Færsluflokkur: Fréttir

#91. Opið bréf til Jóhönnu

Sæl Jóhanna,

Það er sjálfsagt tímaeyðsla að rita þér þessar línur því varla kemurðu til með að lesa þær.  Ég vil þó reyna að fá að benda þér að á að skoða dótturfyrirtæki Nýja Landsbankans, SP-Fjármögnun hf., þegar uppgjör NBI verður gert kunnugt.  SP-Fjármögnun er stýrt af manni sem keyrði það í þrot við bankahrunið.  Staðan var svo slæm að NBI þurfti að afskrifa 35,4 milljarða lán og „breyta" því í 1,1 milljarðs hlutafé.  En þetta veistu sjálfsagt allt.  Sendi þér hér að lokum yfirlit yfir ofurlaunaþróun framkvæmdastjóra SP-Fjármögnunar frá 2001.  Allar tölur eru teknar beint úr ársreikningum SP fyrir utan árið 2001 sem er áætluð.  Það verður forvitnilegt að sjá töluna fyrir 2010.

Ár

Árstekjur frkv.stj SP

2001

11.112.944

2002

12.042.000

2003

12.414.000

2004

13.405.000

2005

22.650.000

2006

32.644.000

2007

36.665.000

2008

37.524.000

2009

19.002.000

2010

????

Alls

197.458.944


mbl.is Engin réttlæting fyrir ofurlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#90. Fleiri fá ofurlaun

Það eru ekki bara bankastjórar „stóru" bankanna sem hafa fengið ofurlaun.  Ég vil nota tækifærið og minna á 2 vikna gamla færslu mína frá 21. febrúar sl.  Framkvæmdastjóri SP-Fjármögnunar hefur fengið ofurlaun á undanförnum árum með ágóðahlut sínum af ólögmætum hagnaði af lánastarfsemi SP.  Er ekki eðlilegt að hann skili þessum ólöglega fengnu peningum?  Ég á eftir að sjá Sjálfstæðismenn ráðast á illgresið í þessum bakgarði sínum en stjórnarformaður SP var um langt árabil aðalpeningasmalari Sjálfstæðisflokksins, Þorgeir Baldursson.

Nú er SP-Fjármögnun hf. að fullu í eigu þjóðarinnar í gegnum Nýja Landsbankann eftir hlutafjáraukningu árið 2009 til að bjarga því frá gjaldþroti.  Nema hlutafjáraukninginn kostaði 35,4 milljarða til að búa til 1,1 milljarð í hlutafé.  Einhvern veginn flýtur þetta fyrirtæki framhjá fréttaumræðunni af fjármálabullinu.

Jóhanna gagnrýndi ofurlaunin á Facebook-síðu sinni í gær.  Hvernig væri að taka á þessu rugli þegar það á sér stað í gegnum almenningsfyrirtæki eins og að ofan greinir?  Hvenær endar þessi vitleysa?


mbl.is Ótrúlegar fréttir af launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#87. Til EFTA með málið!

Þessi rugldeila með gengistryggðu lánin er fyrir löngu komin á það stig að senda þarf málið til Eftirlitstofnunar EFTA sem kvörtun á framkvæmd Íslands á EES-samningnum og fá alvöruúrskurð manna sem eru ekki gegnsýrðir af efnahagsruglinu hérna heima.  Ég hef verið að undirbúa slíka kvörtun um nokkurn tíma og er hún farin að taka á sig nokkuð endanlega mynd.

Þó undrar mig alltaf jafnmikið hvers vegna lögmenn lánþega reyna ekki að beita fyrir sig ákvæðum laga um neytendalán við dómsmeðferð þessara lánasamninga.

Ég vil fyrst telja 14.gr. neytendalánslaga en þar segir:

„Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar." 

Minn skilningur er því sá að í alvöru réttarfarsríki takmarki þetta ákvæði endurheimtur lánveitanda á lánsfjárhæð geri hann mistök við útreikninga.  Sérstaklega þegar þau eru svo gróf sem raun ber vitni með gengistryggða lánasamninga.  Þess vegna er ekki hægt að endurreikna vexti og lántökukostnað afturvirkt vegna athæfis lánveitanda, sem gefur þannig hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar en kynnt er í upphafi samnings.

Einnig segir í 9. gr. sömu laga:

Þó að í lögum þessum sé kveðið á um að neytandi skuli fá upplýsingar um vexti eða fjárhæðir þar sem vextir eru meðtaldir, sbr. 6. gr., kemur það ekki í veg fyrir að aðilar geti samið um að vextir séu að nokkru eða öllu leyti breytilegir. Skal þá greint frá vöxtum eins og þeir eru á þeim tíma sem upplýsingarnar eru gefnar, tilgreint skal með hvaða hætti vextirnir eru breytilegir og við hvaða aðstæður þeir breytast." 

Engin lánssamningur tilgreinir að séu ákvæði lánssamnings að einhverju leyti úrskurðuð ólögleg megi breyta samningi og endurreikna lántökukostnað afturvirkt lántaka í óhag.  Slíkt gengur þvert gegn ákvæðum tilskipana Evrópusambandsins um neytendavernd.

Þá undrar mig einnig að Hæstiréttur sinni ekki rannsóknarskyldu sinni betur við meðferð þessara mála og skoði ákvæði þessara laga við dómsuppkvaðningar.  Einnig sýnist mér Hæstiréttur ekki dæma eftir nýja lagabálknum hans Árna Páls og heimila uppgjör eins og þar kemur fram.  Það er athyglisvert en segir margt um ólögin þau.

Viðbót: Í dómsuppkvaðningu máls nr. 604/2010 var reyndar tekist á um ofangreinda 14.gr. þannig að það eru dæmi um að lögmenn hafi horft til þessarar greinar.


mbl.is Segja lög um gengistryggð lán gagnslaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#86. Vonbrigði ársins

Þessi frétt er vonbrigði ársins. Að mínu mati hefur meiri liðleskja ekki setið í ráðherrastól frá því ég komst til vits og ára. Og sennilega á lýðveldistímanum. Vonandi verður ekki langt í að ráðherradómi hans ljúki.
mbl.is Fregnir af afsögn stórlega ýktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#85. Svona virkar innistæðutryggingarsjóður...

Ég fæ ekki séð nein áform um að það fé sem er umfram lágmarksinnistæður skuli greiðast úr danska ríkissjóðnum við þetta gjaldþrot Amagerbankans.  Það væri samt forvitnilegt að sjá slíka umræðu fara af stað í Danmörku.  Skyldi eitthvað af útrásargullinu hafa tapast við þetta gjaldþrot?

En hér er sennilega skólabókardæmi um hvernig innistæðutryggingarsjóðir virka; það sem er umfram lágmarksinnistæðutryggingu er tapað fé, punktur!  Og þannig á Icesave að virka, punktur!  Ef Bretar og Hollendingar kusu að greiða eitthvað umfram lágmarkstryggingu er það þeirra mál, ekki okkar, punktur!


mbl.is Amagerbankinn gjaldþrota
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#83. Ég sætti mig ekki við þessi málalok....

Ég hef sveiflast reglulega til í Icesave-málinu, borgum/borgum ekki.  En nú er ég orðinn þeirrar skoðunar að við eigum ekki að borga, þar að auki að við getum ekki borgað, og þjóðin eigi að fá að eiga síðasta orðið um Icesave III.  Þessi skoðun mín styrkist ennþá meira í dag eftir umræðu í Silfri Egils að líklega myndu Bretar og Hollendingar  ekki fara dómstólaleiðina ef samningnum yrði hafnað.  Hver er þá áhættan?  Tryggvi Þór Herbertsson hélt því fram að lífskjör hér yrðu „eitthvað lakari" en á öðrum Norðurlöndunum, og hagvöxtur yrði eitthvað lakar en þar.  Þetta hefur þegar gerst og tengist Icesave ekkert sérstaklega.  Þetta gerðist við hrunið 2008!

Ef einkabanki getur ríkisvætt skuldirnar sínar getur almenningur það líka með því að hætta að borga af sínum lánum.  Fleiri og fleiri munu ákveða að fara þá leið því það verður engin önnur leið fær skuldugum heimilum.  Almenningur á ekki að vera hamstur á hlaupahjóli skuldavélar sem það stofnaði ekki til.

Ólafur Margeirsson skrifar á vef Pressunnar í dag að Íslendingar myndu gera heiminum greiða með því að fara með Icesave fyrir dómstóla.  Hann segir að „alþjóðlegur þrýstingur á endurskipulag alþjóðlega fjármálaregluverksins og -kerfisins, með beina vísan í hvers konar laga- og siðferðislega blindgötu það [innskot: Icesave málið] væri komið í ef Íslendingar ættu einir að borga þennan reikning, myndi aukast stórum."

Ég held að Ólafur hafi rétt fyrir sér.

Einnig vil ég vekja athygli á stórgóðri grein Guðmundar Ásgeirssonar á bloggi sínu um óraunhæfa 7% ávöxtunarkröfu Bankasýslu ríkisins á þá eignarhluti í fjármálafyrirtækjum sem hún fer með fyrir hönd ríkisins, sem aftur tengist útreikningum Excel reiknimeistara á greiðslugetu Íslendinga vegna Icesave.  Þar hafa menn reiknað sig í niðurstöðu sem er stjórnvöldum að skapi í stað þess að horfast í augu við raunveruleikann. 

Almenningur verður að taka málin í sínar hendur og hætta að greiða af lánum ef Icesave klyfjarnar verða samþykktar af forseta Íslands.


mbl.is „Sætti mig við þessi málalok“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#78. Lífeyrissjóðir sitja á rökstólum....

Það sem á að reynast erfitt að taka á einu víðtækasta vandamáli þjóðfélagsins í dag. Ég vildi óska að forystumenn lífeyrissjóðanna hefðu fundað og farið svona gaumgæfilega yfir áreiðanleika og hugsanleg skaðsemiáhrif þeirra fjárfestinga sem þeir tóku þátt í með útrásarvíkingum á árum áður, eins og nú þarf að gera til að aðstoða heimili launafólks í landinu.
mbl.is Lífeyrissjóðir fara yfir tillögurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#76. Réttur skuldara fyrir borð borinn

Við lestur gengislánafrumvarps Árna Páls er réttur kröfuhafa hærra metinn en skuldara undir formerkjum fjármálastöðugleika.
Ég nefni hér nokkur dæmi:

1. Gengistryggðir fjármögnunarleigusamningar fyrirtækja eru gerðir löglegir. > Hér er einfaldlega staðfest að þeir séu ólöglegir í dag og eina ástæðan til að lögleiða er til að bjarga kröfuhafa.
2. Kröfuhafi má kalla til dómskvadda matsmenn ef ágreiningur er um almennt markaðsverð við uppgjör bílaláns, en skuldari skal fara til löggilts bílasala. > Dómskvaddir matsmenn, ekki bílasalar að eigin vali, eiga að sjá um slíkt mat ef ágreiningur er um uppgjör. Þetta kemur fram í 19.gr. lögum um neytendalán.
3. Frumvarpið ætlar að gera skuldurum að greiða af skuldbindingu í 3 ár án þess að geta notið hennar. Sem sagt ef um vörslusviptingu bifreiðar er að ræða skal skuldari borga kröfuhafa þó kröfuhafi hafi fengið bifreiðina og jafnvel selt. > Þetta gengur aftur gegn lögum um neytendalán en 19.gr. segir: "Þegar söluhlutur er endurheimtur skal við uppgjör á milli aðila lánssamnings reyna að komast sem næst því að þeir verði jafnsettir og ef viðskiptin hefðu ekki átt sér stað."

Í frumvarpinu eru fleiri atriði sem ganga fyrst og fremst út á hag kröfuhafa og gegn skuldara en ég týni ekki til í þessari samantekt. Ég skora á þingmenn að lesa frumvarpið með hag skuldara að leiðarljósi, nóg er komið af taumhaldi viðskiptaráðherra af hag fjármálafyrirtækja.


mbl.is Mælir fyrir gengislánafrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#75. ESB bregst sem bjargvættur Íra!

Eina aðalrök Samfylkingarinnar fyrir inngöngu í ESB að þar fengjum við aðstoð frá Seðlabanka Evrópu, reyndar með upptöku evru. Írland hefur verið aðili að Evrópusambandinu og forvera þess síðan 1973. Samt þurfa þeir núna að hlaupa í fang AGS vegna fjárþurrðar banka. Skyldi Össur vita af þessu?
mbl.is AGS á leið til Dublin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

#67. Er þá ekki skítalykt af Iceland Express?

Ef Matthíasi Imsland finnst loft í Icelandair er þá ekki skítalykt af Iceland Express? Alla vega fylgir skítaslóðin eiganda þess um allt í gegnum loftbóluviðskipti hans. Á heimasíðu Iceland Express er félagið sagt í eigu eignarhaldsfélagsins Fengs. Það félag er ekki skráð í ársreikningaskrá RSK, en þar er hins vegar Fengur ehf fjárfestingarfélag, sem er líklega hinn skráði eigandi Iceland Express, sem vísað er til á heimasíðunni. Það félag hefur ekki skilað ársreikningi frá stofnun félagsins 2006. Ég held að forstjóri ferðskrifstofunnar Iceland Express ætti að líta sér nær.
mbl.is Icelandair fullt af lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband