Höfundur
Erlingur Alfreð Jónsson
Þrjóskur, þver, þversum en um leið sanngjarn. Tekur rökum en ekki endilega sönsum. Hafnar rökleysu, þvætingi, bulli, yfirgangi, frekju, óheiðarleika, lygum. Vill ekki kynnast lygurum, frekjum, fávitum og vitleysingum. Tjáir skoðanir sínar hér á mönnum og málefnum sem ekki endilega eru þær réttu en eiga þó rétt á sér. Er leikmaður, ólöglærður, en reynir að byggja málflutning á staðreyndum. Ætlar ekki að opna Facebook síðu. Allar fullyrðingar settar fram af mér á þessari síðu eru mínar sjálfstæðu skoðanir og túlkanir eftir skoðun á málefninu. Þær þurfa ekki að vera réttar en þó er reynt að móta þær af staðreyndum mála.
Var sá 3,781,074,142 á lífi við fæðingu og númer 77,970,589,398 frá upphafi vega.
Eldri færslur
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
#124. Vafasamt vinnulag?
27.7.2011 | 23:43
Ég velti fyrir mér hvort það sé beinlínis löglegt að tala ökumann, erlendan ferðamann sem innlendan, inn á það að greiða sekt á staðnum? Er þetta réttlát málsmeðferð? Stenst þetta ákvæði laga um þrískiptingu valdsins? Eru lögreglumenn ekki þarna í hlutverki rannsakenda, ákærenda og dómara?
Ef maðurinn vill ekki borga við fyrsta boð á lögreglan að setja málið í annan farveg. Þá er málið rannsakað, hugsanlega gefin út ákæra og dæmt í málinu. Nú veit ég ekkert hvort er betra fyrir þann sem er tekinn fyrir hraðaksturinn, að borga eða mótmæla.
En mér finnst þetta svolítið skrýtið framferði.
Vildi ekki borga út af Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Skjöl
- Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar Almennir samningsskilmálar bílasamnings SP-Fjármögnunar. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og það skoða með Adobe Reader. Afsakið hvað það er óskýrt.
- Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða Auglýsingabæklingur SP um fjármögnun bifreiða. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader
- Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 Ársreikningur SP - Fjármögnunar hf 2007 með litmmerktum texta og mínum athugasemdum.
- Ársreikningur SP 2008 Ársreikningr SP-Fjármögnunar hf. fyrir árið 2008
- Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja Dreifibréf FME til fjármálafyrirtækja vegna setningu laga nr. 161/2002
- Grein í MBL um stjórnarskrárbrot Grein í BML um stjórnarskrárbrot í 8.gr. almennra samningsskilmála bílasamnings SP-Fjármögnunar hf.
- Lög um neytendalán nr. 121/1994 Lög um neytendalán með áherslum vegna hugleiðinga um bílalán
- Orðasafn starfsmanna fjármálafyrirtækja Orð og hugtök um viðfangsefni starfsmanna fjármálafyrirtækja
- Svar Avant til FME Svar Avant við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Íslandsbanka Fjármögnunar til FME Svar Íslandsbanka Fjármögnunar við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar Lýsingar til FME Svar Lýsingar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Svar SP-Fjármögnunar hf. til FME Svar SP-Fjármögnunar hf. við upplýsingabeiðni Fjármálaeftirlitsins vegna uppgjörs í kjölfar riftunar samnings.
- Tilkynning SP til FME í maí 2003 Tilkynning SP til FME í maí 2003 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2004 Tilkynning SP til FME í júlí 2004 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2005 Tilkynning SP til FME í janúar 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í júlí 2005 Tilkynning SP til FME í júlí 2005 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilkynning SP til FME í janúar 2006 Tilkynning SP til FME í janúar 2006 um starfsleyfiskylda starfsemi sína
- Tilskipun ESB um neytendavernd og óréttmæta viðskiptahætti Tilskipun ESB með áherslum á athyglisverð ákvæði sem athuga má með bílalán í huga
- Tilskipun ESB um samræmingu á lögum og stjórnsýslufyrirmælum aðildarríkjanna varðandi neytendalán
- Yfirlit allra starfsleyfa lánastofnana Heildaryfirlit starfsleyfa lánastofnana af vef FME. Ég mæli með að skjali sé hlaðið niður og skoða með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Avant frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Avant frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis Lýsingar frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi Lýsingar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
- Yfirlit starfsleyfis SP-Fjármögnunar hf. frá 2007 Yfirlit á starfsleyfi SP-Fjarmögnunar frá 2007, skv. skjali af vef FME. Ég mæli með að skjalinu sé hlaðið niður og skoðað með Adobe Reader.
Ýmsir
- Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 Dómur Evrópudómstólsins nr. C-76/10 þar sem lántökukostnaður á neytendaláni var felldur niður þar sem árlega hlutfallstölu vantaði.
- Frétt Eyjunnar um tæknilegt gjaldþrot SP Frétt Eyjunnar 6.júlí 2010 um tæknilegt gjaldþrot SP í árslok 2008
- Frétt Stöðvar 2 um myntkörfulán SP. Frétt Stöðvar 2 þ. 6. apríl 2010 um myntkörfulán SP.
- IFRI - Tillögur um úrbætur á fjármálakerfi Íslands. IFRI er hópur áhugamanna um breytingar og umbætur á núverandi peninga- og fjármálakerfi
- Samantekt vegna umræðu um gengistryggð lán Samantekt af svipan.is á umræðu um gengistryggð lán
- Topplistinn Listi yfir vefsíður
- Vefur SP-Fjármögnunar Vefur SP-Fjármögnunar hf.
Færsluflokkar
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Góð athugasemd!
Ómar Bjarki Smárason, 28.7.2011 kl. 00:28
Ég held að þetta sé gert við alla ökumenn með erlent ríkisfang (hérlendis sem erlendis, allavegana á mörgun stöðum), þar sem ríkið getur lítið fylgt eftir kröfunni erlendis.
Þrátt fyrir að viðkomandi er búinn að borga sektina þá er ekkert sem stoppar hann til að kæra og fá hana endurgreidda.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 28.7.2011 kl. 02:13
Getur ekki verið að lögreglan hafi einmitt bent honum á í hvaða farveg málið færi ef hann neitaði að greiða sektina? Þar með hafi hann fallist á að greiða hana ella þurft að sæta farbanni.
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 03:56
Jú það getur vel verið Haraldur að svo hafi verið gert. En er það eðlilegt vinnulag?
Ég leyfi mér reyndar að efast um að farið væri fram á farbann vegna hraðkstursbrots sem þessa en þó er aldrei að vita.
Spurningin er fyrst og fremst hvort að eðlilegt sé á grundvelli þrískiptingar valdsins að lögreglan rannsaki brot, ákæri fyrir það á grundvelli sinnar eigin mælingar og framfylgi dómi í málinu á u.þ.b. 15 mínútum, hvort sem um er að ræða Íslending eða útlending.
Erlingur Alfreð Jónsson, 28.7.2011 kl. 10:11
Lögreglan rannsakar málin, svo geturðu gert svokallaða sátt í málinu og greitt sektina og þar með er málinu lokið án ákæru. Ef sá sem fremur umferðarlagabrot sættir sig ekki við það er gefin út ákæra með tilheyrandi kostnaði. Lögreglan hefur ákveðin úrræði svo að menn komist ekki undan að greiða sektir og í tilvikum eins og hjá erlendum ríkisborgurum þá getur lögreglan lagt hald á bifreiðina til tryggingar þannig að þá kæmi ekki farbann til greina. Hér er lögreglan aðeins rannsakandi, gefur hvorki út ákæru né dæmir.
Þessum manni hefur verið gert grein fyrir í hvaða ferlið færi og hann væntanlega metið það svo að best væri að klára það á staðnum.
Haraldur Haraldsson (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 10:44
Erlendir ökumenn gætu þessvegna hoppað upp í flugvél og sleppt því að greiða sektina... þetta sama gengur yfir alla útlendinga hvar sem þeir eru í heiminum þeir verða að greiða sektina á staðnum.
En þar sem lögregla er ekki með posa í bílunum þá verður maður eðlilega að spyrja sig hversu mikið af þessum sektum endi í ríkiskassa en ekki vasa lögreglumannanna ?
Sjálfur hef ég verið spurður af lögregluþjóni hvort ég væri með reiðufé meðferðis og hefði tök á því að staðgreiða sektina...þar sem slíkt hafði ég ekki meðferðis var ég færður yfir í lögreglubílinn og sektin skrifuð niður á blað...áður en ég fékk að halda för minni áfram.
Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 28.7.2011 kl. 13:39
Að sjálfsögðu á að bjóða útlendingum sem brjóta umferðarlög að staðgreiða sektina, annars er hætta á að hún fáist ekki greidd.
Frægt dæmi er frá Írlandi þar sem pólskur einstaklingur að nafni Prawo Jazdy var eftirlýstur fyrir tugi umferðarlagabrota. Við rannsókn málsins uppgötvaðist að Prawo Jazdy þýðir á pólsku: ökuskírteini. Írskir lögregluþjónar höfðu sem sagt ítrekað stöðvað pólska ökumenn en í stað þess að skrá nafn þeirra skráðu þeir einfaldlega það sem stóð efst á ökuskírteininu þeirra. Þessar sektir munu auðvitað aldrei fást greiddar.
Guðmundur Ásgeirsson, 28.7.2011 kl. 15:17
Arnar, Logreglan er med posa i ollum bilum, allavegana i ollum tham sem eg hef verid stodvadur af og thar fyrir utan tha er upptokuvel i ollum bilum sem fyrir af stad thegar ljosin eru sett å, sem er yfirfarid til ad koma i veg fyrir ad folki se sleft af t.d. kunningsskap
Brynjar Þór Guðmundsson, 28.7.2011 kl. 15:20
Þannig að lögreglumenn þurfa að gæta þess að kveikja ekki á blikkljósunum áður en þeir fremja brot í starfi. Ágætt að vita það...
Hver vinnur svo við að yfirfara upptökurnar? Pant ekki fá það starf!
Guðmundur Ásgeirsson, 29.7.2011 kl. 02:59
Gudmundur, Ef Logreglan kveikir ekki å ljosonum, thå tharft thu ekki ad stoppa. Myndavelar eru stadalbunadur og hefur verid settur i alla bila sidan um 2004 sagdi fyrrum nagranni mer og upptokurnar eru yfirfarnar af einhverjum innri adila logreglunar
Brynjar Þór Guðmundsson, 29.7.2011 kl. 15:11
Brynjar. Ég heyrði líka lögreglumann segja frá því að það er langt síðan þeir hættu að geta haft full afnot af þessum búnaði, því þegar fjárhagsramminn var skilgreindur var kostnaðurinn vanmetinn og ávinningurinn ofmetinn.
Í stað þess að nota nútímatækni með USB minniskubbum og afritatöku á harða diska (sem er enn hagkvæmasta gagnageymslan) þá brenna þessi tæki víst upptökurnar beint á geisladiska. Í stað einnota diska var svo ákveðið að nota endurskrifanlega diska, sem eru mun dýrari og því fást færri slíkir fyrir sama pening en aftur á móti er hægt að endurnýta þá í nokkur skipti.
Þessi aðgerð sem átti að gera lögreglumönnum kleift að vera einir í bíl og þannig fækka þeim, hafði í raun þveröfug áhrif, því það gleymdist hreinlega að gera ráð fyrir að einhver þyrfti í staðinn að horfa á allt myndefnið, með popp og kók á tímakaupi. Afleiðingin er sú að áhorfinu er aðeins sinnt í hjáverkum (semsagt sjaldan og lítið) og á meðan safnast upp óyfirfarnir diskar sem er ekki hægt að endurnýta og munu líklega aldrei verða endurnýttir.
Allir sem hafa tæknilega þekkingu á geisladiskum og skrifurum vita að það er afar takmarkaður ávinningur af notkun endurskrifanlegra diska. Líftími þeirra er takmarkaður og það er sjaldan sem manni tekst að endurnota sama diskinn nógu oft til þess að stofnkostnaðurinn borgi sig upp. Hefði verið ákveðið á sínum tíma að kaupa einnota diska hefðu þeir þó í það minnsta enst í fleiri upptökur áður en þessi stífla myndaðist í kerfinu. En svona getur nú miðstýrður ákvarðanataka beinlínis skapað óhagræði og sóun.
Guðmundur Ásgeirsson, 30.7.2011 kl. 20:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.