#221. Mannlaus þjónusta?

Fréttin um nýja flýtibílaþjónustu í Höfðatorgi er lítið annað en fréttatilkynning og auglýsing á nýrri þjónustu. Þetta er svo sem vel þekkt af mbl.is og reyndar fleiri fréttamiðlum. Fréttamaðurinn virðist lítið hafa gert í að vinna vinnuna sína. Lítið er upplýst hvernig þjónustan eigi að framkvæmast né hvernig staðið verði að tryggingum, og ekki síður hver ábyrgist að ástand bílanna sé lögum samkvæmt. Í fréttinni kemur nefnilega fram að þjónustan eigi að vera með lágmarkstilkostnaði og mögulega eigi að nota símann til að opna bílinn. Verður þetta þar með mannlaus þjónusta þar sem enginn starfsmaður skoðar bílinn þegar honum er skilað og tryggir að hann sé í notkunarhæfu ástandi fyrir næsta notanda? Hver verður ábyrgur fyrir skemmdum og hvernig verður slíkt meðhöndlað þegar bílnum er skilað?

Við þekkjum öll vel hugsunarhátt náungans að tilkynna ekki ef eitthvað fer úrskeiðis, t.d. skemmdir eða bilanir. Á endanum er öll ábyrgð á ástandi bílsins þegar hann er í notkun á ábyrgð ökumannsins, ekki þjónustuaðilans. 

Nú kemur væntanlega einhver og segir að þetta verði ekkert öðruvísi en með bílaleigur, sem eflaust getur verið rétt, en er þá einhver munur á þessari þjónustu og venjulegum bílaleigum? Má þá kannski bara alveg eins nota leigubíl og fara til Spánar fyrir mismuninn?


mbl.is Flýtibílaþjónusta á Höfðatorg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband