#164. Hvers vegna þarf að endurreikna bílalánasamninga?

Hvers vegna þarf að endurreikna bílalán þar sem fyrir lá við undirritun fjöldi gjalddaga, heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar, eins og lánveitanda ber að kynna við gerð lánssamnings? Hvers vegna er ekki litið á slíka greiðsluáætlun, sem er hluti lánssamningsins, og þann heildarlántökukostnað sem þar er birtur sem takmarkandi þátt við innheimtu slíks lánssamnings? Þar voru aðilar upplýstir og sammála um hvað samningurinn ætti að kosta.

Ef keypt er sjónvarp, eða tölva, t.d. á raðgreiðslum, kemur fram á samningi frá söluaðila, fjöldi greiðslna, upphæð þeirra og sú heildargreiðsla sem inna á af hendi á samningstímanum. Hvers vegna er ekki farið með bílalán með sama hætti? Hve margir bílalánasamningar innihalda heimildir um að heildarlántökukostnaður samningsins geti, eða megi, breytast?

Lánveitanda er óheimilt að innheimta lántökukostnað sem gefur hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar en kynnt er við samningsgerð. Endurreikningur slíks samnings á síðari stigum, sem breytir kostnaði samningsins með íþyngjandi hætti er ólöglegur. Hvers vegna er þetta talið heimilt í dag þegar samningar innihalda ekki heimildir til slíkra breytinga?


mbl.is Fagnar frumkvæði Íslandsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Árleg hlutfallstala kostnaðar.

Hefur einhver séð svoleiðis á íslenskum lánasamningi?

Það væri gaman að vita.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.2.2013 kl. 20:02

2 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Sæll Guðmundur. Þau skipti sem ég hef séð árlega hlutfallstölu kostnaðar hefur það ávallt verið á greiðsluáætlunum sem fylgja viðkomandi lánasamningum eða skuldabréfum, en aldrei á frumskjalinu sjálfu. Greiðsluáætlanir þessar hafa þó verið tilgreindar sem hluti sumra fjármögnunarsamninga, t.a.m. bílasamninga, þ.e. "kaupleigulánasamninga".

Erlingur Alfreð Jónsson, 4.2.2013 kl. 22:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband