#35. Afskriftir SP-Fjármögnunar hf.
15.7.2010 | 00:19
Ég hef því sent Tryggva fyrirspurn um hvaðan hann hafi þessar upplýsingar, hvenær þessi gjörningur hafi farið fram og hversu miklar afskriftirnar hafi verið. Ég bind vonir við að Tryggvi svari þessari litlu fyrirspurn fljótt og örugglega enda ekki flókin að umfangi.
Fréttina á Pressunni má nálgast hér.
![]() |
Skuldabréf Aska tryggð með ábyrgð ríkissjóðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#34. FME og SÍ brjóta almenn hegningarlög
30.6.2010 | 11:23
Lesið eftirfarandi greinar almennra hegningarlaga og dæmi nú hver fyrir sig:
"248. gr. Ef maður kemur öðrum manni til að hafast eitthvað að eða láta eitthvað ógert með því á ólögmætan hátt að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd hans um einhver atvik, og hefur þannig fé af honum eða öðrum, þá varðar það fangelsi allt að 6 árum."
Og ef forsvarsmenn fjármálafyrirtækjanna fara eftir þessum tilmælum brjóta þeir þessa grein hegningarlaga:
"249. gr. Ef maður, sem fengið hefur aðstöðu til þess að gera eitthvað, sem annar maður verður bundinn við, eða hefur fjárreiður fyrir aðra á hendi, misnotar þessa aðstöðu sína, þá varðar það fangelsi allt að 2 árum, og má þyngja refsinguna, ef mjög miklar sakir eru, allt að 6 ára fangelsi."
Ég held það sé kominn tími til að neytendur labbi til Ríkislögreglustjóra.
![]() |
Í þágu almannahagsmuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
#33. Lánafyrirtæki mega ekki innheimta annað vaxtastig
30.6.2010 | 11:17
14. gr. laganna segir að: "Séu ekki veittar upplýsingar um lántökukostnað sem greinir í 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. skal neytandi greiða höfuðstól og ársvexti af honum sem samsvara vöxtum af almennum skuldabréfum samkvæmt auglýsingu Seðlabanka Íslands.
Ef lántökukostnaður er tilgreindur í samræmi við 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. er lánveitanda eigi heimilt að krefjast frekari lántökukostnaðar. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sem um getur í 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð getur lánveitandi ekki krafist hærri lántökukostnaðar."
Lántökukostnaður er skilgreindur í lánasamningi með framsetningu árlegrar hlutfallstölu kostnaðar skv. tilskipunum Evrópusambandsins. Lánafyrirtækin geta ekki farið eftir tilmælum FME og Seðlabankans því þá brjóta þau lög um neytendalán.
En það væri víst ekki í fyrsta sinn sem þau brjóta landslög.
![]() |
Miða við lægstu vexti á hverjum tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)