#151. Hvers vegna er enginn kærður?
1.12.2011 | 17:09
Hvers vegna aðstoða Samtök iðnaðarins ekki forsvarsmenn fyrirtækja, sem hafa orðið fyrir barðinu á ólöglegum lánasamningum, við að kæra forsvarsmenn fjármálafyrirtækjanna fyrir fjársvik? Um er að ræða tugi ef ekki hundruði fólks sem sat í stjórnum fjármálafyrirtækja, fékk laun fyrir, sumir forsvarsmenn fengu afkomutengda launabónusa fyrir ólöglega lánastarfsemi, en aðeins ein hugrökk kona á Akureyri hefur kært bankastafsmenn fyrir fjársvik.
Ég verð að líta í eigin barm þegar ég segi þetta því ég hef unnið að kæru í bráðum ár þar sem ég tel að 17 forsvarsmenn fjármálafyrirtækis hafi sýnt framferði í viðskiptum við mig sem stenst ekki lög. Loksins er ég orðinn nógu sáttur við verkið til að afhenda það sérstökum saksóknara og stefni á að gera það á morgun, föstudag 2. desember, þar sem ég tel upp fjársvika-, umboðsvika og fjárdráttarbrot, sem og tilraun til fjárdráttar, allt bort gegn almennum hegningarlögum. Þarna er um að ræða m.a. 3 forsvarsmenn daglegs rekstrar. Einnig nefni ég 14 stjórnarmenn sem ég tel að hafi ekki staðið við skyldur sínar sbr. hlutafélagalög og stöðvað ólöglega starfsemi sem gengistrygging lánasamninga var.
Fólk og fyrirtæki verða að leita réttar síns gegn þessum aðilum.
Eiga að virða niðurstöður dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Djöfull líst mér vel á þig að ætla að kæra helvítin! Ég óttast bara að ekkert verði úr, því þessar lögfræðinga klíkur passa vel upp á hver aðra!
Davíð Þ. Löve, 1.12.2011 kl. 17:34
Orð í tíma töluð, gangi þér vel.
Magnús Sigurðsson, 1.12.2011 kl. 17:47
Er þetta ekki allt stjórnað af erlentu central banka og þeir stjórnaðir af world bank. Þetta er gert til að koma ríki og fólki í skuld, svo bankarnir hirða þetta allt saman þegar maður er sparkaður útt af heimili og bíllinn tekinn af manni. Og svo skuldar maður alltaf vexti ofan á vexti og losnar ekkert úr þessu skulda þrældóm svo maður vinnur og vinnur og engar eignir í framtíðinni.
Endilega leiðrétta mig ef þið hafið betri útskýringu.
þeir stjórna peningum, eldsneytti, rafmagn, ræktun og mat, og eru að kaupa öll vatnslónin. Ég sé enga bjarta framtíð ef þetta gengur áfram.
Olafur (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:53
Hugheilar baráttukveðjur.
Guðmundur Ásgeirsson, 1.12.2011 kl. 20:34
ÁFRAM ELLI :)
Inga (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 21:54
Kæran var afhent Sérstökum saksóknara í dag.
Erlingur Alfreð Jónsson, 2.12.2011 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.