Færsluflokkur: Fréttir

#105. Einelti í bekknum

Við þurfum ekkert að vera hissa þegar de Jager segist ætla sækja peninga skattgreiðenda sinna. Hann á að segja það og það hefðu allir sómakærir fjármálaráðherrar sagt í svona sporum. Það er pólitískt rétt að berjast fyrir sitt þjóðfélag og sína kjósendur.

Nema á Íslandi norrænu velferðarstjórnarinnar. Þar vinna allir, meira segja vinstri flokkarnir, fyrir auðvaldið. Og um fjármagseigendur er slegin skjaldborgin!

Stjórnvöld hvaðanæva úr heiminum vinna eingöngu fyrir fjármagnseigendur. Bretar og Hollendingar ætla nú að vinna saman að ná peningunum af íslensku ríkisstjórninni. Þetta minnir á gamla nýlendutímann þegar þessar þjóðir blóðsugu nýlendur sínar af auðlindum þeirra í eigin þágu. Nema við erum ekki nýlenda! Og ætlum ekki að verða það!

Talið við okkur þegar vitað er hver skuldin er og við skulum sjá til hvort við borgum! En fyrr ekki. Tilskipunin segir að tryggingasjóðurinn eigi að vera fjármagnaður af lánastofnunum sjálfum. Ekki ríkissjóði hvers aðildarríkis!

Það væri fróðlegt að heyra svar de Jager ef hann yrði spurður hvort hollenski innstæðutryggingasjóðurinn stæði undir 100% greiðslum til innstæðueigenda ef 90% hollenskra banka færu í þrot á einni og sömu vikunni! Þar af um 30% þeirra vegna þess að Bretar beittu hryðjuverkalöggjöf sinni á vinaþjóð í stað þess að vinna með stjórnvöldum heimaríkisins til lausnar málinu og komast að hvað væri að gerast! Hverjum myndi hann bjarga?

Og þetta er samfélagið hverrar seðlabanki hefði "bjargað" okkur þegar bankahrunið dundi yfir. Það segir Össur alla vega og blóðlangar að komast í evrópska bekkinn. Með 2 piltum (B&H) sem setja litla gaurinn (Í) í einelti og vilja nú fá skólastjórann (ESB) til að hjálpa sér. Dæmalaust rugl!


mbl.is Niðurstaðan mikil vonbrigði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#104. Notum eignir lífeyrissjóðanna í þarfir innanlands.

Lífeyrissjóðirnir eiga eignir upp á 473 milljarða í útlöndum.  Það er hægt að gera margt fyrir þessa peninga, fjármögnun þyrlukaupa er eitt, annað varðskip er annað svo einblínt sé að þarfir LHG.  

Það er hins vegar kominn tími til að þessar eignir lífeyrissjóðanna skili sér heim og vinni fyrir eigendur sína með einum eða öðrum hætti hér innanlands. Ég sé ekki tilgang í því að þessar eignir sitji í útlöndum engum til góðs.  Þessa erlenda eign lífeyrissjóðanna er ekkert annað en stöðutaka gegn krónunni á tímum þegar hún má ekki við því!  Þessi auma ríkisstjórn á að skikka lífeyrissjóðina til að koma með þessa eign heim og vinna í hagkerfinu!  Jafnvel ætti að banna lífeyrissjóðunum að fjárfesta erlendis, alla vega tímabundið!


mbl.is Lífeyrissjóðir kaupi þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#102. Þetta segir Moody´s um eigið álit!

Moody´s getur tekið upp á því meta aðila einhliða, sendir þeim svo reikning fyrir þjónustu sem aldrei var beðið um.  Ef sá hinn sami neitar að borga getur Moody´s lækkað mat sitt aðilanum til tjóns.

Síðan firrar Moody´s sig af allri ábyrgð af áliti sínu:

Moody'sCREDIT RATINGS DO NOT CONSTITUTE INVESTMENT OR FINANCIAL ADVICE, AND CREDIT RATINGS ARE NOT RECOMMENDATIONS TO PURCHASE, SELL, OR HOLD PARTICULAR SECURITIES. CREDIT RATINGS DO NOT COMMENT ON THE SUITABILITY OF AN INVESTMENT FOR ANY PARTICULAR INVESTOR. MIS ISSUES ITS CREDIT RATINGS WITH THE EXPECTATION AND UNDERSTANDING THAT EACH INVESTOR WILL MAKE ITS OWN STUDY AND EVALUATION OF EACH SECURITY THAT IS UNDER CONSIDERATION FOR PURCHASE, HOLDING, OR SALE.

"The credit ratings and financial reporting analysis observations, if any, constituting part of the information contained herein are, and must be construed solely as, statements of opinion and not statements of fact or recommendations to purchase, sell or hold any securities. No warranty, express or implied, as to the accuracy, timeliness, completeness, merchantability or fitness for any particular purpose of any such rating or other opinion or information is given or made by Moody's in any form or manner whatsoever."

Mannamál: Lánshæfismatið er aðeins ábyrgðarlaust álit eins aðila.


mbl.is Segir álit Moody's engu skipta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#100. Eru lánshæfisfyrirtækin svikamylla?

Sífellt er í fréttum fjölmiðla klifað á einkunnum Moody´s, Standard & Poors og Fitch Ratings á lánshæfi íslenska ríkisins, og annarra ríkja, sem þessar einkunnir séu heilagur sannleikur.  Mikið er vald þessara fyrirtækja ef svo er.  En hver eru þessi fyrirtæki og er eitthvað opinbert eftirlit með þeim?  Sé þeim flett upp á Wikipedia kemur í ljós að þetta eru bandarísk fyrirtæki að uppruna.

Moody´s var stofnað 1909 af John Moody.  Það hefur nú 40% markaðshlutdeild á „lánshæfismarkaðnum“, hvaða markaður sem hann nú er.  Hagnaður Moody´s árið 2010 var 407 milljónir dollara (46,5 milljarðar íslenskra króna á gengi SÍ).

Standard & Poors rekur sögu sína allt aftur til 1860 og er þar með elst þessara 3ja fyrirtækja.  S&P var kept 1966 af McGraw-Hill fyrirtækjasamsteypunni.  Tekjur S&P árið 2009 var 2,6 milljarður dollara eða 296 milljarðar íslenskra króna.

Fitch Ratings er hinsvegar yngst, var stofnað 1924 og tengdist síðar Standard & Poors.

Saman voru þau með um 94% markaðshlutdeild árið 2004.

Siðferði þessara fyrirtækja hefur verið dregið í efa.  Árið 2004 kom fram í Washington Post að þessi fyrirtæki eru algjörlega sjálfala og setja sínar eigin reglur og aðferðarfræði, sem hefur leitt til misnotkunar.  Moody´s til dæmis kúgaði Compuware, bandarískan hugbúnaðarframleiðanda í Detroit sem hafði greitt 225.000 dollara fyrir lánshæfismat frá Moody´s, vegna lántöku fyrirtækisins upp á 500 milljónir dollara.  Innan við ári síðar sendi Moody´s reikning fyrir 5.000 dollara árgjaldi sem mundi síðan þrefaldast ef ekki yrðu gefin út skuldabréf það ár sem Moody´s þyrfti að meta.  Fyrirtækið greiddi þessa 5.000 dollara 2001 og ári síðar, þrefalda þá upphæð, 15.000 dollara en fékk litla sem enga þjónustu frá Moody´s það ár. 

Í sömu grein segir frá þýsku tryggingafyrirtæki, Hannover Re, sem neitaði að gerast áskrifandi að þjónustu Moody´s, sem hafði boðist til að meta fyrirtækið „endurgjaldslaust“.  Hannover Re var þá þegar að greiða tugmilljónir til annarra matsfyrirtækja fyrir samskonar mat.  Moody´s hóf engu að síður einhliða, og án aðgangs að mikilvægum trúnaðargögnum, að meta lánshæfi Hannover Re og gaf út mat sitt reglulega, um leið og það leitaði áfram eftir viðskiptum þess.  Með tímanum lækkaði það lánshæfi Hannover Re þó svo að önnur matsfyrirtæki með samninga við Hannover Re, S&P og A.M. Best, gæfu því góða einkunn.  Árið 2003 setti Moody´s skuldabréf  Hannover Re í ruslflokk.  Hluthafar fengu skituna og losuðu sig við hlutafé.  Á örfáum klukkustundum lækkaði markaðsvirði fyrirtækisins um 175 milljónir dollara.

Standard & Poors hefur hagað sér eins.  Lítið skólaumdæmi í Suðvesturríkjum Bandaríkjanna var komið í fjárhagsvandræði og hækkaði m.a. gjald fyrir skólamáltíðir.   Það hafði keypt þjónustu af Moody´s og S&P vegn lánshæfismats.  Gjaldið hjá S&P var hærra og til að spara fé var ákveðið að hætta með það.  Stuttu seinna hafði S&P samband og heimtaði greiðslu upp á 5.000 dollara ella mundi fyrirtækið draga útgefið mat sitt til baka.  Skólaumdæmið greiddi S&P uppsetta kröfu af ótta við að afleiðingarnar yrðu meiri ef S&P drægi mat sitt til baka.

Það skal aftur tekið fram hér að þessi grein sem vitnað er í að ofan er frá 2004 og er þriðji og síðasti hluti þriggja greina eftir Alex Klein, en hana má enn lesa og meira til á vef Washington Post hér.

Guðmundur Ásgeirsson kom með ágætar tilvitnanir í forstjóra þessara fyrirtækja á bloggi sínu 25.mars sl. sem ég hvet alla til að lesa.  Í stuttu máli firra forstjórarnir sig og sín fyrirtæki af allri ábyrgð af notkun á mati þeirra til að stofna til fjárskuldbindinga eða fjárfesta í aðilum sem mat beinist að!  Matið eru skoðanir fyrirtækjanna og ekkert annað og öll áskilja þau sér rétt til að draga það til baka hvenær sem er og án fyrirvara!  Þessu til stuðnings bera þeir við Fyrstu grein bandarísku stjórnarskrárinnar sem fjallar um málfrelsi fyrir þá sem ekki vita.  Og þar með bera þeir enga ábyrgð á orðum sínum.

Engu að síður lepja íslenskir fréttamenn þetta lánshæfismat upp frá hverjum þeim sem lætur þeim það í té gagnrýnislaust.

Er ekki kominn tími til að stoppa þessa vitleysu?


mbl.is Lánshæfiseinkunnir skipta máli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#99. ASÍ segir ekki alla söguna.

ASÍ talar í fréttabréfi sínu bara um gengisáhættu vegna krónunnar en minnist ekkert á gengisáhættu á milli punds og eigna þrotabús Landsbankans í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum.  Allar breytingar á gengi punds gagnvart þessum gjaldmiðlum hafa áhrif á endurheimtur vegna greiðslna til Breta.  Greiðslur til Hollendinga miðast við evrur og er hlutfall þeirra skuldbindinga að mestu nú þegar til staðar í þrotabúinu í evrum.

Úr greinar gerð við lagafrumvarpið: „Við mat á þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af skuldbindingum ríkissjóðs vegna Icesave er rétt að horfa til tveggja þátta. Annars vegar er vert að skoða gengisþróun krónunnar gagnvart þeim gjaldmiðlum sem eignir Landsbankans eru bundnar í. Hins vegar er mikilvægt að skoða gengisþróun evru og sterlingspunds gagnvart sömu gjaldmiðlum því að endurheimtur úr búi Landsbankans renna til afborgana af Icesave-skuldbindingunni sem er í evrum og sterlingspundum."

Þá segir einnig: "Enn fremur er rétt að gera grein fyrir þeirri gjaldeyrisáhættu sem stafar af því að skuldbinding ríkissjóðs vegna Icesave er eingöngu í evrum og sterlingspundum en eignir bús Landsbankans eru í evrum, sterlingspundum, bandaríkjadölum, kanadadölum og öðrum gjaldmiðlum. Minnsta áhættan er tengd þróun evrunnar því að hlutfall eigna Landsbankans í evrum er svipað og hlutfall Icesave-skuldbindingarinnar í evrum. Áhættan stafar því aðallega af því ójafnvægi sem er til staðar milli skulda í sterlingspundum annars vegar og eigna Landsbankans í öðrum gjaldmiðlum hins vegar.

Lögin er að finna hér.

ASÍ segir erfitt að losa gjaldeyrishöftin ef Icesave er óuppgert.  Ég tel að hægt sé að losa þau mjög auðveldlega og koma hjólunum af stað, sjá síðustu færslu hér.

Lánshæfismat Moody´s, S&P og Fitch er ábyrgðarlaust hjal þessara fyrirtækja sem má sjá hér.

Það er kominn tími til að ASÍ fari að vinna fyrir fólkið sem borgar þeim launin en ekki fjármagnseigendur.

Ég segi NEI við Icesave.


mbl.is Fréttabréf ASÍ helgað Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#98. Hjólin af stað.......

Ég renndi stuttlega og frekar hratt yfir áætlun stjórnvalda um afnám gjaldeyrishafta.  Frekar leiðinlegur lestur en reyndi að pikka aðalatriðin út.  Ég kannski skil ekki vandamálið vegna aflandskrónanna til fulls en hér er mín tillaga: 

Notum erlendar eignir lífeyrissjóðanna til að losa aflandskrónurnar úr hagkerfinu. 

Og hvernig gerum við það?

Erlendir aðilar eiga íslenskar krónur innanlands að upphæð 465 milljarðar.  Þetta eru víst þessar svokölluðu aflandskrónur sem bíða eftir að losna úr hagkerfinu.  Af þeim er ca. 185 milljarðar í reiðufé á bankareikningum.  Seðlabankastjóri segir að fara verði hægt í að hleypa þessum aflandskrónum út úr hagkerfinu.  En er það rétt?

Lífeyrissjóðirnir okkar eiga erlendar eignir að upphæð 473 milljarðar, sjá hér.  Ég sé ekki tilgang í að lífeyrissjóðir hangi á þessu erlendum eignum þegar sjóðseigendur berjast í bökkum innanlands með lánin sín.

Í skýrslu sérfræðingahóps vegna skuldavanda heimila kemur fram að í árslok 2009 námu veðskuldir heimila vegna öflunar húsnæðis um 1.200 milljörðum króna skv. skattframtölum.  Þar sem þessar tölur eru teknar af skattframtölum eru þær væntanlega innheimt kröfuvirði, s.s. óniðurfærðar höfuðstólsskuldir.

Verðtryggð húsnæðislán íslenskra heimila stóðu 1. október 2010 í 1.236 milljörðum skv. skýrslunni.  Alls voru fasteignalán metin á 1.392 milljarða króna, þar af voru lán í eigu bankanna metin á 630 milljarða.  Allir stóru bankarnir þrír fengu verulegar niðurfærslur af lánasöfnum gömlu bankanna, sumir allt að 60-65% af kröfuvirði, aðrir minna.  Gefum okkur að meðaltalsvirðið hafi verið 50%.  Þá ætti virði húsnæðislána í eigu bankanna að reiknast 315 milljarðar, skilji ég skýrsluna rétt.  (Marinó G. Njálsson sagði á bloggi sínu 2009 að nýju bankarnir hefðu greitt 345 milljarða vegna skulda gömlu bankanna, þannig að þetta er nokkuð nærri lagi ef rétt er.)

Í ætluninni um afnám gjaldeyrishaftanna segir að krónueign erlendra aðila, sem nemur um 465 ma.kr., er talin gefa góða vísbendingu um umfang aflandskrónueigna.  Þeim má skipta í þrjá megin eignaflokka:

  • Innstæður í fjármálastofnunum nema u.þ.b. 185 ma.kr.  Nær allar innstæður erlendra aðila í íslenskum fjármálafyrirtækjum eru á reikningum í viðskiptabönkunum þremur, NBI, Íslandsbanka og Arion banka.
  • Innstæður í Seðlabanka nema u.þ.b. 60 ma.kr. Þær tengjast uppgjöri erlendra uppgjörsmiðstöðva á íslenskum verðbréfum.
  • Skuldabréf nema u.þ.b. 220 ma.kr. Þar er einkum um að ræða löng ríkisbréf og ríkisvíxla að andvirði u.þ.b. 190 ma.kr. en íbúðabréf nema u.þ.b. 30 ma.kr.
    • Aðeins u.þ.b. þriðjungur krónueignar erlendra aðila, eða 142 ma.kr., eru í langtímaskuldabréfum.

Krónuinnstæður á Vostro‐reikningum erlendra banka nema um 164 ma.kr.  Þær koma ekki við sögu hér.

Segjum sem svo að andvirði erlendra eigna lífeyrissjóðanna, 473 milljarðar, verði notað til þess að kaupa upp aflandskrónurnar óþreyjufullu og hleypa þeim úr landi.  Þar með eru skuldabréf, jöklabréf, reiðufé og hvað þessar eignir nefnast nú allar, að upphæð 465 milljarðar komnar í eigu innlendra aðila, lífeyrissjóðanna, og þeir eiga 8 milljarða afgangs.  Þessar eignir yrðu svo notaðar til að fjármagna húsnæðislánayfirfærslu frá bönkunum til lífeyrissjóðanna með engum tilkostnaði:

465 - 315=150 milljarðar (+8 milljarðar) eru þá afgangs og við þá er margt hægt að gera!

Lífeyrissjóðirnir myndu svo innheimta þessar eignir frá lántakendum á yfirfærsluverði og færa höfuðstólana niður sem samsvarar bókfærðu virði þeirra, en hanga ekki á kröfuvirðinu eins og hundur á fiskroði.  Þannig fá bankarnir fé til að lána fyrirtækjum og almenningur fær höfuðstól sinn niðurfærðan, og þar með bæði greiðslugetu og greiðsluvilja á ný.  Hjólin færu að snúast aftur.


mbl.is 460 milljarða aflandskrónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#97. Er þetta aðalmálið......?

Ég spyr bara: Er þetta mikilvægasta málið í dag? Morgunblaðið býður lesendum í dag upp á ítarlega heilsíðuumfjöllun um smávægilegt brot Jóhönnu á jafnréttislögum. Ég nennti ekki að lesa hana.

Væri ekki nær að höggva að kerlingunni vegna stærri og mikilvægari mála? Um hver einustu mánaðamót eru neytendur þessa lands féflettir af fjármálastofnunum í tugmilljarðavís með ólöglegum vaxtaútreikningum og enginn í stjórnarráðinu lyftir litla fingri vegna þess.

Jóhanna er búinn að bíta sig svo fasta í skrifborðsbrúnina í stjórnarráðinu að það þarf að fjarlægja allt tréverk til að koma henni og SJS út! Þessi tilraun Sjálfstæðisflokksins að bola henni frá völdum er dæmd til að mistakast.


mbl.is Einnig brotleg 2007
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#96. Þetta mundi ekki gerast hér....

Athyglisvert væri að skoða þessa leið frekar. Þessi hugmynd bandarískra eftirlitsaðila að fjármálafyrritækin borgi fólki fyrir að fara úr eign sem það er ekki að borga af virðist við fyrstu sýn ágæt. En sambærilegri leið yrði seint hrint í framkvæmd á Íslandi. Hér yrði lýðurinn látinn borga fjármálafyrirtækjunum fyrir að fara úr eigninni og borga eftirstöðvarnar líka.
mbl.is Borga skuldsettu fólki fyrir að yfirgefa heimili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#95. Áfram........!

Þeir einu sem halda lífi í þessari Icesave-umræðu eru Íslendingar sjálfir. Hættum þessu bulli og notum peningana í atvinnuskapandi verkefni innanlands. Áfram!
mbl.is Stuðningsmenn Icesave boða til fundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#93. Kjartan Georg afskrifar bónusana sína...

Bendi á færslu mína frá 21. febrúar sl. um launabónusana hans Kjartans af ólögmætri starfsemi SP-Fjármögnunar hf.  Hér má sjá tekjuþróun Kjartans Georgs frá 2001.  Í töfluna vantar tekjur fyrir árið 2009 en þær voru 19 millljónir og lækkuðu um 18 milljónir á milli ára.  Miðað við dóm Hæstaréttar 16. júlí 2010 hefur afkoma félagsins verið ranglega kynnt árin á undan og þessi ágóðahlutur því óréttmætur.  

Ég held þessi maður ætti að skammast sín og biðja viðskiptamenn SP-Fjármögnunar hf. afsökunar á misrétti því sem hann og hans fyrirtæki hefur beitt viðskiptamenn í starfsemi fyrirtækisins á undanförnum árum.


mbl.is Lán geta lækkað um allt að 63%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband