Færsluflokkur: Fréttir

#123. Athyglisverður dómur

Í dómsúrskurðinum segir Jón Finnbjörnsson héraðsdómari að þar sem nauðasamningar hafi verið staðfestir 18. ágúst 2010, sé gjaldþrotaskiptum hætt.  Stefnandi, Stapi lífeyrissjóður,  eigi því að fá kröfu sína greidda eftir forsendum nauðasamningsins og má þar með segja að klúður lögmannstofunnar sem gleymdi að lýsa kröfunni í búið hafi bjargast fyrir horn.  18. ágúst 2010 er dagurinn sem gefur stefnanda forsendur fyrir að fá kröfu sína viðurkennda og þar með getu til að innheimta hana.  Innheimtan takmarkast þó við skilyrði nauðasamninganna og stefnandi fær ekki dráttarvexti aftur í tímann, þ.e. aftur fyrir staðfestingardag nauðasamninga; s.s. enginn réttur til afturvirkra vaxta sem ekki eru forsendur fyrir.  Reiknaðir eru dráttarvextir frá 18.ágúst 2010 þegar forsendur félagsins breyttust við nauðasamninga.

Sama hlýtur að gilda um vaxtareikninga fjármögnunarsamninga.  Ekki er hægt að reikna vexti aftur fyrir daginn sem forsendur vaxtamiðmiðs samningana breytast.  Hvað gengistryggða lánasamninga varðar er sá dagur 18. desember 2010, þegar ólög Árna Páls nr. 151/2010 voru samþykkt á Alþingi.  Endurreikningar SP-Fjármögnunar hf. á mínum samningi eru hins vegar dagsettir 30. september 2010, rúmum 11 vikum áður en lög nr. 151/2010 voru samþykkt!!  Og gera að sjálfsögðu ráð fyrir afturvirkum vöxtum eins og frægt er orðið.  Stoðir þessarar innheimtu afturvirkra vaxta molna dag frá degi og það er einungis tímaspursmál hvenær ólög nr. 151/2010 verða felld úr gildi.

Hvað uppgjör banka varðar þá er rétt að benda á að meira en 50% af núverandi eigendahópi ALMC áður Straums-Burðaráss, eignaðist sinn hlut eftir 19. mars 2009 þegar bankinn fékk greiðslustöðvun.  Minnihluti eigendahópsins hlýtur þar með að standa saman af eigendum Straums-Burðaráss fyrir aðkomu skilanefndar að starfsemi félagsins með ákvörðun Fjármálaeftirlitsins 9. mars 2009.

Það sem stendur eftir er að ALMC, áður Straumur-Burðarás, er ekki á leið í gjaldþrot skv. dómi Héraðsdóms.  Það sama tel ég að muna gilda um aðra banka undir stjórnum skilanefnda eða slitastjórna. Þeir munu ekki fara í gjaldþrotaskipti, þ.e. verða slitið að fullu heldur sameinast afkvæmum sínum.  Hlutverk skilanefnda Glitnis, Kaupþings og Landsbankans er jú að vinna að því tryggja áframhaldandi viðskiptabankastarfsemi þessara banka hér á landi.  Það fellur varla í sér að slíta eigi þeim eða fara í gjaldþrotaskipti.


mbl.is Greiði Stapa 5,2 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#122. Kostnaður Íslands vegna lánshæfismats er....

.......230 milljónir króna frá árinu 2002!

Mig langaði til að fræðast um kostnað íslenska ríkisins vegna þessara "bráðnauðsynlegu" spádóma þessara fyrirtækja, sem í daglegu tali nefnast lánshæfismat, og beindi því eftirfarandi spurningum til fjármálaraðuneytisins með vísan til 3. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996:

1) Hefur ríkissjóður Íslands einhvern tímann á tímabilinu 01.janúar 2001- 5.apríl 2011 greitt lánshæfisfyrirtækjunum Moody´s, Standard & Poors og Fitch Ratings fyrir lánshæfismat og/eða fyrir útgáfu slíks mats. Með Moody´s er bæði átt við fyrirtækin Moody's Analytics og Moody's Investors Service.

2) Reynist svar við spurningu 1 jákvætt er óskað sundurliðunar á greiðslum til þess fyrirtækis, eða eftir atvikum fyrirtækja, sundurliðað eftir árum annars vegar og fyrirtækjum hinsvegar.

3) Reynist svar við spurningu 1 jákvætt er óskað upplýsinga hvaða aðili óskaði eftir slíkri þjónustu eða heimilaði ósk um slíka þjónustu hverju sinni.

4) Reynist svar við spurningu 1 neikvætt er óskað upplýsinga hvort, og þá hvenær, lánshæfistmatsfyrirtækin Moody´s, Standard & Poors og Fitch Rating hafi boðið íslenska ríkinu þjónustu sína og hvort íslenska ríkið hafi einhvern tímann hafnað slíku boði.

5) Ennfremur er óskað upplýsinga um hvort ofangreind fyrirtæki hafi einhvern tímann einhliða sent íslenska ríkinu reikning vegna lánshæfismats og hvort íslenska ríkið hafi hafnað greiðslu slíks einhliða útgefins reiknings.

Svör ráðuneytisins bárust mér í tölvupósti 3.júní sl. og var efni svarsins sem hér segir:

Þrjú matsfyrirtæki meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands. Það eru fyrirtækin Moody's Investors Service, Standard & Poor's og Fitch Ratings.

Samskipti matsfyrirtækjanna og Ríkissjóðs Íslands hófust árið 1986 þegar Standard & Poor's ákvað að raða nokkrum fjölda landa, sem þá höfðu ekki formlega einkunn, í flokka. Árið 1989 tilkynnti fyrirtækið að það gæfi Ríkissjóði Íslands langtímaeinkunnina „Ai" og skammtímaeinkunnina „A-1". Moody's fylgdi svo í kjölfarið árið 1989 og veitti ríkissjóði einnig óumbeðna einkunn A2, en sú einkunn var hins vegar ekki auðkennd sérstaklega eins og hjá S&P.

Formleg lánshæfissaga ríkissjóðs hófst þegar íslenska ríkið óskaði eftir einkunn fyrir skammtímaskuldbindingar fyrir víxla ríkissjóðs, sem gefnir voru út í Lundúnum; frá S&P árið 1989 og síðar frá Moody's árið 1990. S&P veitti ríkissjóði einkunnina A-1 og Moody's P-1.

Í tengslum við undirbúning ríkissjóðs á fyrstu opinberu útgáfu skuldabréfa á Bandaríkjamarkaði árið 1994 voru Moody's og S&P formlega beðin um að meta lánshæfi Ríkissjóðs Íslands fyrir langtímaskuldbindingar. Í kjölfarið veitti S&P ríkissjóði einkunnina A fyrir langtímaskuldbindingar, í janúar 1994, og í sama mánuði tilkynnti Moody's að einkunnin yrði A2. Þar með staðfestu matsfyrirtækin fyrri óformlegar einkunnir ríkissjóðs.  Lánhæfisfyrirtækið Fitch bættist í hópinn á árinu 2000 og veitti ríkissjóði þá einkunnina AA-.

Kostnaður við lánshæfiseinkunnir fyrir ríkissjóð á árunum 2002-2010 hefur samtals numið alls um 230 milljónum króna sé miðað við meðalgengi hvers árs fyrir sig.

Þó eilítið vanti upp á svarið, þ.e. greiðslur ársins 2001, sem og sundurliðun eftir fyrirtækjum eisn og ég bað læt ég hér við sitja.

Það er ánægjulegt að ráðamenn Evrópu eru að vakna til lífsins gegn þessum svikamyllum, sem vara alla við að taka mark á áliti sínu, en fá engu að síður greitt offjár fyrir að gefa út ábyrgðarlaust mat.

 


mbl.is Óskiljanleg ákvörðun Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#120. Villandi umræða

Í fréttinni er mikilvæg staðreyndarvilla.  Skilanefnd Glitnis er ekki eigandi Íslandsbanka heldur er það bú Glitnis banka sem er undir stjórn slitastjórnar og skilanefndar.  Skilanefnd Glitnis er skipuð af Fjármálaeftirlitinu og er hluti stjórnvalds að mati Margrétar Völu Kristjánsdóttur, dósents við lagadeild Háskólans í Reykjavík, sjá færslu mína frá 9. júní.  Gömlu bankarnir eru ekki gjaldþrota ennþá, þ.e. hafa ekki verið gerðir upp, og eru því enn í eigu hluthafa, alveg eins og fyrir aðkomu skilanefndar Fjármálaeftirlitsins.

En það er ekki skrýtið að blaðamaður villist í þessari umræðu, sérstaklega þegar ríkisstjórnin heldur því fram að bankarnir hafi verið afhentir kröfuhöfum, það vantar bara að minnast á að hluthafar eru kröfuhafar búanna, bara aftast í röðinni.


mbl.is Keyptu skilanefndina út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#118. Eitt stórt Matador

Til er leikur sem við öll þekkjum og spiluðum.  Hann heitir Matador.  Munið þið hvernig leiknum lauk oftast?  Einn leikmaður var orðinn öflugri en bankinn og átti alla peningana, göturnar, hótelin og húsin.  Aðrir leikmenn áttu ekki möguleika eftir það.  Eini möguleikinn var að gefa aftur til að gefa hinum leikmönnunum séns.  Svo að þá var draslinu sópað af borðinu og ofan í kassann og Matador var jafnvel ekki spilað aftur um hríð.

Efnahagslíf heimsins er eitt stórt Matador.  Það þarf einfaldlega að gefa aftur.


mbl.is Ógnar fjármálamörkuðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#117. Ég hef líka kært ákvörðun Neytendastofu til áfrýjunarnefndar.

Vorið 2010 kvartaði ég við Neytendastofu yfir samningsskilmálum SP-Fjármögnunar hf. í bílasamningi mínum.  Skilmálarnir sem kvartað var yfir voru 4.  Ég kærði afstöðu Neytendastofu við 3 skilmálum til áfrýjunarnefndar neytandamála.

Sá fyrsti var ákvæði 8.gr. samningsins um óskoraðan aðgang að m.a. heimili „leigutaka".  Taldi ég þetta brot á 71.gr. stjórnarskrár og ganga svo gegn hagsmunum neytenda að banna ætti notkun ákvæðisins með tilvísun í 13.gr. laga nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu.  2.mgr. greinarinnar segir að óheimilt er að hafast nokkuð það að sem brýtur í bága við góða viðskiptahætti í atvinnustarfsemi eins og þeir eru tíðkaðir eða eitthvað það sem óhæfilegt er gagnvart hagsmunum neytenda. 

Þá kvartaði ég yfir skilmála sem heimilaði 15% afföll af matsverði bifreiðar við uppgjör vegna riftunar samnings.  Taldi ég þetta tækifæri til ótilhlýðilegrar auðgunar t.a.m. ef tvær jafnþungar bifreiðar væru metnar, önnur að verðmæti 2.000.000 kr., hin að verðmæti 5.000.000 kr.  15% afföll af hvorri um sig eru 300.000 kr. annars vegar og 750.000 kr. hins vegar, að sögn til að standa straum af kostnaði svo sem vangreiddum vátryggingariðgjöld, bifreiðagjöldum og sölulaunum.  Það segir sig sjálft að munurinn á þessum bifreiðum réttlætir ekki flata 15% skerðingu á verð bifreiðar vegna þessara kostnaðarliða.  Slíkt væri brot gegn ákvæðum 19.gr. laga nr. 121/1994 um neytendalán sem segir í 2.mgr.:

„Þegar söluhlutur er endurheimtur skal við uppgjör á milli aðila lánssamnings reyna að komast sem næst því að þeir verði jafnsettir og ef viðskiptin hefðu ekki átt sér stað."

Einnig kvartaði ég vegna skilmála sem heimilaði sölu leigumunar/bifreiðar á uppboði hjá sýslumanninum í Reykjavík, ef leigutaki mótmælti uppgjöri vegna endurheimt leigumunar, án þess að fá tækifæri til að fá tvo dómkvadda matsmenn til að meta virði hennar.  Fyrrgreind 19.gr. segir í 5.mgr.:

„Komi upp ágreiningur um hvað sé verð söluhlutar á almennum markaði skal hann útkljáður með matsgerð tveggja dómkvaddra og óhlutdrægra manna. Matsmenn skulu ákveða hvernig háttað skuli greiðslu vegna kostnaðar við matið."

Neytendastofa sendi svar nokkrum vikum síðar sem hvorki var fugl né fiskur og kvartaði ég við sviðsstjóra neytendaréttarsviðs vegna þeirra.  Þrátt fyrir ítrekanir tók langan tíma að fá einhver viðbrögð þar til að ég blandaði umboðsmanni alþingis í málið fyrr í vetur.  Neytendastofa svaraði umboðsmanni að erindum mínum hefði verið svarað utan eins.  Umboðsmaður tók þetta gott og gilt og lokaði kvörtun minni.  En ég gafst ekki upp og sendi umboðsmanni ítarlegra erindi og bað um að hann legði mat á það hvort Neytendastofa hefði í raun svarað erindum mínum með fullnægjandi hætti í upphaflegum svörum.  Neytendastofa sendi mér svar við ósvaraða erindinu stuttu síðar, ásamt því að endurtaka svör við hinum erindunum. 

Í dag barst mér hins vegar bréf umboðsmanns sem tók undir athugasemdir mínar og taldi að erindum mínum til Neytendastofu hefði aldrei verið formlega svarað.  Hefur hann nú óskað skýringa Neytendastofu annars vegar á hvað líði afgreiðslu hennar á erindum mín og hins vegar í hvaða farvegi erindi mín eru í dag.

Eftir að ég sendi málið aftur til umboðsmanns barst mér bréf Neytendastofu dags. 25.maí þar sem erindum mínum var svarað með formlegum hætti, rúmu ári eftir að þau voru upphaflega send stofnuninni. 

Neytendastofa taldi ekki að lög nr. 57/2005 um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu ættu við um þá háttsemi að gera neytanda skylt að veita fjármögnunarstofnun óskoraðan aðgang að heimili sínu.  Þar með gæti stofnuninn ekkert gert vegna þessa skilmála.

Neytendastofa taldi ekki að 19.gr. laga um neytendalán ætti við um bílasamning minn, þess vegna gæti stofnunin ekkert gert vegna skilmála um 15% afföll eða heimild í skilmálum til að selja bifreið án dómkvaddra matsmanna.  Engu að síður staðfesti stofnunin að lög um neytendalán ættu við um samninginn, bara ekki ákvæði 19.gr.!  Vægast sagt undarlegt.

Þessi afstaða hefur nú verið kærð til áfrýjunarnefndar neytendamála sem á að taka afstöðu innan 6 vikna.

Í kærunni til áfrýjunarnefndar nefndi ég þá skoðun mín aða eignaréttur SP-Fjármögnunar á lánstímanum séí raun aðeins leið lánveitanda til að komast hjá lögbundnum neytendarétti í viðskiptum við neytanda.  Nefni þar t.a.m. aðfarargerð með atbeina sýslumanns við endurheimt söluhlutar, þegar lánveitandi er ekki sölu-eða þjónustuaðili þeirrar vöru sem kaupin snúast um, heldur kemur að eingöngu að viðskiptunum sem fjármögnunaraðili.  Við þekkjum öll sögurnar um vörslusviptingar fjármögnunarfyrirtækjanna án atbeina sýslumanns.  Þá er eingarétturinn einnig leið til að komast hjá því að neytandi megi kveða til dómkvadda matsmenn til verðmats þegar ágreiningur um verðmat söluhlutar er að ræða enda sé neytandinn ekki eigandi hlutarins.

Gott fólk!  Ekki gefast upp í baráttunni við Neytendastofu og óheiðarlega þjónustuaðila sbr. fjármögnunarfyrirtækin.  Neytendastofu ber að vinna fyrir neytendur en stundum fara þau aðeins út af sporinu.  Það verður þá að vera okkar að ýta þeim inn á sporið að nýju.


mbl.is Kreditkort kærir til áfrýjunarnefndar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#116. Glæsileg forgangsröðun

Fulltrúi Framsóknarflokks í bæjarráði Kópavogs hefur lagt til að kannaðir verði möguleikar þess að Kópavogur verði borg en ekki bær, og kostir þess og gallar. Hann segist hafa kynnt sér málið fyrir nokkrum árum og komist að því að engar kvaðir séu á borgarnafninu, þ.e. ekki þurfi tiltekin fjölda íbúa, háskóla eða sjúkrahús. Því ætti vart neitt að vera því til fyrirstöðu að Kópavogur verði borg.

Er þetta nú það brýnt mál að eyða þurfi tíma bæjarstjórnar í að ræða þessa vitleysu? Verður Kópavogur eitthvað minna skuldugur þó menn spyrði borgartitli aftan við nafnið? Þessi þvæla lýsir íslenskri pólitík í hnotskurn. Smáborgaralegur hégómi þvælist fyrir brýnum hagsmunamálum.


mbl.is Kópavogsbær verði borg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#114. En.....gömlu bankarnir eru bara ekki gjaldþrota ennþá.

Ég furða mig á umræðu alþingismanna um þrotabúa gömlu bankanna.  Þrotabú gömlu bankanna eru í raun ekki þrotabú skv. lögum, því þeir hafa ekki verið úrskurðaðir gjaldþrota ennþá, heldur eru þeir í slitameðferð.

Nú hef ég ekki lesið skýrslu fjármálaráðherra um endurreisn bankanna en ég kíkti í lög um fjármálafyrirtæki og þar segir í 103. gr. a. um lok slitameðferðar:

Hafi slitastjórn lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna á hendur fjármálafyrirtæki og eftir atvikum tekið frá fé til greiðslu krafna sem ágreiningur stendur um og komið eignum þess eftir þörfum í verð lýkur hún slitameðferð með því annaðhvort:

   1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða

   2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda ...1)

Ljúka má slitameðferð samkvæmt því sem segir í 1. tölul. 1. mgr. þótt ekki sé lokið greiðslu allra viðurkenndra krafna ef þeir kröfuhafar sem hafa ekki enn fengið fullnustu samþykkja það.

Neyðarlögin bættu m.a. eftirfarandi ákvæði 5.gr. inn í lög um fjármálafyrirtæki:

"Ákvæði 64. og 65. gr. laga um gjaldþrotaskipti o.fl. eiga ekki við meðan skilanefnd samkvæmt ákvæði þessu fer með málefni fjármálafyrirtækisins."

Gjaldþrotameðferð hefst því ekki fyrr en að slitameðferð lokinni og þá því aðeins að eignir fjármálafyrirtækis nægi ekki til að standa að fullu við skuldbindingar þess og slitastjórn telur sýnt að ekki verði forsendur til að leita nauðasamnings eða staðfestingu hans hefur verið hafnað af kröfuhöfum.

Sem sagt ég skil þetta þannig að það er möguleiki á því að "gömlu" eigendur bankanna fái þá aftur að einhverjum tíma liðnum og eignist þar með afsprengi þeirra, nýju bankana.  Getur það verið svo að FME hafi samþykkt að "þrotabú" gömlu  bankanna, sem eru í raun ekki enn þrotabú skv. lögum, fengju að eignast nýju bankanna (og lán almennings "á slikk") til að bæta eignasamsetningu sína og ársreikning, og svo seinna meir að geta sameinast þeim og skilað eignum þeirra aftur til eigenda þeirra?  Hefur ríkisstjórn Íslands óbeint gefið "gömlu" eigendum bankanna það fé sem fór í að stofna nýja banka eftir bankahrunið og var þessi aðferð kannski krafa AGS við "endurreisn" bankakerfisins?  Og var það ástæðan fyrir því að stofnaði voru 3 nýjir bankar en ekki bara einn ríkisbanki?  Þurftum við 3 nýja banka? 

Voru 200-400 milljarðar af almannafé í raun færðir til útrásarvíkinga af ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms?!!!!  Það væri þá aldeilis!

Ég get því ekki betur séð en eigendur Glitnis, Kaupþings og Landsbankans fyrir bankahrun, séu enn eigendur þeirra þó ekki hafi þeir ákvörðunarvald um rekstur þeirra nú um stundir.  Þar með eru nýju bankarnir í raun í eigu þeirra og þær breytingar sem hafa orðið í kröfuhafahópi bankanna hafi ekkert með eignarhaldið að gera.  Eða hvað?

 


mbl.is Búið að finna þá sem soga til sín hagvöxtinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#113. Þarf ekki bara að auka þorskkvótann?

Ekki það að ég haldi mikið upp á veiðibjöllu eða fýl, en er ástæða hruns sandsílastofnsins kannski þessar árlegu tilraunir Hafró til að geyma fiskinn í sjónum?  Þarf bara ekki að veiða meiri þorsk til að hann éti ekki upp fæðu sjófuglanna? 
mbl.is Eggjataka og veiðar verði takmörkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#109. Hver er kostnaður ríkissjóðs?

Hvað er ríkissjóður að greiða lánshæfismatsfyrirtækjunum miklar upphæðir fyrir lánshæfismat?  Lánshæfismatsfyrirtækin innheimta nefnilega háar upphæðir af þeim aðilum sem verið er að meta óháð því hvort sá hinn sami bað um slíkt mat eða ekki.  Reikningurinn kemur samt, og ef hann er ekki greiddur hafa þessi fyrirtæki hótað og/eða lækkað lánshæfismatið einhliða!  Þetta eru áhrifamestu og verstu svikamyllur sem fyrirfinnast á jarðríki.


mbl.is „Gleypir ekki við skrípaleik“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#106. The people´s democratic rejection....

Jakobína Ingunn ólafsdóttir sendi frú Blanksma tölvupóst.  Ég ákvað að gera það líka.

 

Dear Ms. Blanksma,

I hope this e-mail finds you well.  It´s more of a read than I anticipated but I hope you (or your assistant) take the time to glance through it, especially the indent text and the bold text which are my highlights if you want to take the short version.

An article in an online version of an Icelandic newspaper, Morgunblaðið, got my attention as it contains a  brief translation of a reply to a query the newspaper sent you.

You are quoted:  "This is a contract that can we not move away from.  Negative outcome of this referendum has no bearing on this Agreement.  I am even more astonished by the chaos in domestic affairs.  It is very unwise politically and economically as well.

Christian Democratic Party views that one way or another, the debt must paid.  If not, we will meet in the courtroom."

The newspaper stated the translation was brief and crude.

The common taxpayer in Iceland is not happy that depositors lost money from the Iceland bank collapse.  It is not fair to these depositors be they Dutch, British or from elsewhere for that matter.  But you have to understand that the common taxpayer can not be expected to be accountable for a private bank collapse.  Anywhere.  That is the nature of the EU law for the depositors guarantee scheme.  The credit institutions are responsible.  The Icelandic depositors guarantee scheme was established the same way as in other European countries.

Here are some facts affecting the general public: 

  • Fuel price is now double, in krona, from October 2008 while salaries have stayed the same and overall housing income dropped over same period.
  • Mortgage in Iceland has increased by 30% since October 2008.
    • And this may be the biggest a surprise to you: Please note that on top of interest rates Iceland is the only country in the world to link mortgage payments to a consumption index, meaning any increase in prices on common consumer goods such as coffee, fuel, sugar, corn, milk, bread, cigarettes and alcohol to name a few, all work together and increase the balance and payment of the mortgage on a monthly basis. E.g. a non-smoking person essentially suffers through his/her mortgage because somebody else wants to smoke! Incredible isn´t it?
  • House values have dropped by 20% since October 2008.
  • A vast portion of households was offered illegal loans by Icelandic credit institutions who linked mortgage capital and payments to foreign currencies. They then bought currencies on currency markets working against their customers interests and deflating the krona. Or introduced Icesave. A big portion of the public fled the established indexed mortgages and car leases described above to try out these new loan options.

Ms. Blanksma, are you aware that early October 2008 British authorities used the UK anti-terrorist act to freeze all assets of Landsbanki, the creator of Icesave, and thereby labeling a country without a military, the republic of Iceland, UK´s ally during WW2, and its public as terrorists? Putting the nation side by side with Al-Qaeda.  (There are maybe 200 automatic rifles total in the whole Icelandic police armory!)  UK supreme Courts have ruled similar proceedings as unlawful, even towards suspected terrorists.  Details can be read here:  http://news.bbc.co.uk/2/hi/uk_news/8482630.stm.  Yet Prime minister Brown and Chancellor of Treasury Darling imposed the same act against an Icelandic private bank, very likely contributing to it´s subsequent collapse and the consequent downturn of Iceland´s economy.  The amount of damage this decision did can probably never be calculated nor confirmed.

Are you aware that these actions by the UK authorities made it impossible for Icelandic companies to transfer payments to foreign suppliers worldwide and foreign customers could not pay Icelandic companies for their services and products?  I am sure you agree this action was in effect a breach of one major pillar of the EU single market; namely the free movement of capital within the EEA.  And if the Brits state that unusual circumstances justified this action, well what can the Icelandic authorities say regarding the depositor´s bailout?  By the way, rumors say that 20 of the richest families in Iceland benefited from 95 percent of the bailout.  Not the general public who is now to be dragged to the gallows by the UK and Dutch authorities. That´s how the Icelandic authorities distributed the domestic bailout!

Are you aware that these actions by the UK authorities were a contributing factor that to last of the big banks, Kaupthing, collapsing?  The freezing order by Mr. Brown and Mr. Darling on Landsbanki caused a "rally" on Kaupthing Singer&Friedlander which was then taken over by UK authorities, putting the last nail in the economies coffin.

Ms. Blanksma, before you judge the people of Iceland I urge to investigate the facts of this matter thoroughly.  I am sure your counterparts here in the Icelandic parliament can assist with facts and dates if needed.  English excerpts from Althingi´s Special Committee investigation can be found here: http://sic.althingi.is/

Finally, if you have reached this far, I urge you to check the capital of the Dutch depositors guarantee scheme to verify it can indeed withstand the collapse of 90% of the Dutch bank system in one week and repay all depositors their deposits claim as you are determined to have Iceland do.  I doubt the scheme can cover 50% of the maximum guarantee of €20.887 for all accounts for such a collapse.

A lot of Dutch depositors would loose their money if this would happen for the Dutch banking system. 

What would you and Mr. de Jager do in such circumstances?

I urge you to look at the big picture before you decide to take actions against the general public of Iceland!

Thank you for your attention.

 

PS: By the way, it is expected that all of Landsbanki´s assets in Euros will cover claims for accounts in Euros.  The uncertainty is towards asset recovery in British pounds, US dollars, Canadian dollars and Swiss francs to pay the UK depositors.

We welcome your visit any time, our krona is cheaper than Bangladeshi Taka so you can make good shopping.

1 Euro=103 BDT

1 Euro=162 ISK (if you buy in Amsterdam it´s around 210 ISK)

 

Best regards,

Erlingur A. Jónsson


mbl.is Hóta að standa í vegi aðildar að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband