#208. Vantar nákvæmari lýsingu á lokunum.
19.8.2014 | 19:19
Það er svolítið merkilegt hversu orðalag er almennt í tilkynningu Almannavarna um lokunina. Lokun svæðisins er ekki lýst nákvæmlega né er hún sýnd á korti. Samt er sagt að búið sé að loka leiðum inn á svæði.
Ef staðan er skoðuð á vef Vegagerðarinnar sést að hægt er að aka alla leiðina að Kverkfjöllum inn undir Vatnajökull norðanverðan, og leiðin sögð greiðfær fjórhjóladrifnum bílum. Eru þetta sömu upplýsingar og Almannavarnir gefa út?
Mjög auðvelt væri að tilgreina hvar lokun gildir, fyrir hvaða leiðir og tilgreina veganúmer þeirra leiða sem við á svo hægt væri að átta sig á hvar lokunin gildir.
Mikið væri gott ef hægt væri að ganga úr skugga um að þessum tveimur stofnunum beri saman um opnanir vega.
Rýma hálendið norðan Dyngjujökuls | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#207. Friðargæslulið á slysstað.
21.7.2014 | 12:26
Öllum er ljóst hversu mikilvægt það er að rannsakendur fái aðgang að slysstað til að rannsaka tildrög flugslysa. Heft aðgengi bendir til að verið sé að hylma yfir hvað raunverulega gerðist. Fréttamönnum hafa verið rétt skilríki, veski og aðrir persónulegir munir farþeganna, því enginn virðist vita hvað geri eigi við þá, og hvernig eigi að halda utan um slysstaðinn. Á svæðinu virðist því ríkja lítil stjórn.
Búið er að flytja líkamsleifar sumra fórnarlamba um borð í lestarvagna, en samkvæmt fréttum BBC eru þeir ekki kældir, og ennfremur eru þeir enn á slysstað en ekki á leið með líkamsleifarnar í kæligeymslur, og lítil merki um að það sé að breytast. Nú, 4 dögum eftir að vélin fór niður, töldu fréttamenn BBC alla vega 27 lík sem ekki höfðu verið sótt í flakið og flutt um borð í vagnana. Það verður líklega meiri háttar mál að bera kennsl á líkin og koma þeim til ættingja til greftrunar.
Um leið og eftirlitsmönnum ÖSE var vísað af slysstað hefði líklega átti að senda inn friðargæsluliða SÞ til að tryggja vettvang. En þar sem slíkt þarf að fara fyrir öryggisráð SÞ eru sennilega litlar líkur á að það hefði gengið eftir með Rússa í ráðinu og neitunarvald þeirra.
Reyna að bera kennsl á líkin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 12:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#206. Eins og karlinn sagði......
15.7.2014 | 21:22
Ég hef lengi bent hér á blogginu á ákvæði 14. gr. neytendalánalaga frá 1994 um árlega hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnað sem segir að lánveitanda sé óheimilt að krefja neytanda um greiðslu vaxta eða annars lántökukostnaðar ef þeir eru ekki tilgreindir í lánasamningi og hef bent lögfræðingum á þetta ákvæði vegna gengistryggðra lánasamninga en talað fyrir daufum eyrum til þessa. Það er gott ef lagaspekingar eru nú farnir að líta til þessarar lagagreinar vegna innheimtu neytendalána. Ég hef þá kannski haft nokkuð til míns máls í allan þennan tíma.
Hafi árleg hlutfallstala kostnaðar verið kynnt við lántöku, sem og heildarlántökukostnaður lánsins, tel ég að það sé takmarkandi við innheimtu sama samnings, hvort sem hann er verðtryggður eða gengistryggður. Þess vegna eigi aldrei að endurreikna gengistryggða lánasamninga heldur greiða þá heildarendurgreiðslu sem kynnt er í greiðsluáætlun sem fylgdi lánssamningi.
Ég tel það vera einkennilega röksemd að Hæstiréttur eigi undankomuleið í þriðju málsgrein sömu lagareinar ef sýna má fram á að ef neytanda hafi verið ljóst hver lántökukostnaður átti að vera megi rukka hann um verðtryggingu. Til að slík röksemd gangi upp þarf að sýna að neytandi hafi fengið upplýsingar um heildarlántökukostnað og árlega hlutfallstölu kostnaðar, sem lagðar voru fram í greiðsluáætlun og oftast byggði á 0% verðbólgu! Þannig að ekki var gert ráð fyrir henni við samningsgerð, og því ekki hægt að innheimta hana að mínu mati.
En tel hins vegar að undankomuleiðin, ef hún þá er til staðar, geti frekar legið í 12.gr. sem segir að ef lánssamningur heimilar verðtryggingu eða breytingu á vöxtum eða öðrum gjöldum sem teljast hluti árlegrar hlutfallstölu kostnaðar, en ekki er unnt að meta hverju nemi á þeim tíma sem útreikningur er gerður, skal reikna út árlega hlutfallstölu kostnaðar miðað við þá forsendu að verðlag, vextir og önnur gjöld verði óbreytt til loka lánstímans. Þar með hefði þannig ávallt átt að miða við þáverandi verðbólgu við lántöku, en ekki 0% verðbólgu. En þar sem oftast var miðað við 0% verðbólgu er sú undankoma líklega heldur ekki til staðar.
En eins og karlinn sagði um árið: "You aint seen nothing yet!"
Í andstöðu við hagsmuni stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)