Færsluflokkur: Fréttir
#203. Hræðsluáróður
7.7.2014 | 11:09
En gerir Lýsing lítið úr niðurstöðum dómstóla og telur fordæmisgildi héraðsdóms í síðustu viku lítið. Gamli fréttamaðurinn og spunameistari Lýsingar, Þór Jónsson, bendir á að Lýsing hafi unnið fimmtán gengistryggingarmál fyrir Hæstarétti frá 2012. Stutt leit á vef Hæstaréttar fyrir tímabilið 1.janúar 2012 til dagsins í dag, 7. júlí, gaf hins vegar einungis 5 mál vegna gengistryggingar þar sem Lýsing var málsaðili, þarf af 4 gegn lögaðilum. Vel má vera að þau séu fleiri en ég nennti ekki að eyða tíma í að leita nánar, satt að segja.
Ég hef nokkrum sinnum bent á hér á blogginu að ég telji neytendur eiga betri rétt en lögaðilar vegna bíla-og tækjafjármögnunarsamninga vegna ákvæða neytendalánalaga og ætla ekki að rekja það aftur hér. Er búinn að fá algert ógeð á þessu fyrirtæki, og er ekki einu sinni viðskiptavinur! Lauk mínum viðskiptum við það árið 2002 ef ég man rétt, og er ekki á leiðinni til þeirra aftur þó að þau viðskipti hafi verið snurðulaus á sínum tíma.
Dómari í málunum í síðustu viku var Skúli Magnússon, fyrrum ritari við EFTA dómstólinn. Í niðurstöðu sinni bendir hann á að þegar neytendur greiða samning upp fyrir lok samningstíma eiga þeir rétt á lækkun lántökukostnaðar, sbr. ákvæði neytendalánalaga nr. 121/1994, sjá 16.gr. sömu laga. Líklega á þetta ákvæði við mikinn fjölda lánasamninga Lýsingar við venjulega neytendur.
Þess vegna ætti fólk að vera alveg óhrætt að hjóla í Lýsingu vegna lánasamninga og því fyrr því betra, því ég er undrandi á að fyrirtækið sé hreinlega rekstrarhæft, hvað þá að það verði að þegar öllum þessum málum verður lokið. Fyrstir koma fyrstir fá!
Krefja Lýsingu um neikvæða vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
#202. Til hamingju, en....?
2.7.2014 | 16:55
Lýsing tapaði tveimur málum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#201. Icelandair mun líklega tapa tugum milljóna á næstu 6 dögum!
23.6.2014 | 10:47
Franskir flugumferðarstjórar hafa boðað 6 daga verkfall frá og með 0400UTC á morgun 24. júní til 30. júní. Mörgum flugum til og frá Frakklandi mun verða aflýst og óþægindi almennings verða mikil, enda mikil óvissa uppi og getur verkfallið haft áhrif á önnur flug sem þurfa að fljúga yfir Frakkland á tímabilinu, sem og fjölda annarra fluga innan Evrópu. Samskonar aðgerðir flugumferðarstjóra á síðasta ári leiddu til þess að allt að 1.800 flugum var aflýst á degi hverjum með tilheyrandi óþægindum fyrir almenna farþega og efnahagslegu tjóni.
EasyJet býst við að verkfallið muni hafa áhrif á um 70 prósent af þeim 1.400 flugum sem félagið er með á áætlun á degi hverjum um alla Evrópu.
Þá er ótalin áhrif á aðra flugrekendur, t.d. Ryanair, British Airways, KLM/Air France, Lutfhansa og að sjálfsögðu Icelandair.
Tjón Icelandair af þessu verkfalli í Frakklandi mun líklega skipta tugum milljóna. Því má búast við að SA og íslenska ríkisstjórnin muni biðla til franskra yfirvalda, og jafnvel ESB, að setja lög á þetta verkfall flugumferðarstjóra í ljósi almannahagsmuna og til að forða efnahagslegu tjóni, enda alveg ófært að launþegar fái að skaða efnahagslífið með þessum hætti.
Verkföll kostuðu 400 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#200. Borgarverkfræðingar á sandölum?
21.6.2014 | 22:39
Einkennilegt hversu erfitt það getur verið árið 2014 að hanna götu sem hentar þeim farartækjum sem um hana eiga að fara. Það er frekar ódýrt að skella skuldinni á verktakann ef mistök eiga sér stað við framkvæmdir. Er ekkert eftirlit með framkvæmdum hjá borginni?
Þá er vert að staldra við ef strætó kemst illa um götuna í dag, að sumri til og mjókka þarf umferðareyjar um 10 cm til að liðka fyrir þeim, hvernig eiga saltbílar borgarinnar að geta athafnað sig við snjóhreinsun á sömu götu þegar vetrar með yfir 3 metra snjótönn framan á bílnum? Það verður fróðlegt að sjá hvernig gengur að hreinsa götuna á veturna og ekki síður þegar frystir og þiðnar á víxl og snjóruðningarnir safnast upp og gefa ekkert eftir. Og hvernig á strætó þá að komast um?
Of brattar vegna mistaka verktaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#199. Er hann hissa?
21.6.2014 | 17:47
Steinþór Pálsson ræðir um árásir viðskiptavina á starfsfólk bankans og hann sjálfan í viðtalinu við Huffington Post. Hann sér þó ekki ástæðu til að minnast á óbilgirni og yfirgang Landsbankans við innheimtuaðgerðir hjá viðskiptavinum og gildir þá einu hvort haldið hefur verið uppi mótbárum um réttmæti aðgerðanna, sem margar voru framkvæmdar í skjóli myrkurs. Öllum mótbárum mínum hefur alltaf verið vísað á bug, þar til dómstólar staðfesta þær. Og svei attann að beðist sé afsökunar á framgöngunni.
Hann minnist ekki á að bankinn hafi tapað mörgum dómsmálum um lögmæti lánasamninga við vipskiptavini. Hann minnist ekki á að bankinn hafi ekki haldið áfram með prófmál sem voru sérvalin til að skera úr um lögmæti þeirra samninga sem eftir stóðu. Hann minnist ekki á að bankinn taki aldrei mark á rökstuddum mótbárum viðskiptavina heldur keyri alla í dómsmál til að fá skorið úr um ágreininginn.
Ég spyr bara er hann hissa á að fólk missi stjórn á sér og mæti við hús hans? Ber hann ekki ábyrgð á framgöngu bankans vegna ólögmætra innheimtuaðgerða þar sem fókl hefur verið svipt eigum sínum?
Nei annars, hvernig læt ég! Það ber víst enginn ábyrgð á Íslandi þegar illa gengur, bara þegar fjárhagslegur ávinningur er mögulegur, þá vilja menn ólmir berja sér á brjóst og fá sitt í veskið. Ég bíð óþreyjufullur eftir að geta lokið samskiptum mínum við Landsbankann.
Ráðist á starfsfólk Landsbankans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#198. Óforsvaranlegt
14.5.2014 | 16:08
Virðing ríkisstjórnar fyrir mannréttindum er engin þegar forsvaranlegt er talið að setja lög á vinnudeilur í einkageiranum. Það væri fróðlegt að sjá hver viðbrögð stjórnvalda yrðu ef flugmenn Icelandair, allir sem einn, taka sig saman og hundsa lagasetninguna. Hver yrði refsingin?
Svo má ekki gleyma því að flugfreyjur eru líka búnar að boða verkfall. Þeirra aðgerðir verða væntanlega slegnar af áður en þær byrja.
Almannahagsmunir geta ekki verið rök fyrir lagasetningunni því hægt er að ferðast frá landinu með öðrum flugfélögum. Ef rökin eru að tryggja þurfi nægjanlegt framboð flugsæta til og frá landinu vegna almannahagsmuna má alveg eins nota þau rök fyrir því að WOWair fái úthlutað þeim afgreiðslutímum sem félagið óskar til að auka við sætaframboð til Bandaríkjanna.
Ég bíð spenntur að sjá rökstuðning ríkisstjórnarinnar og hvort sá rökstuðningur muni nýtast WOWair í áfrýjunarmáli þeirra vegna afgreiðslutíma í Keflavík
Lög verða sett á flugmenn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
197. Átti hönnun stjórntækjanna þátt í slysinu?
13.5.2014 | 23:37
Nú er alltaf auðvelt að vera vitur eftirá en ég hef lengi velt fyrir mér hvort mögulega hefði verið hægt að afstýra slysinu ef hönnun stjórntækja vélarinnar hefði verið hefðbundin, eins og er t.d. á Boeing, í stað stýripinna eins og Airbus er með. Það sem ég á við er, að þegar farið er yfir samtöl flugmannanna kemur fram að vélinni hafði verið haldið í max nose-up stöðu í nokkurn tíma til að reyna hægja á henni áður en hún lendir í hafinu. Það sem flugmennirnir áttuðu sig ekki á er að á sama tíma var vélin að hrapa, einmitt vegna þess að nefið var of hátt miðað við flugstefnu.
Til að halda nefi flugvélar uppi þarf að halda stýrinu aftur, eða eins og á Airbus gefa reglulega merki að lyfta nefinu. Á Airbus hreyfist stýripinni ekkert hjá flugmanninum sem ekki er að gefa merki. Hann helst í hlutlausri stöðu. Ef hönnun stjórntækja hefði verið hefðbundin, eins og t.d. á Boeing, hefðu bæði stýrin hreyfst jafnt, þ.e. bæði stýri flugstjóra og flugmanns hreyfast með sama hætti og jafnt í allar áttir, óháð því hver heldur um stýrin. Ef sá flugmaður sem ekki var með stjórn, þ.e. non-flying, hefði orðið var við að stýrinu væri haldið aftur í langan tíma, getur verið að þeirri hugsun hefði slegið í huga hans að taka stjórnina og ýta þeim fram til að bregast við ástandinu? Ég held að engum flugmanni þyki það eðlilegt að halda stýrunum í maganum í tæpar 3 mínútur sem er nákvæmlega það sem var gert á sama tíma og vélin hríðlækkaði flugið. Þó kemur fram í samtölum flugmannanna að láta vélina ekki klifra, og einnig að nefið var lækkað í mjög stutta stund, en villandi boð frá hraðamælunum um of mikinn hraða kölluðu fram sömu viðbrögð og áður að halda nefinu uppi.
Í blindflugsnámi er flugmönnum kennt að skanna mælitæki reglulega og útiloka þá mæla sem mögulega eru bilaðir eða gefa villandi boð. Það er þó meira en að segja það að hætta treysta á mælitæki fullkominnar farþegavélar í kolniðamyrkri og vondu veðri úti á reginhafi og fljúga þess í stað "pitch and power", eins og kallað er, með látlaust áreiti frá aðvörunarbjöllum og villuboðum frá tölvuskjánum.
Eftir stutta athugun á lokaskýrslu flugslysanefndarinnar frönsku, fann ég enga umfjöllun um hönnun stjórntækja vélarinnar og mögulegan þátt slíkrar hönnunar í slysinu, og því ekkert hægt að segja hvort þetta atriði hafi komið á borð hennar við rannsóknina. En spurningin er áleitin og ég velti þessu atriði fyrst fram í athugasemd við bloggfærslu Ómars Ragnarssonar um slysið í nóvember 2011, rúmu hálfu ári áður en lokaskýrsla frönsku flugslysanefndarinnar var gefin út.
Við leit á vefnum eftir að hafa skrifað þessa færslu fann ég videó á Youtube þar sem Chesley Sullenberger flugstjóri fer yfir slysið og ræðir þessi atriði sem ég nefni hér að ofan varðandi hönnun stjórntækjanna. Sullenberger er frægur fyrir að nauðlenda Airbus 320 vél giftusamlega í Hudson fljótinu eftir að drepist hafði á báðum hreyflum vélarinnar.
Flugvélin hrapaði vegna mistaka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 14.5.2014 kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#196. Vita upp á sig skömmina!
6.5.2014 | 09:13
Það er greinilegt að stjórnendur Lýsingar vita upp á sig skömmina hvað varðar uppgjör lánasamninga viðskiptavina fyrirtækisins þegar þeir ná fram svona ákvæði í lánasamningum. Nú eiga allir viðskiptavinir Lýsingar að hafa samband við lögfræðing til að sækja rétt sinn og lýsa kröfu á fyrirtækið sem nemur upphæð þeirra greiðslna sem innheimtar hafa verið og eru umfram upphaflega tilgreindan heildarlántökukostnað.
Leitið réttar ykkar!
Skuldir Lýsingar færðar niður við áföll | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#194. Sér er nú hver vitleysan!
25.4.2014 | 10:34
Í fréttinni er eftirfarandi fullyrðing:
"Óttast var að ef jaki brotnaði frá jöklinum myndi það hækka yfirborð sjávar."
Þetta er náttúrulega rakið bull og vitleysa. Ís frá jökli sem þegar er kominn í sjó fram hækkar ekkert yfirborð sjávar þó hann brotni frá jöklinum. Sjávarstaða helst algjörlega óbreytt. Ennfremur breytist sjávarstaða ekkert, svo merkjanlegt sé, þó að jakinn bráðni því vatn þenst út við að frjósa og við bráðnun jakans lækkar því sjávarstaða ef eitthvað. Munurinn er þó svo lítill að enginn verður var við það. Hvað sjávarstöðu varðar er það því í raun hið besta mál að jakinn hafi brotnað frá. Hann bráðnar þá fyrr.
Þessi frétt er bara eitt dæmið um áróðursmaskínu loftslagsvísinda og spilað er á fávísi almennings.
Ísjaki á stærð við Chicago | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
#193. Hverjir eiga í raun gömlu bankana?
23.4.2014 | 09:50
Það er alltaf skoplegt að sjá umræðu um að erlendir kröfuhafar eigi Íslandsbanka og Arion banka. Reyndin er sú að Glitnir og Kaupþing eiga þá, og þessi hlutafélög eru enn í eigu hluthafa, en er einungis stýrt af slitastjórn í umboði FME.
Í lögum um fjármálafyrirtæki segir í 103.gr.a.:
[103. gr. a. Lok slitameðferðar.Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort:
1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda 1)
Ljúka má slitameðferð samkvæmt því sem segir í 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna ef þeir kröfuhafar sem hafa ekki enn fengið fullnustu samþykkja það.
......
(Feitletranir eru mínar.)
Verði raunin sú að að erlendir kröfuhafar gangi að nauðasamningum eins og þeim sem lýst er í fréttinni, þ.e. greiðar 354 krónur fyrir eina evru, fara bankarnir líklega ekki í gjaldþrot. Ef slitameðferð lýkur með nauðasamningum fá hluthafar félögin aftur í hendur og menn eins og Sigurður Einarsson, Hreiðar Már og Jón Ásgeir eru aftur komnir með banka í hendurnar, vegna þess að enginn erlendur aðili hefur tekið yfir eignarhlut í fjármálafyritæki eftir hrun vegna þess að hann sé kröfuhafi. Fyrir því eru ekki lagaheimildir. Hlutafé Glitnis eða Kaupþings hefur ekki verið fyrnt eða aukið þannig að formlegt eignarhald hafi færst á erlenda kröfuhafa. Þeir hafa engin hlutabréf undir höndum. Fjármálaeftirlitið tók einungis yfir vald hluthafafundar og enginn hluthafi sem átti hlut í Glitni eða Kaupþingi fyrir hrun hefur tapað hlut sínum, sem þó á þessu stigi er verðlaus eðli málsinis samkvæmt. Handhafi hlutabréfs á því enn hlut í þeim sem hllutabréfinu nemur. Ef Glitnir og Kaupþing fara ekki í gjaldþrotameðferð, ber annað hvort að láta þau aftur í hendur hluthafa, ekki erlendra kröfuhafa, eða slíta þeim og greiða út hlutafjáreign til hluthafa í hlutfalli við eignarhlut með þeim eignum sem standa eftir nauðasamninga, ef einhverjar eru.
Það sætir furðu minni að ríkisskattstjóri forskrái ekki á skattaskýrslu hlut í almenningshlutafélagi sem er í fullum rekstri, þó hluturinn sér verðlaus, né geri athugasemdir ef hluthafi tilgreinir ekki slíkan hlut.
Er nema von að ég spyrji: Hverjir eiga í raun gömlu bankana?
Selji gjaldeyriseignir á 354 krónur gegn evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)