms síðar í dag.
![]() |
Samningsvextir standa ekki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)