Færsluflokkur: Fréttir
#176. Hefur óvissunni verið eytt að fullu?
31.5.2013 | 22:23
Guðmundur Ásgeirsson lýsir því réttilega á bloggi sínu að Hrd. 50/2013, í máli Plastiðjunnar gegn Landsbankanum, hafi ekki tekið mið af ákvæðum neytendalánalaga enda er Plastiðjan ekki neytandi í skilningi þeirra laga.
Ég hef iðulega lýst því hér á síðunni að neytendur eigi ríkari rétt en lögaðilar vegna ákvæða í lögum um neytendalán, síðast í þessari færslu. Ástæðan er ákvæði gildandi neytendalaga um heildarlántökukostnað og takmarkanir á breytingum á honum ef lánveitandi hefur ekki uppfyllt upplýsingaskyldu sína, eða ef heimildir um breytingu á heildarlántökukostnaði samnings reynast ólöglegar.
Þá hef ég bent á dóm Evrópudómstólsins í máli C-76/10 þar sem lán var dæmt vaxtalaust og án nokkurs lántökukostnaðar vegna þess að lánveitandi veitti ekki upplýsingar um árlega hlutfallstölu kostnaðar, eða heildarlántökukostnað, eins og honum bar að gera. Ekki eru reyndar allir sammála túlkun minni í færlsunni eins og kemur fram í athugasemd við hana.
Það er og mín skoðun að þar sem heildarlántökukostnaður er tilgreindur við samningsgerð, iðulega á greiðsluáætlun þar sem árleg hlutfallstala er líka gefin upp, sé sú tala takmarkandi við innheimtu lánasamnings. Meginmarkmið árlegrar hlutfallstölu er jú það að neytandi geti borið saman saman kostnað á ólíkum lánasamningum á einfaldan hátt. Ég tel sem sagt að ef greiðsluáætlun er tilgreind sem hluti samnings sé ljóst að aldrei megi innheimta hærri lántökukostnað en þar er tilgreindur, jafnvel þótt einstaka greiðslur geti tekið breytingum á samningstímanum. Slíkar breytingar hafi ekki áhrif á lántökukostnað nema tilgreint sé að svo geti verið og að sjálfsögðu að forsendur breytinganna séu löglegar. Það er svolítið makalaust að fjármálafyrirtæki telji að lántaki hafi samþykkt opinn tékka með því að óska eftir ákveðnum lánstíma í samningi, og að heildarupphæð endurgreiðslunnar sé óræð. En vitanlega eru lántakar fyrst og fremst að sækjast eftir lánsfjárupphæð, sem þeir eiga svo rétt á að vita hver endurgreiðslukostnaður hennar er.
Ég hef líka oft lýst því á þessu bloggi, sem og annars staðar, að fjármálafyrirtækin hefðu átt að notast við greiðsluáætlun við innheimtu lánasamninga vegna bíla eða tækja á meðan "óvissu" vegna þeirra væri eytt. Þar kæmi jú berlega fram að neytandi/lántaki hefði gengist undir skuldbindingu og ljóst var og aðilar sammála um hvaða kostnað slík skuldbinding átti að bera.
Þessi mál hefði verið hægt að leysa fyrir mörgum árum ef lögmenn og dómstólar hefðu unnið vinnuna sína betur, án þess að hér sé verið að benda á einstaka persónur sem hafa unnið þessi mál.
Ég er hræddur um að ekki séu öll kurl komin til grafar enn í þessum málum!
Fagnar því að óvissu sé eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#175. Hjákátleg umræða.
7.5.2013 | 15:54
Öllu má nú eyða tíma sínum í.
Yfir árið eru stakir almennir frídagar í miðri viku fjórir:
- Sumardagurinn fyrsti
- Uppstigningardagur
- 1. maí
- 17. júní
Aðrir frídagar tengjast stórhátíðum eða helgum.
Eins og sést af ofantöldu falla rökin í niðurlagi fréttarinnar að með svona fyrirkomulagi gefist launamönnum fleiri langar helgar um sumartímann um sjálf sig við nánari skoðun. Almennir frídagar á vinnumarkaði eru nefnilega sárafáir í miðri viku yfir sumartímann. Í raun aðeins einn, þ.e. ef 17.júní ber upp á vikudag. (Tel ekki sumardaginn fyrsta til sumars.) Aðrir frídagar sem falla til yfir sumartímann eru nú þegar við helgi, þ.e. á mánudegi, s.s. annar í hvítasunnu og frídagur verslunarmanna.
Hér er því aðeins um tvo daga að ræða sem mætti færa til, sumardaginn fyrsta og uppstigningardag.
Væri ekki nær að borgarfulltrúinn eyddi tíma sínum í að sjá til þess að samanlagður fjöldi starfsdaga í skólum og leikskólum, ásamt sumarlokunum leikskóla færi ekki yfir samanlagðan orlofsrétt almennra launþega í Reykjavík? Þannig gæti hinn almenni launþegi átt þess kost að nýta sitt orlof í annað en starfsdaga í skólum yfir vetrartímann.
Stakir frídagar verði fluttir til | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#174. Klaufalegt myndval
3.5.2013 | 18:58
Myndin sem fylgir þessari frétt er í mesta falli klaufaleg. Byssur sem jafnan eru notaðar í rússneskri rúllettu eru ekki með kúlurnar í skeftinu, eins og sú sem fylgir fréttinni, heldur í fimm eða sex skota cylinder sem hlaðinn er einu skoti og er svo snúið. Handahóf er látið ráða hvar hólfið með skotinu endar áður en tekið er í gikkinn. Sá fyrsti sem mundi nota svona byssu í rússneskri rúllettu, eins og fréttin sýnir, myndi tapa í fyrstu umferð.
Dó í rússneskri rúllettu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#173. Þyrla ekki þungaflutningur
27.4.2013 | 14:43
Búnaður sóttur til Aberdeen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 7.5.2013 kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Enn einn sigur lántaka í dómsmálum vegna gengistryggðs bílafjármögnunarsamnings er í höfn. Þá er niðurstaða Hæstaréttar vegna verðtryggingarþáttarins athyglisverð og áhugavert væri að skoða hana í víðara samhengi, t.d. vegna íbúðalána. Ég óska þeim aðilum sem munu njóta góðs af niðurstöðu hans til hamingju, en ég þori að veðja að Landsbankinn mun ekki líta svo á að þessi niðurstaða hafi fordæmisgildi vegna samninga á hans vegum. Viðskiptavinir SP-Fjármögnunar og Avant munu vafalaust þurfa að bíða enn um sinn.
Og ég lýsi eftir viðbrögðum sérstaks saksóknara vegna hegðunar stjórnenda Lýsingar, sem og annarra fjármálafyrirtækja. Hvernig væri að fara draga stjórnendur þessara fyrirtækja til ábyrgðar vegna þessara ólögmætu viðskipta og ekki síður gegndarlaus virðingarleysis fyrir landslögum og dómafordæmum? Hvað hafa mörg heimili og fyrirtæki verið keyrð í þrot með ólögmætri innheimtu og ekki síst, kolólöglegum og forsendulausum vörslusviptingum bifreiða og vinnuvéla?
Já, ábyrgð þessara aðila er mikil, en ég hef litla von um að þeir verði látnir axla hana vegna þessara viðskipta!
Ég hvet þó viðskiptavini SP og Avant að krefja Landsbankann svara vegna sinna samninga. Deildarstjóri lögfræðisviðs Landsbankans heitir Ásgeir H. Jóhannsson, netfangið hans er: Asgeir.H.Johannsson@landsbankinn.is.
Gleðilegt sumar!
Fordæmi fyrir þúsundir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 11:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#171. Hver borgaði afskriftirnar?
20.4.2013 | 13:47
Skuldir færðar niður um 475 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#169. Smámál.
18.3.2013 | 10:48
Guðfinnur Halldórsson bílasali bendir efnahags-og viðskiptanefnd á að ekki verði hægt að kaupa bifreiðar utan opnunartíma banka ef kaupandi hyggst fjármagna kaupin með láni að upphæð 2 milljónir eða meira, verði fyrirhugað ákvæði neytendalána um greiðslumat að lögum. Það er gott ef aðilar halda vöku sinni vegna starfa Alþingis en þetta sjónarmið er vitanlega bara vitleysa.
Bifreiðakaup eru yfirleitt fyrirhuguð með nokkrum fyrirvara og kaupendur leita í nokkurn tíma að réttu bifreiðinni áður en gengið er frá kaupum. Kaupanda er í lófa lagið að sækja fyrirfram um greiðslumat til síns banka, eða þess fjármögnunarfyrirækis sem hann hyggst fá lán hjá, áður en farið er á stúfana að leita að bifreið. Slíkt væri hægt að gera á heimasíðu fjármálafyrirtækis eða í gegnum heimabanka. Smámál. Bílasölur munu ekki loka um leið og bankar þó þetta ákvæði verði að lögum svo mikið er víst.
Engin bílasala á meðan bankarnir eru lokaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#168. Skattframtöl flestra landsmanna eru röng.
4.2.2013 | 18:44
Þetta mál er dæmi um hvað forgangsröðun sérstaks saksóknara er stundum furðuleg. Vel má vera að ástæða sé til þess að ákæra, en einhvern veginn held ég að refsingin verði ekki í samræmi við fyrirhöfnina. Er ég þá ekki að vísa til þess að Bjarni sé vammlaus, heldur er málið frágengið að mínu mati. Skuld Bjarna er að fullu uppgerð og leiðrétt, en samt er ákært fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum. Í raun mætti ákæra nánast alla landsmenn fyrir að hafa skilað ranglega útfylltum skattframtölum, sem meira og minna standa óleiðrétt vegna ólögmætrar háttsemi fjármálafyrirtækja, því skattframtal er á ábyrgð þess sem skilar því inn, þ.e. einstaklingsins.
Forsvarsmenn margra fjármálafyrirtækja voru með ákvæði í starfssamningi um ýmsa kaupauka tengdri afkomu þess félags sem viðkomandi var í forsvari fyrir. Ábati þessi var iðulega kominn af ólöglegri starfsemi fjármálafyrirtækis. Sama ólöglega starfsemi leiddi til þess að skattframtöl meirihluta allra landsmanna voru, og eru, röng. Skuldir voru, og eru, ofmetnar vegna þess að fjármálafyrirtækið heldur enn ranglega uppi kröfu um of háa stöðu höfuðstóls. Slík háttsemi er að mínu viti fjársvik, og kærði ég slíka háttsemi til sérstaks saksóknara. Svarið frá embættinu var að um "einkaréttarlegan ágreining" væri að ræða, og "talið var hæpið að huglæg afstaða kærðu hafi verið með þeim hætti við og í kjölfar samningsgerðar, að uppfyllt geti kröfur um saknæmi við meðferð refsimáls og ásetning til brota." Og það sem mér finnst enn furðulegra er að ríkissaksóknari tók undir þetta álit.
Sérstakur saksóknari telur greinilega að skattalagabrot Bjarna hafi verið ásetningur, og þess virði að ákæra fyrir.
Kannski er ég úti á túni í ályktunum mínum vegna ofangreinds, en eftir viðskipti mín við "kerfið", þ.e. eftirlitsstofnanir eins og FME og Neytendastofu, og saksóknaraembætti, hef ég orðið stórar efasemdir um gæði menntakerfisins okkar, sem eins og allt annað á Íslandi er jú sagt það "besta" í heimi!
Þegar greitt það sem var vanframtalið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#167. Skítt með mælana, hvað með innihaldið í flöskunum?
4.2.2013 | 18:02
Sjússamælar hvergi í lagi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#166. Ber enginn ábyrgð á þessu Helgi Hjörvar?
26.10.2012 | 18:32
Ítrekað hefur verið gengið of langt í aðgerðum vegna lána með gengistryggingu segir Helgi Hjörvar. En aldrei hefur neinn verið ákærður eða verið látinn sæta ábyrgð á þessum gjörningum sem kostað hafa heimili og fyrirtæki tugi milljarða á sl. árum.
Hvað vill formaður efnahags- og viðskiptanefndar gera við forsvarsmenn þessara fyrirtækja, núverandi sem fyrrverandi, sem bera ábyrgð á gerð þessara ólögmætu samningsskilmála, öllum ólögmætum innheimtuaðgerðum, uppboðum á ólögmætum forsendum svo ekki sé minnst á allar ólögmætu vörslusviptingarnar í skjóli nætur? Eiga þeir ekki að sæta ábyrgð gjörða sinna?
Vill að bankarnir skili eignum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)