#38. Hvað gerir dómarinn?

Ég tel næsta öruggt að dómarinn verði við kröfu Lýsingar og setji á verðtryggingu og verðtryggða vexti.

Ástæða: Dómarinn heitir Arnfríður Einarsdóttir og er eiginkona Brynjars Níelssonar formanns Lögmannafélagsins. Brynjar hefur sagt á vef RÚV að lántakendur gengistryggðra lána hafi í raun og veru samið um verðtryggingu og þó sú verðtrygging hafi verið dæmd ólögleg þá útiloki það ekki aðra verðtryggingu á lánunum. Hvað skildi hafa verið rætt yfir borðum á þeirra heimili?

Önnur ástæða er sú að Brynjar þessi er samstarfsaðili Sigurmars K. Albertssonar, lögmanns Lýsingar í málinu. Engu að síður töldu dómsstjóri og Arnfríður sjálf, hana hæfa til að dæma í málinu. Siðleysið við þetta er algjört, að metnaður Héraðsdóms skuli ekki vera meiri að bjóða upp á að hæfi dómara sé hafið yfir allan vafa í svona miklu réttlætismáli.

Ég sé þó eina smá ljósstýru i myrkrinu sem gæti gefið aðra niðurstöðu. Jón Finnbjörnsson, héraðsdómari, sagði í viðtali við DV að óhjákvæmilegt væri að líta til vilja löggjafans við túlkun vaxtalaganna og niðurstaðan væri því að grundvöllur verðtryggingar samkvæmt ákvæðum um samninga um gengistryggingu væri í andstöðu við lög. Hann telur því ekki heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar, en Jón þessi dæmdi svo í máli NBI gegn Þráni ehf. þ. 30. apríl sl. Hvert fordæmisgildi þessa dóms er veit ég ekki enda leggur lögmaður Lýsingar upp með forsendubrest í þessu máli. Forsendubrest sem Lýsing hefur fram til þessa hafnað að hafi átt sér stað.

Einnig segir í samningalögum að samningur skuli gilda ef neytandi krefst þess. Nú veit ég ekki hver krafa málsaðila fyrir dómi var en þessi 2 síðastnefndu atriði gætu gefið aðra niðurstöðu en ég lagði af stað með í upphafi. Þó leyfi ég mér að efast að svo verði.


mbl.is Öruggt að dómi verði áfrýjað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#37. Unnu FME og SÍ ekki heimavinnuna sína eftir allt?

Hversvegna þurfa eftirlitsstofnanir aukafrest til að skýra málatilbúnað sinn vegna tilmælanna?  Voru lögfræðingar FME og Seðlabankans ekki búnir að fara yfir málið áður en tilmælin voru samin?  Eru sem sagt ekki til lögfæðiálit inni í þessum stofnunum sem hægt er að senda strax til Umboðsmanns Alþingis?  Þetta er alveg dæmalaust rugl orðið!  

Gunnar Andersen sagði á blaðamannafundi vegna kynningar tilmælanna "að Fjármálaeftirlitið hefur lagt áherslu á að bregðast við aðstæðum á grunni faglegs mats á stöðunni.Varð það faglega mat einungis á hagfræðilegum grunni byggt? 

Arnór Sighvatsson sagði á sama blaðamannafundi að "þótt aðferðin sem lög mæla fyrir um að mati eftirlitsstofnana sé ekki eins hagstæð lántakendum sem tekið hafa gengistryggð lán og ef upphaflegir erlendir vextir samninganna stæðu óbreyttir, eins og sumir hafa gert kröfu um, þá mun staða þeirra eftir sem áður batna umtalsvert samanborið við óbreytt gengistryggingarákvæði."  Í hvaða heimi er maðurinn?  Gengistryggingarákvæðið var dæmt ólögmætt og á ekki að vera nefnt í þessu sambandi.  Við mat á stöðunni á að skoða lagalegan rétt málsaðila og ekkert annað.  Það á ekki að fara í samanburð á málsatvikum og velja hagstæðustu lausnina fyrir fyrirtækin með eitthvað sanngirnissjónarmið í huga.

Ræður þessara manna á blaðamannafundinum bera þess merki að einungis var tekið mið af hagfræðilegum rökum við gerð tilmælanna en heildarmyndin var ekki skoðuð með tilliti til lagalegs réttar neytend.  Þesar eftirlitsstofnanir brugðust skyldu sinni um árabil og ekki er verið að gera neina bragabót á vinnubrögðum þar á bæ.

Að mínu mati á Umboðsmaður Alþingis ekki að gefa frest enda á ekki að vera nein þörf á slíkum fresti.  Stofnanirnar héldu því fram að lögfræðingar hefðu þegar gefið sitt álit og á því hefði verið byggt við gerð tilmælanna.  Þar með ætti að vera einfalt og fljótlegt að afhenda Umboðsmanni þessi gögn til yfirferðar.  En nú er greinilega annað að koma á daginn.


mbl.is FME og Seðlabanki vilja frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#36. .....og svona svaraði Tryggvi Þór mínum spurningum:

Í gær sendi ég Tryggva Þór Herbertssyni tölvupóst með 4 spurningum vegna ummæla á Pressunni í gær, 14 júlí um afskriftir NBI á lánum SP-Fjármögnunar hf.  Hann svaraði að bragði með eftirfarandi í dag 15. júlí:

„Sæll Finnur  (innsk: ég heiti sko Erlingur.....einhver smá ruglingur hjá félaganum Smile )

1. Hvaðan eru þessar upplýsingar komnar?

Það hefur verið greint frá þessu í fjölmiðlum

2. Hvenær voru þessar afskriftir NBI leiddar inn í SP-Fjármögnun hf.?

Það var síðasta vor eins og fram hefur komið í fjölmiðlum

3. Hversu háar voru þessar afskriftir í prósentum annars vegar og krónum hins vegar?

Er ekki með þetta á takteinum

4. Koma þessar upplýsingar einhvers staðar fram í gögnum aðgengilegum almenningi með auðveldum hætti?

Ekki umfram það sem greint hefur verið frá opinberlega.

Kveðja Tryggvi Þór"

 

Ég sendi honum svar.  Benti honum á nafnaruglið og bað um að hann benti mér á dæmi um slíkan fréttaflutning þar sem slíkt hefði farið fram hjá mér.  Fékk eftirfarandi:

„Afsakaðu Erlingur nafnaruglið

Það liggur algjörlega fyrir SP var endurfjármagnað með því að NBI afskrifaði/felldi niður hluta lána sem voru á milli fyrirtækjanna. Ef þú efast um þessa fullyrðingu mína bendi ég þér á að hafa samband við SP og fá staðfestingu á þessu.

Kveðja

Tryggvi"

Þannig að núna hef ég sent fyrirspurn á Kjartan Georg Gunnarsson vegna þessarar ábendingar og bíð svara hans.  Svörin verða birt hér á blogginu ef og þegar þau berast.  Vonandi verður ekki löng bið á því.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband