Færsluflokkur: Fréttir
#165. Endurreikningur á bílalánum er óþarfur.
26.10.2012 | 13:09
Reiknivél sett upp hjá umboðsmanni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#164. Hvers vegna þarf að endurreikna bílalánasamninga?
26.10.2012 | 13:05
Hvers vegna þarf að endurreikna bílalán þar sem fyrir lá við undirritun fjöldi gjalddaga, heildarlántökukostnaður og árleg hlutfallstala kostnaðar, eins og lánveitanda ber að kynna við gerð lánssamnings? Hvers vegna er ekki litið á slíka greiðsluáætlun, sem er hluti lánssamningsins, og þann heildarlántökukostnað sem þar er birtur sem takmarkandi þátt við innheimtu slíks lánssamnings? Þar voru aðilar upplýstir og sammála um hvað samningurinn ætti að kosta.
Ef keypt er sjónvarp, eða tölva, t.d. á raðgreiðslum, kemur fram á samningi frá söluaðila, fjöldi greiðslna, upphæð þeirra og sú heildargreiðsla sem inna á af hendi á samningstímanum. Hvers vegna er ekki farið með bílalán með sama hætti? Hve margir bílalánasamningar innihalda heimildir um að heildarlántökukostnaður samningsins geti, eða megi, breytast?
Lánveitanda er óheimilt að innheimta lántökukostnað sem gefur hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar en kynnt er við samningsgerð. Endurreikningur slíks samnings á síðari stigum, sem breytir kostnaði samningsins með íþyngjandi hætti er ólöglegur. Hvers vegna er þetta talið heimilt í dag þegar samningar innihalda ekki heimildir til slíkra breytinga?
Fagnar frumkvæði Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#163. Eru héraðsdómar vegna lánasamninga marktækir?
14.9.2012 | 19:43
Ég spyr hvort nokkuð mark sé takandi á héraðsdómum vegna lánasamninga þar sem erlend mynt kemur við sögu með einum eða öðrum hætti. Er ekki fyrirfram vitað að hver sem niðurstaðan verður í héraði, slíkum dómi yrði alltaf áfrýjað til Hæstaréttar af alla vega öðrum aðilanum? Ég gef mér að slíkt verði gert í þessu máli. Og hversu miklum tíma eyða dómarar þá í dóma vegna slíkra mála?
Viðbót kl.20:30:
Í 11.gr.laga um byggðastofnun, lög nr.106 frá 1999 segir að: "Fjárhagslegt markmið lánastarfsemi stofnunarinnar samkvæmt þessari grein skal vera að varðveita eigið fé hennar að raungildi."
Starfsreglur stofnunarinnar frá 1.janúar 2012 nefna að "lán séu veitt í íslenskum krónum, bandaríkjadölum, evru, svissneskum frönkum eða japönskum jenum. Lán í íslenskum krónum eru verðtryggð miðað við vísitölu neysluverðs.
Vextir á erlendum lánum eru breytilegir og miðast við millibankavexti á lánum að viðbættu álagi. Álagið er nú 4,50%.
Því spyr ég: Er eðlilegt að ríkisstofnun eins og Byggðastofnun búi við gengisáhættu í lánastarfsemi sinni? Þarf Byggðastofnun að bjóða upp á lán í erlendum myntum, eða ætti hún yfirhöfuð að gera það?
Að síðustu velti ég því fyrir mér hvort starfsleyfi stofnunarinnar feli í sér leyfi til viðskipta með erlendan gjaldeyri?
Erlent lán dæmt lögmætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#162. Ónýtt Fjármálaeftirlit
29.8.2012 | 17:21
Nú þekki ég ekki til þessa tiltekna máls annað en stendur í fréttinni og úrskurði Persónuverndar. En afstaða Fjármálaeftirlitsins í þessu máli er lýsandi fyrir vanhæfi og frammistöðu stofnunarinnar við eftirlit með vörslusviptingafyrirtækjum.
Stofnunin segir í svarbréfi til Persónuverndar frá 20. mars 2012 að hvorki Vörslusvipting né Vörslusviptingar-LMS hefðu fengið leyfi til innheimtustarfsemi. Þá heldur stofnunin því fram í svari sínu að niðurstaða skoðunar þess hafi hins vegar ekki verið sú að tilefni væri til að grípa til aðgerða, enda væru engar vísbendingar um Vörslusvipting eða Vörslusviptingar-LMS stunduðu starfsleyfisskylda starfsemi sem heyrði undir verksvið FME."
Vörslusviptingar-LMS er skráð hjá RSK í eftirfarandi atvinnugreinaflokkum:
Ef þetta er ekki vísbending að Vörslusviptingar-LMS hafi stundað innheimtustarfsemi sem er starfsleyfisskyld starfsemi og heyrir undir verksvið FME, ja, þá veit ég ekki hvað FME þarf til að túlka sem vísbendingu.
Þá gaf Persónuvernd Vörslusviptingum-LMS ehf. einnig kost á skýringum. Í svarbréfi [lögmanns], f.h. félagsins, dags. 20. desember 2011, segir m.a.:
Starfsemi umbj.m. felst einkum í því að hann selur þjónustu, aðallega til lánastofnana, fjármögnunarfyrirtækja, lögmanna og lögfræðistofa, sem felst í því að framfylgja vörslusviptingu á lausafé, s.s. bifreiðum og tækjum.[...] Verkbeiðandi/gerðarbeiðandi byggir kröfur sínar um vörslutöku eða útburð á löglegum heimildum og ber ábyrgð á fullnustugerðinni, sem er á kostnað gerðarþola. Gerðarþola ber að afhenda lausaféð og ef hann neitar að afhenda lausafé eða felur það er hann að hindra framgang hinnar lögmætu fullnustugerðar. Til þess að ná fram vörslutöku á lausafé er eðli máls samkvæmt yfirleitt nauðsynlegt að ná sambandi við gerðarþola áður en lausaféð er tekið úr vörslu gerðarþola."
En, mér kemur ekkert á óvart í afgreiðslu FME á athugasemdum um ólögmætt framferði lánastofnana. Starfsfólk FME virðist fremur leitast viðað verja það framferði sem bent er á sem ólögmætt frekar en að verja hag almennings og rannsaka hvort lög hafi verið brotin.
Ekki með leyfi til innheimtustarfsemi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#160. Erindinu verður hafnað....
28.6.2012 | 12:58
Ég leyfi mér að efast um að Félag atvinnurekenda hafi erindi sem erfiði með þessu bréfi sínu. Fjármálaeftirlitið mun líklega hafna þessu erindi með vísan til 5.gr. upplýsingalaga og bera því fyrir að um mikilvæga fjárhags- eða viðskiptahagsmuni Lýsingar sé að ræða, sem eðlilegt og sanngjarnt sé að fari leynt, nema Lýsing samþykki að þessar upplýsingar verði veittar. Mér er til efs að Lýsing samþykki slíkt.
Hitt er þó ánægjulegt að Félag atvinnurekenda tekur loks upp hanskann fyrir sína félagsmenn vegna þess óréttar sem fjámögnunarfyrirtækin fá óáreitt að beita viðskiptamenn sína.
Vilja upplýsingar um leigusamninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#158. Persónuvernd á villigötum?
25.4.2012 | 16:06
Þetta er ótrúlegur úrskurður Persónuverndar. Íslandsbanki var ekki til á núverandi kennitölu á árunum 1995-1997 og gat því ekki veitt manninum lán á þeim tíma né átt við hann viðskipti. Hvernig gat Íslandsbanki varðveitt upplýsingar vegna viðskiptasögu mannsins fyrir tímabil sem hann starfaði ekki? Viðskiptin voru gerð við allt annan Íslandsbanka, sem síðar breytti um nafn og varð Glitnir árið 2006, og fór á hausinn í október 2008.
Ég er löngu hættur að botna í opnberri stjórnsýslu og lagaframkvæmd þegar kemur að íslenskum bönkum. Svona úrskurður sýnir að "hið opinbera" og eftirlitsaðilar líta á nýju bankana sem þá sömu og fyrir hrun þrátt fyrir að ekki sé um sama lögaðila.
Þessi úrskurður opnar á að allir bankarnir geti "varðveitt", og þar með haft óheftan aðgang að upplýsingum um viðskipti almennings á liðnum tíma við allt annan lögaðila, þegar núverandi bankar voru hreinlega ekki til. Óskiljanlegt!
Heimilt að varðveita upplýsingar um lán | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#156. Össur villtur í Brussel - Einhliða samningsskilmálar ESB
27.2.2012 | 10:52
Á vef Evrópusambandsins er að finna plagg sem útskýrir stækkunarferli Evrópusambandsins og hvernig samningaviðræður fara fram. Á blaðsíðu 9 má finna eftirfarandi texta (íslensk þýðing er mín):
Aðildarviðræður
Fyrst er mikilvægt að undirstrika að hugtakið "samningaviðræður" getur verið villandi. Í aðildarviðræðum er lögð áhersla á skilyrði og tímasetningu umsóknarlands um aðlögun, upptöku og beitingu á regluverki ESB - sem er alls um 90.000 síður. Og þessar reglur (einnig þekktar sem "acquis", sem er franska fyrir "Það sem hefur verið samþykkt") eru ekki umsemjanlegar.
Fyrir umsækjendur, er það í raun spurning um að samþykkja hvernig og hvenær á að aðlaga og innleiða regluverk og vinnulag ESB [í landslög]. Fyrir ESB er mikilvægt að fá tryggingu fyrir tímasetningu og skilvirkni hvers umsóknarlands um framkvæmd reglnanna.
.......
Til að auðvelda samningaviðræður, er öllu regluverki ESB skipt upp í "kafla", einum fyrir hvern málaflokk. Fyrsta skrefið í samningaviðræðum er kallað "skimun"; tilgangur hennar er að skilgreina atriði sem aðlaga þarf í löggjöf, stofnunum eða stjórnskipun/verklagi umsóknarlands.
Sem grundvöll fyrir að hefja raunverulegt, tæknilegt samningaferli, útbýr framkvæmdastjórnin "skimunarskýrslu" fyrir hvern kafla og hvert land. Þessar skýrslur eru lagðar fyrir Evrópuráðið. Það er svo framkvæmdastjórnarinnar að gera tillögu um hvort hefja eigi viðræður um kafla, eða krefjast þess að tilteknum grundvallaratriðum (eða "viðmiðum") verði mætt fyrst.
Umsóknarlandið leggur þá fram samningsstöðu. Á grundvelli tillögu framkvæmdastjórnarinnar, setur Evrópuráðið fram sameiginlega afstöðu ESB um opnun viðræðna.
Þegar ESB samþykkir sameiginlega afstöðu á hverjum kafla regluverksins, og þegar umsóknarlandið samþykkir sameiginlega afstöðu ESB, er viðræðum vegna þess kafla lokað - en aðeins til bráðabirgða. ESB aðildarviðræður byggjast á þeirri meginreglu að "ekkert er samþykkt, uns allt er samþykkt", svo endanleg lokun kafla á aðeins sér stað í lok alls
samningaferlisins.
ESB er því eins og fjármálafyrirtæki. Umsækjandi verður að fara eftir einhliða sömdum samningsskilmálum upp á um 90.000 síður til að fá að vera með.
Með aðild að EES-samningnum frá 1994 hefur Ísland þegar tekið upp regluverk í 21 af 35 köflum löggjafar ESB að öllu eða langmestu leyti. En því miður hefur íslenska ríkið ekki í hávegum mikilvægt atriði ESB regluverksins; neytendavernd.
Getur einhver lamið Össur í hausinn.......kannski með kynningarbæklingnum?!
Hér á eftir fer svo upprunalegi textinn á ensku:
Accession negotiations
First, it is important to underline that the term "negotiation" can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate's adoption, implementation and application of EU rules - some 90,000 pages of them. And these rules (also known as "acquis", French for "that which has been agreed") are not negotiable. For candidates, it
is essentially a matter of agreeing on how and when to adopt and implement EU rules and procedures. For the EU, it is important to obtain guarantees on the date and effectiveness of each candidate's implementation of the rules.
To facilitate the negotiations, the whole body of EU law is divided into "chapters", each corresponding to a policy area. The first step in negotiations is called "screening"; its purpose is to identify areas in need of alignment in the legislation, institutions or practices
of a candidate country.
...........
As a basis for launching the actual, technical negotiation process, the Commission establishes a "screening report" for each chapter and each country. These reports are submitted to the Council. It is for the Commission to make a recommendation on whether to open negotiations on a chapter, or require that certain conditions (or "benchmarks") should
be met first.
The candidate country then submits a negotiating position. On the basis of a proposal by the Commission, the Council adopts an EU common position allowing opening of the negotiations.
Once the EU agrees a common position on each chapter of the acquis, and once the candidate accepts the EU's common position, negotiations on that chapter are closed - but only provisionally. EU accession negotiations operate on the principle that "nothing is agreed until everything is agreed", so definitive closure of chapters occurs only at the end of the entire negotiating process.
Villikettir VG komnir á kreik | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#154. Svarar hugsanlega ekki öllu....
26.1.2012 | 10:14
Nú þekki ég ekki málsatvik þessa máls Elviru Pinedo en ef efni þess snýst um húsnæðislán eingöngu mun það líklega ekki svara spurningunni um lögmæti þess að innheimta hærri heildarlántökukostnað af bílaláni, en samið var um í upphafi, eins og fjármálafyrirtækin eru að gera. 2.mgr. 14.gr. laga um neytendalán segir:
"Lánveitanda er eigi heimilt að krefjast greiðslu frekari lántökukostnaðar en tilgreindur er í samningi skv. 4. tölul. 1. mgr. 6. gr. Sé árleg hlutfallstala kostnaðar, sbr. 5. tölul. 1. mgr. 6. gr., of lágt reiknuð er lánveitanda eigi heimilt að krefjast heildarlántökukostnaðar sem gæfi hærri árlega hlutfallstölu kostnaðar."
Þó er rétt að taka fram að 3.mgr. 14.gr. segir:
Ákvæði 1. og 2. mgr. gilda ekki ef lánveitandi getur sannað að neytanda hefði mátt vera ljóst hver lántökukostnaðurinn átti að vera. Ef ákvæði 1. eða 2. mgr. leiða til lækkunar eftirstöðva skal neytandi greiða þær samkvæmt samningnum og lækkunin koma fram á síðustu afborgunum.
Að síðustu vil ég benda á ákvæði 15.gr. sem stendur svo:
Hafi lánveitandi ekki veitt þær upplýsingar, sem fyrir er mælt í 6. gr., sbr. 5. gr., getur það skapað honum bótaábyrgð, enda hafi neytandi mátt ætla að lánskjör væru hagstæðari en þau síðar reyndust vera.
Vegna ofangreindra atriða vil ég benda á forúrskurð Evrópudómstólsins í máli C-76/10. Í málinu var tekist á um heimild lánveitanda til að innheimta lántökukostnað þegar árleg hlutfallstala kostnaðar hafði ekki verið kynnt. Dómurinn úrskurðaði að ákvæði Evróputilskipana 93/13 og 87/102 bæri að túlka á þann hátt að lánveitanda væri ekki heimilt að innheimta lántökukostnað í þegar láðst hefði að kynna árlega hlutfallstölu kostnaðar við samningsgerð.
Úr niðurstöðu dómsins: "......the failure to mention the APR [innsk: annual percentage rate of charge eða árleg hlutfallstala kostnaðar] in a consumer credit contract means that the credit granted is deemed to be interest-free and free of charge." [leturbreyting EAJ]
Ég túlka þessa niðurstöðu Evrópudómstólsins, og ákvæði 2.mgr. 14.gr. neytendalánslaga, því þannig að þegar árleg hlutfallstala kostnaðar hefur verið kynnt neytanda við samningsgerð sé sú tala takmarkandi og ekki megi undir nokkrum kringumstæðum innheimta meiri lántökukostnað en kemur fram við samningsgerð á greiðsluáætlun. Sú tala, sem þar er kynnt, er endanleg heildargreiðsla. Hér ber að taka fram að greiðsluáætlun er fylgiskjal samnings og þar með hluti af honum. Hins vegar geta vaxtaákvarðanir á hverjum tíma haft áhrif á upphæð mánaðargreiðslu, en ekki á heildarlántökukostnað. Hafi heildarlántökukostnaður átt að vera breytilegur hefði átt að kynna það við samningsgerð og hvaða ástæður hefðu áhrif til breytinga. Slíkar upplýsingar eru alla vega ekki í mínum bílasamningi, aðeins að greiðslur geti tekið breytingum vegna vaxtabreytinga.
Það vekur athygli hver málsaðilinn er, þ.e. prófessor við lagadeild Háskóla Íslands og sérfræðingur í Evrópurétti. Það er ekki óvarlegt á áætla að þar fari aðili sem viti nákvæmlega hvernig túlka eigi lög. Tapi hún málinu hlýtur hún að þurfa íhuga stöðu sína við HÍ.
Úrskurði Hæstiréttur gegn röksemdum Elviru Pinedo prófessors við lagadeild Háskóla Íslands, konu sem er m.a. með fordæmisgildi forúrskurða Evrópudómstólsins og neytendalöggjöf að sérsviði í sínu starfi, þurfum við óháða skoðun á allri íslenskri löggjöf þar sem neytendaréttur hefur verið innleiddur, sem og öllum dómum Hæstaréttar með tilliti til Evrópuréttar.
Óvissu um vaxtaforsendur gengislána verður eytt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
#153. Staðfesting er komin! - Lánþegar! Leitið réttar ykkar vegna ólögmætra lána!
17.12.2011 | 00:54
Þetta er ansi merkileg frétt að mínu mati.
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs kærðir vegna ólögmætra lána! Er þetta forsmekkurinn að því sem koma skal? Á það fyrir forsvarsmönnum fleiri fjármálafyrirtækja að liggja að svara fyrir lánveitingar til almennings með ólögmætum samningsskilmálum? Til þess að það geti orðið þurfa fleiri lánþegar að kæra ólögmætar lánveitingar. Eða eru allir helsáttir og bíða eftir einhverri leiðréttingu frá Alþingi sem aldrei kemur?
Eru lánþegar sáttir við lög um endurreikning lán með afturvirkum vöxtum?
Eru lánþegar sáttir við hagnað bankanna m.a. vegna 110% leiðarinnar?
Eða vill almenningur betra þjóðfélag? Ef svarið er já við síðustu spurningunni, gerið þá eitthvað í því!
Farið til saksóknara og leggið fram kæru á hendur þessu fólki. Fólkinu sem fékk ofurlaunin, fríðindin, og bónusana fyrir að bera alla ábyrgðina af starfsemi fjármálafyrirtækis, en fékk svo að lokum niðurfellingarnar þegar ekki þurfti að axla ábyrgðina! Fólkinu sem átti eignarhaldsfélögin og naut aðstöðumunarins á "uppgangsárunum".
Hættið að tuða hvert í öðru á kaffistofunum, eldhúsunum, í fjölskylduafmælunum yfir því að ekkert sé gert fyrir fólkið, og gerið eitthvað sjálf! Þó ekki væri nema í ykkar eigin málum!
Kærið framferði stjórnenda fjármálafyrirtækisins sem þið eruð ósátt við.
Kærið alla forsvarsmenn lánastofnunar, frá þeim degi sem ólögmætur samningur var gerður til þess dags sem honum lýkur, sé honum yfir höfuð lokið, fyrir fjársvik.
Kærið alla forsvarsmenn lánastofnunar, frá þeim tíma sem upphaflega umsömdum heildarlántökukostnaði var náð til þess dags sem uppgjör er gefið út, eða til dagsins í dag standi greiðslur enn yfir, fyrir fjárdrátt.
Kærið samning með ólögmætum samningsskilmálum, slíkur samningur er fjársvik.
Kærið innheimtu heildarlántökukostnaðar vegna bílalána sem er hærri en um var samið í upphafi, slík innheimta er fjárdráttur.
Ef ykkur vantar gögn um samninginn farið þá og biðjið viðkomandi fjármálafyrirtæki um afrit af gögnum vegna ykkar samnings eða samninga. Þeim ber að láta þau af hendi.
Hvað sem þið gerið, ekki gera ekki neitt!
LÁTIÐ REYNA Á RÉTT YKKAR GAGNVART SVIKUNUM!
Ríkissaksóknari hefur gefið tóninn.
Fyrrum forsvarsmenn lífeyrissjóðs ákærðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 01:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#152. Fyrrverandi forsvarsmenn SP-Fjármögnunar hf. kærðir til sérstaks saksóknara!
9.12.2011 | 17:17
2. desember sl. afhenti ég sérstökum saksóknara kæru á 17 nafngreinda forsvarsmenn SP-Fjármögnunar hf. frá 2007, fyrir hlutdeild í fjársvikum (248.gr.), umboðssvikum (249.gr), fjárdrætti (247.gr.) og tilraun til fjárdráttar, við umsýslu gengistryggðs lánasamnings, en við þessum brotum liggur allt að 6 ára fangelsi. Einnig kærði ég fyrir brot gegn 156. og 158.gr. almennra hegningarlaga, þ.e. fyrir blekkingu í lögskiptum (allt að 8 ára fangelsi) og að nota skjal með ófalsaðri undirritun í öðrum tilgangi en það var ætlað til (allt að 3 ára fangelsi). Til vara kærði ég fyrir brot gegn 261.gr. sem getur varðað fangelsi allt að 1 ári.
Þá kærði ég valda aðila fyrir að uppfylla ekki skyldur sínar sbr. lög um hlutafélög (68. og 76.gr.), þ.e. fyrir að hafa ekki uppfyllt eftirlitsskyldur sínar með starfsemi félagsins og að hafa framfylgt ólöglegum ákvörðunum stjórnaraðila.
Tveir starfsmenn voru kærðir fyrir brot gegn 264.gr.alm.hegningarlaga fyrir að tryggja ávinning af ólögmætu athæfi með framferði sínu í starfi.
Með þessari leið vil ég reyna að fá á hreint hvaða ábyrgð stjórnarmenn, framkvæmdastjórar, og reyndar fleiri starfsmenn, bera þegar viðhöfð eru ólögmæt athæfi í viðskiptum eftirlitsskyldra aðila við almenning. Og sérstaklega þegar hægt er að sýna fram á að fulltrúum eftirlitsskylda aðilans hafi verið bent á hina ólögmætu gjörninga. Þeir fengu jú greitt fyrir að bera ábyrgð á starfsemi fyrirtækisins og sjá til þess að hún væri lögum samkvæmt á hverjum tíma.
Kæran var með rökstuðningi alls 26 blaðsíður, og að auki rúmlega 130 blaðsíður af fylgigögnum, alls 170 blaðsíður af gögnum. Ég hafði unnið að henni frá því í byrjun þessa árs með hléum. Kæruna vann ég einn, og án allrar aðstoðar lögfræðings, sem skýrir að nokkru langan vinnslutíma hennar. Allar ályktanir í henni eru því mínar sem leikmanns.
Ég bíð nú einungis eftir að sérstakur saksóknari láti mig vita um afstöðu sína til kærunnar og þá kemur væntanlega í ljós hvort ég hef rétt fyrir mér í kæruatriðum mínum, þ.e. hvort formleg ákæra verður gefin út í málinu. Sú bið mun líklega taka nokkrar vikur eða mánuði, enda er álagið mikið á þeim bænum. Þá býst ég við að þurfa mæta til skýrslutöku hjá sérstökum hvort sem úr ákæru verður eða ekki.
Fólk sem hefur greitt umfram upphaflegan heildarlántökukostnaði hefur, að mínu mati, orðið fórnarlamb fjárdráttar og á að kæra slíkt framferði til sérstaks saksóknara. Kæra á forsvarsmenn lánastofnunar frá þeim tíma sem upphaflegum heildarlántökukostnaði er náð til þess dags sem uppgjör er gefið út, eða til dagsins í dag standi greiðslur enn yfir, fyrir fjárdrátt.
Að sama skapi var gerð gengistryggðs lánasamnings að mínu mati fjársvik. Kæra á alla forsvarsmenn lánastofnunar frá þeim degi sem samningur var gerður til þess dags sem honum lýkur sé honum yfir höfuð lokið, fyrir fjársvik.
Það er ekkert gamanmál að fara þessa leið en ég er fyrir löngu orðinn úrkula vonar um að á þessu málum verði tekið að frumkvæði yfirvalda, hver sem þau eru. Ég hvet fleiri til að íhuga slíkar kærur og bendi áhugasömum á að kynna sér m.a. eftirfarandi B.A. ritgerðir háskólanema á vef skemmunar, www.skemman.is:
- Elisabeth Patriarca: "Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika"
- Guðrún Rósa Ísberg: "248 gr. almennra hegningarlaga og 123 gr. laga um verðbréfaviðskipti"
- Guðrún Anna Sturludóttir: "Samanburður á 248., 247. og 249. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940"
- Þorbjörn Þórðarson: "Milliganga við fjársvik samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga"
En fólk verður að gera sér grein fyrir því, að það verður sjálft að sækja rétt sinn! Enginn mun gera slíkt fyrir það!
Vinnuvélar streyma úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 19:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)