Færsluflokkur: Fréttir
#151. Hvers vegna er enginn kærður?
1.12.2011 | 17:09
Hvers vegna aðstoða Samtök iðnaðarins ekki forsvarsmenn fyrirtækja, sem hafa orðið fyrir barðinu á ólöglegum lánasamningum, við að kæra forsvarsmenn fjármálafyrirtækjanna fyrir fjársvik? Um er að ræða tugi ef ekki hundruði fólks sem sat í stjórnum fjármálafyrirtækja, fékk laun fyrir, sumir forsvarsmenn fengu afkomutengda launabónusa fyrir ólöglega lánastarfsemi, en aðeins ein hugrökk kona á Akureyri hefur kært bankastafsmenn fyrir fjársvik.
Ég verð að líta í eigin barm þegar ég segi þetta því ég hef unnið að kæru í bráðum ár þar sem ég tel að 17 forsvarsmenn fjármálafyrirtækis hafi sýnt framferði í viðskiptum við mig sem stenst ekki lög. Loksins er ég orðinn nógu sáttur við verkið til að afhenda það sérstökum saksóknara og stefni á að gera það á morgun, föstudag 2. desember, þar sem ég tel upp fjársvika-, umboðsvika og fjárdráttarbrot, sem og tilraun til fjárdráttar, allt bort gegn almennum hegningarlögum. Þarna er um að ræða m.a. 3 forsvarsmenn daglegs rekstrar. Einnig nefni ég 14 stjórnarmenn sem ég tel að hafi ekki staðið við skyldur sínar sbr. hlutafélagalög og stöðvað ólöglega starfsemi sem gengistrygging lánasamninga var.
Fólk og fyrirtæki verða að leita réttar síns gegn þessum aðilum.
Eiga að virða niðurstöður dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
#150. Fjármagnspúkinn á fjósbitanum fitnar.
25.11.2011 | 12:54
Þessi innheimta kolefnisgjalds finnst Steingrími allt í lagi þó fjölda starfa sé stefnt í hættu.
Viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir, ETS, er að mínu mati enn eitt plot lobbyista fjármagnseigenda til að hafa fé af almenningi og græða á framvirkum samningum. Kerfið mun virka hamlandi á hagvöxt og aukna framleiðslu í Evrópu, en einnig skekkja samkeppnisstöðu evrópskra fyrirtækja á alþjóðamarkaði.
Viðskiptakerfið gengur í stuttu máli út á það að stórir losendur kolefnis geta keypt sér aukalosunarheimildir vilji þeir auka losun kolefnis vegna stækkunar fyrirtækis og aukinnar framleiðslugetu. Hægt verður að 1) færa kvóta á milli fyritækja í sömu samstæðu og yfir landamæri, 2) kaupa kvóta í gegnum miðlara eða 3) kaupa kvóta á miðlægum markaði með losunarheimildir. Gangi þetta ekki geta þeir ekki stækkað fyrirtæki sín. Það er bara tímaspursmál hvenær veruleg viðskipti verða með losunarheimildir á fjármagnsmarkaði og þar munu vogunarsjóðir koma að með spákaupmennskubrjálæði sínu með gerð framvirkra samninga, alveg eins og með hverja aðra hrávöru eða gjaldmiðla. Við það mun verð þeirra fara upp og kostnaðurinn enda á neytendum.
Flugsamgöngur fara ekki varhluta af þessu kerfi og þurfa íslensku flugfélögin að greiða hundruðir milljóna vegna þessa kerfis, sem er kostnaður sem eingöngu fæst til baka með hækkun farmiða til almennings. Þá er gríðarlega andstaða við upptöku þessa kerfis meðal evrópskra flugfélaga en einnig á meðal flugrekenda utan Evrópusambandsins sem fljúga til Evrópu. Þeir þurfa að uppfylla sömu kröfur og þeir evrópsku vegna flugleiða til Evrópu. Kína, Rússland, Indland, Japan og Brasilía, svo dæmi séu tekin, hafa öll tekið höndum saman og mótmælt þessari einhliða ákvörðun Evrópusambandsins og óskað eftir aðkomu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar til að meta hvort verið sé að brjóta gegn alþjóðasamningum og sáttmálum.
Bandaríska fullltrúaþingið hefur hreinlega bannað bandarískum flugfélögum að hlýða tilskipuninni. Þó skal bent á að slíkt bann hefur ekkert gildi nema það sé staðfest af öldungadeildinni og forsetanum.
En hver borgar á endanum fyrir þessa losunarkvóta? Jú mikið rétt, almenningur borgar enn og aftur brúsann í hærra verði á vörum og þjónustu.
Og við hér á Íslandi, í gullkörfu verðtryggingar munum þurfa horfa á lánin okkar hækka vegna útblásturs koltvísýrings.
Það er alveg makalaust hversu auðvaldssinnuð vinstri hreyfingarnar eru hér á landi. Allt er gert til að hjálpa fjármálafyrirtækjum og bröskurum að dafna og hagnast.
Það ánægjulega er að mjög líklega mun SJS aldrei setjast í ráðherrastól framar eftir frammistöðuna á þessu kjörtímabili.
Milljarðar í kolefnisgjald | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#148. Þetta snýst ekki um glæp heldur siðferði, Gunnar.
18.11.2011 | 19:43
Titringur fer um forstjóra Fjármálaeftirlitsins nú þegar sannast hefur á hann að hann undirritaði stjórnarfundargerðir, lánasamninga og viðauka við samninga vegna aflandsfélaga, sem bent hefur verið á að hann hafi setið í stjórn fyrir sem "óvirkur" stjórnandi. Nokkuð sem hann hefur ekki kosið fyrr að leiðrétta þrátt fyrir ítrekaðan fréttaflutning um málið í sumar. Gunnar sakar fjölmiðla nú um mannorðsmorð.
Það er skýlaus krafa almennings til að mögulegt sé að bera virðingu fyrir stofnunum samfélagsins að þar séu við stjórn heiðarlegir og sannsöglir einstaklingar. Lygi og undirlægjuháttur á ekki heima þar. Sést það best á virðingu almennings fyrir Alþingi.
Gunnar hafði tækifæri til að koma í Kastljós og tjá sig um þetta mál. Hann kaus að gera það ekki frekar en fram til þessa.
Gunnar bendir á að enginn glæpur hafi verið framinn. Þurfti þess? Gunnar átti þátt í að beina starfsemi Landsbankans til aflandsfélaga til að losna við afleiðingar íþyngjandi reglugerðarbálka á Íslandi. Þetta snýst um siðferði og hugarfar, ekki glæp.
Þessi maður stýrir nú Fjármálaeftirlitinu.
Óheft mannorðsmorð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
#147. Hverjir eiga Glitni?
16.11.2011 | 10:40
Oft hefur verið talað um að nýju bankarnir séu í eigu kröfuhafa, til að mynda erlendra vogunarsjóða. Allt slíkt tal er villandi því það virðist byggt á því einu hverjir eigi skuldir viðkomandi fyrirtækis. Að sama skapi er hægt að segja að bankinn eigi húsið lántaka, af því hann eigi skuldirnar, en formlegt eignarhald er engu að síður í höndum lántakans.
Ég drap á þessu lítillega í þessari færslu. Kröfuhafar hafa aldrei tekið yfir þá eignarhluti sem voru til skráðir við fall bankanna í október 2008. Gömlu bankarnir, hlutafélögin sem fólk keypti hluti í, eru því að mínu mati formlega enn í eigu hluthafa en ekki kröfuhafa. Enginn stóru bankanna þriggja hefur verið úrskurðaður gjaldþrota.
Samanber 103.gr.a. laga um fjármálafyrirtæki skal slitastjórn ljúka stöfum með:
1. að láta fyrirtækið aftur í hendur hluthafa eða stofnfjáreigenda ef fundur þeirra sem slitastjórn hefur boðað til hefur samþykkt með atkvæðum þeirra sem ráða yfir að minnsta kosti 2/3 hlutum hlutafjár eða stofnfjár að fyrirtækið taki upp starfsemi á ný og kjörin hefur verið ný stjórn til að taka við því úr höndum slitastjórnar, enda hafi Fjármálaeftirlitið veitt samþykki sitt til þess og fyrirtækið fullnægir öðrum skilyrðum laga til að hefja aftur starfsemi, eða
2. að greiða hluthöfum eða stofnfjáreigendum út eignarhlut þeirra af eftirstöðvum eigna samkvæmt frumvarpi til úthlutunar sem gert skal eftir ákvæðum XXII. kafla og 5. þáttar laga um gjaldþrotaskipti o.fl., en sé um sparisjóð að ræða skal þó eignum, sem standa eftir að lokinni greiðslu stofnfjárhluta, varið eftir samþykktum hans og er óheimilt að ráðstafa þeim til stofnfjáreigenda ...1)
Þá segir í 4.mgr. 103.gr.a að takist slitastjórn ekki að ljúka greiðslu viðurkenndra krafna eða leita nauðasamninga skal bú fjármálafyrirtækis tekið til gjaldþrotaskipta.
Hlutverk skilanefndar Glitnis er að tryggja áframhaldandi rekstur viðskiptabankastarfsemi Glitnis hér á landi.
Sú staðreynd að Arionbanki og Íslandsbanki eru í eigu forvera sinna þykir mér benda til að stefnan sé hugsanlega að sameina þá foverum sínum. Þá bendir sú staðreynd að stofna þurfti 3 nýja banka á rústum hinna gömlu, til að taka við "heilbrigðum" lánum og innlánum þeirra, í stað eins nýs banka, til þess að þessi áform hafi verið ætlunin í upphafi. Enda er varla hægt að tala um endurreisa bankanna annars.
Á grundvelli þessa skil ég ekki nokkurt tal um hvernig hægt er að segja að kröfuhafar eigi banka á Íslandi, og þess síður að þeir fái þá afhenta að slitameðferð lokinni. Ég spyr einfaldlega hvernig er það löglegt?
Ég sé ekki betur en gömlu hluthafarnir eigi rétt á að fá fyrirtækin aftur í hendur ljúki slitameðferð á þann hátt að starfsemi þeirra haldi áfram. Því sé það þeirra að kjósa fyrirtækinu nýja stjórn en ekki kröfuhafa.
Ég mundi gjarnan vilja fá útskýringu sérfróðs aðila hvar ég hef rangt fyrir mér og með samsvarandi lagatilvísunum.
Engar greiðslur frá Íslandsbanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt 1.2.2016 kl. 18:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#146. Fyrsta dauðsfallið vegna sparnaðar?
14.11.2011 | 12:17
Nú um helgina var í gangi ein stærsta björgunaraðgerð um árabil þar sem leitað var að sænskum ferðamanni í bráðri lífshættu. Veðurskilyrði til leitar með þyrlum voru mjög óhagstæð sem og aðstæður á landi erfiðar.
Nú er ómögulegt að fullyrða neitt en ég velti fyrir mér hvort flugvélin, með sinni fullkomnu hitamyndavél, hefði nýst við að finna sænska ferðamanninn fyrr en raunin varð um helgina? Hún hefði klárlega getað flogið hærra og leitað yfir mun stærra svæði en þyrlurnar gátu gert.
Það er sorglegt að TF-SIF skuli þurfa að sanna notagildi sitt við eftirlits-, leitar- og björgunarstörf á erlendri grundu en ekki hér á Íslandi, vegna sparnaðaraðgerða stjórnvalda.
TF-SIF á að vera til taks á landinu 24 tíma á dag, allan ársins hring, til eftirlits-, leitar- og björgunarstarfa á Íslandi og í íslensku fiskveiðilögsögunni. Til þess var hún keypt.
Ég hef ekki séð einn einasta fjölmiðil velta upp þeirri spurningu hvers vegna flugvélin var ekki notuð við leitina.
Var þessi sænski ferðmaður fyrsta dauðsfallið vegna sparnaðar í rekstri Landhelgisgæslunnar?
Fundu flóttamenn á Miðjarðarhafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#145. Þó fyrr hefði verið?
8.11.2011 | 19:03
Eftir rúmlega 20 ára veru standa þeir bræður Kjartan Georg og Pétur Gunnarssynir upp úr stólum sínum hjá SP-Fjármögnun hf. Ja...farið hefur fé betra þó fyrr hefði verið segi ég nú bara.
Kjartan Georg hefur stýrt starfsemi SP-Fjármögnunar frá upphafi. Hann tók þátt í að byggja upp félagið frá stofnun þess 1995, og lék því lykilhlutverk þegar fyrirtækið hóf að bjóða lán með ólöglegum gengistryggingarskilmálum; samninga sem ég tel í raun vera fjársvik. Kjartan gerði samning við stjórn SP-Fjármögnunar hf. um árangurstengdan hlut í ágóða í starfsemi fyrirtækisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum yfir tiltekið tímabil. Samanber upplýsingar úr ársreikningum félagsins stóðu þessar bónusagreiðslur yfir á árunum 2005-2009. Áætla ég þessar greiðslur um 63 milljónir króna. Þar er innifalin greiðsla fyrir árið 2008, þegar SP var í raun gjaldþrota, sem ég áætla upp á liðlega 20 milljónir króna sé tekið mið af árstekjum framkvæmdastjórans árin á undan. Hann hafði því ríka ástæðu til að halda svikamyllu gengistryggðra lána gangandi og tryggja sér fjárhagslegan ávinning af innheimtu slíkra lána.
Þar sem ársreikningi fyrir árið 2010 hefur ekki verið skilað er ekki hægt að skoða hvort greiddar voru bónusagreiðslur fyrir það ár.
Kjartan Georg hefur náð að komast undan sjónvarpsviðtölum allan þann tíma sem umræða um ólögmæti gengistryggðra lánasamninga félagsins stóð. Hann hefur aldrei þurft að standa fyrir svörum frammi fyrir alþjóð hvers vegna stunduð var ólögleg starfsemi í starfrækslu félagsins, sem hann bar þó ábyrgð á.
Við breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki árið 2002 bar fjármálafyrirtækjum að tilkynna Fjármálaeftirlitinu hvaða starfsheimildir fyrirtækið nýtti við gildistöku laganna. Var þeim óheimilt að stunda eða hefja aðra starfsemi en þar var tiltekin án leyfis FME. Fjármálaeftirlitið útbjó sérstök eyðublöð sem nota átti við slíkar tilkynningar. Á árabilinu 2003-2006 sendi SP 5 tilkynningar til Fjármálaeftirlitsins um hvaða starfsheimildir væru nýttar. Undir tilkynningarnar ritar bróðir Kjartans, Pétur Gunnarsson, fyrir hönd SP. Á engum þessara tilkynninga kemur fram að fyrirtækið stundi viðskipti með erlendan gjaldeyri. Engu að síður kemur fram í ársreikningum sömu ára að hluti starfseminnar er reiknaður í erlendri mynt.
Það er hvoru tveggja refsivert, að stunda leyfisskylda starfsemi án starfsleyfis, eða gefa stjórnvaldi upp rangar upplýsingar. Ég læt lesendur sjálfa um að dæma hvort Pétur Gunnarsson og SP, undir stjórn Kjartans Georgs, hafi framið refsivert athæfi vegna þessara tilkynninga.
Ég sendi Fjármálaeftirlitinu ítarlegt bréf á vordögum 2010 þar sem ég vakti athygli á meintu broti á starfsleyfi SP vegna meintra gjaldeyrisviðskipta, en FME sinnti þessari tilkynningu lítið þrátt fyrir eftirgang af minni hálfu. Umboðsmaður Alþingis metur nú hvort FME hafi staðið rétt að svörum til mín vegna þessa bréfs.
Það vekur athygli þegar 3 menn, sem stýrt hafa umdeildu fjármálafyrirtæki, hætta á sama tíma. Ekki síður vekur það athygli mína að Landsbankinn sér ekki ástæðu til, þegar tilkynnt er um starfslok þeirra, að þakka þessum 3 mönnum, Kjartani Georg, Pétri bróður hans, og Herberti Arnarsyni, opinberlega fyrir vel unnin störf. Í tilfelli Kjartans er það kannski skiljanlegt, enda erfitt að mæra störf manns sem stýrði fyrirtækinu í þrot, og skuldum upp á 36 milljarða var á vordögum 2009 breytt í hlutafé til að halda félaginu gangandi.
Hættir hjá Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 21:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#144. Ísland.....best í heimi!
8.11.2011 | 15:31
Aldrei betri tími en nú, samningatæknilega séð, að semja við ESB segir Össur! Hvað þýðir það? Að ESB telji það slíkan styrk að fá Ísland inn að það gefi afslátt af öllum sínum grunngildum? Og heldur hann að einhver trúi því, innanlands sem utan, að Ísland, með allri sinni spillingu og vinargreiðum í stjórn-og fjármálakerfi, sé þess umkomið að gefa ESB pólitískt heilbrigðisvottorð, með því einu að sækjast eftir aðild? Og vel á minnst var ekki markmiðið að kíkja í pakkann?
Hvílíkur vindbelgur sem þessi maður getur verið.
Aldrei betra að semja við ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
#143. Ótvíræður refsiverður ásetningur fjármálafyrirtækja.
5.11.2011 | 14:19
Maður er dæmdur fyrir að flytja inn efni, sem ólöglegt efni væri, þó það sé ekki tilgreint ólöglegt í lögum um ávana- og fíkniefni. Sama refsing hefði legið við þótt maðurinn hefði verið með hveiti. Ástæðan, eins og segir í niðurlagi fréttarinnar, er að hver sá sem tekið hefur ákvörðun um að vinna verk sem refsing er lögð við í lögum og ótvírætt sýnt þann ásetning í verki hafi þegar brotið er ekki fullkomnað gerst sekur um tilraun til þess.
Ragnheiður Bragadóttir prófessor ritaði grein í 1. tbl. Úlfljóts, rits laganema árið 1985. Greinin bar nafniðVillan og hið ólögmæta atferli hins brotlega. Á bls.4. lýsir Ragnheiður einkennum fjársvika þannig að beitt er saknæmum blekkingum með því að skýra vísvítandi rangt frá einhverjum atriðum eða leggja vísvitandi launung á einhver atriði til þess að ná fram ákveðnu markmiði.
Fjármálafyrirtækin gerðu samninga með einhliða sömdu ákvæði sem gekk gegn gildandi lögum um vexti og verðtryggingu. Virt var að vettugi sú staðreynd að árið 2001 var verðtrygging lána við dagsgengi erlendra gjaldmiðla bönnuð og samtökum fjármálafyrirtækja var það fullkunnugt. Ólöglegar forsendur eru nýttar til að gera samning sem stenst ekki lög. Enn einu sinni er ég að tala um gengistrygginguna.
Á vef Skemmunar er að finna safn námsritgerða og rannsóknarita af ýmsu tagi, og má þar finna ritgerðir um fjársvik, fjárdrátt og umboðssvik. Ég leyfi mér að benda á BA-ritgerð Guðrúnar Önnu Sturludóttur, Samanburður á 248., 247. og 249. gr. almennra hegningarlaga. En einnig bendi ég á BA-ritgerð Elisabeth Patriarca, Skilyrði 248. gr. alm. hgl. og meginflokkar fjársvika, og BA-ritgerð Þorbjörns Þórðarsonar um Milliganga við fjársvik samkvæmt 248. gr. almennra hegningarlaga.
Guðrún Anna bendir í BA-ritgerð sinni á, að til þess að fjársvikabrot teljist framið þarf að uppfylla tvö grundvallareinkenni fjársvika, þ.e. að um villu hafi verið að ræða og atbeina þess sem misgert er við er nauðsynleg, enda er fjársvikabrotið tvíhliða brot. Guðrún hefur úr fyrrgreindri grein Ragnheiðar Bragadóttur að því megi slá föstu að villa reynist sönnuð ef um er að ræða eðlilega villu hjá heilbrigðu fólki.
Sá sem gerir samning sem er ólöglegur, eða með ólöglegu ákvæði, og hefur þannig fé af fólki hefur gerst sekur um fjársvik. Skilyrðin fyrir fullkomnun brots eru, eins og áður segir, að hjá brotaþola sé til staðar villa eða óljós hugmynd um atvik sem hinn brotlegi nýtir sér í hag og hefur fé af brotaþolanum. Slíkri villu er komið á með blekkingu, eða að skýra ekki að fullu frá málsatvikum, þannig að ljóst sé hvað má og hvað má ekki.
Með blekkingu er átt við að röng eða ójós hugmynd annars manns um einhver atvik er styrkt. Jónatan Þórmundsson segir í bók sinni "Afbrot og refsiábyrgð I." að gerandi geti beitt blekkingu með því að greina ranglega frá atburðum eða leyna einhverju sem gerst hefur. Fjármálafyrirtækin vissu árið 2001 að gengistrygging lánasamninga væri ólögleg. Þau lögðu vísvitandi launung á að slík verðtrygging væri ólögleg við samningsgerð við neytendur. Enn vísa ég í grein Ragnheiðar, sem segir að fjársvik eru svikabrot og er bleking ein af verknaðaraðferðum brotsins.
Samkvæmt þessu þarf þrennt þarf að vera til staðar við fjársvik:
1. Hinn brotlegi beitir blekkingum; heldur eftir eða leynir upplýsingum,
2. Brotaþoli hefur ranga hugmynd um málsatvik; villan,
3. Og brotaþoli þarf að gera eitthvað, t.d. undirrita samning.
Þegar samningi með ólöglegu ákvæði hefur verið komið er fjársvikabrotið að mínu mati fullkomnað, og brotið hefur verið gegn 248.gr. almennra hegningarlaga.
Beri hinn brotlegi lánasamningi fyrir sig og innheimti eða taki við greiðslum sem ekki er réttur til að taka við, án þess að ráðstafa slíkum greiðslum réttilega til lækkunar eftirstöðva láns, er slíkt framferði hugsanlega fjárdráttur. Slíkt framferði er brot gegn 247.gr. almennra hegningarlaga. Í þessu sambandi þarf hugsanlega að taka til greina stöðu eftirstöðva samnings, en ekki síður hvort upphaflegum heildarlántökukostnaði hefur verið náð. Haldi fjármálafyrirtæki áfram að innheimta samning umfram upphaflega saminn heildarlántökukostnað er um fjárdrátt að mínu mati að ræða. Hins vegar ef greiðslum er ranglega ráðstafað inn á eftirstöðvar, þ.e. samsetning afborgana og vaxta gerir það að verkum að eftirstöðvar lækka hægar en þær ættu að gera, en upphaflegum heildarlántökukostnaði hefur ekki náð, eða eftirstöðvar samnings eru sagðar tiltekin upphæð sem, ef lögð er við framkvæmdar greiðslur, gefur hærri útkomu en heildarlántökukostnaður átti að vera, er um tilraun til fjárdráttar að ræða.
Þó svo að álit sumra manna hafi verið að löglegt hefði verið að gengistryggja lánasamninga í íslenskum krónum er ljóst að svo var ekki.
Fyrirtækin sýndu, og sýna enn, ótvíræðan ásetning í verki við gerð og innheimtu þessara samninga. Siðferðið hjá forsvarsmönnum þeirra og starfsfólki er ekkert. Stjórnarmenn, forstjórar, framkvæmdastjórar, innheimtustjórar, lögfræðingar, allir sem einn ganga fram með ótuktarskap sem orð fá ekki lýst. Dirfist einhver að andmæla þeim er hinum sama jafnvel hótað að vera fjarlægður af skrifstofum fyrirtækisins með lögregluvaldi.
Forsvarsmenn fjármálafyrirtækja sýndu ótvíræðan ásetning í verki með gerð gengistryggðra lánasamninga og framkvæmdu brot sem refsing liggur við að mínu mati. Fyrir það eiga þeir að svara til saka.
Enginn forsvarsmaður þessara fyrirtækja hefur þó að mínu viti verið ákærður fyrir brot á almennum hegningarlögum þrátt yfir vísbendingar um ótvíræðan ásetning í verki.
Hér þarf almenningur að leita réttar sins og kæra til sérstaks saksóknara. Ein slík kæra verður afhent á mánudag.
Fengi sama dóm með hveiti í fórum sínum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 17:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#142. Ferðaskrifstofa en ekki flugfélag.
2.11.2011 | 12:46
Skildi þessi staðfesting Baldurs, að ekki verði sótt um flugrekstrarleyfi á næstu 12 mánuðum, verða til þess að fjölmiðlar hætta að kalla WOWair flugfélag? Ég efast um það. WOWair er, eins og Iceland Express, ekki flugfélag heldur ferðaskrifstofa hvað sem síðar verður.
Það verður hins vegar fróðlegt að sjá til hvaða staða þeir ætla að fljúga. Ekki þarf að koma á óvart ef leiðanetið tengist áfangastöðum lágfargjaldaflugfélaga í Evrópu. Það verður góð viðbót við möguleika landans til að ferðast.
Wow flýgur á nýja áfangastaði frá Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
#141. 110% leiðin er fjársvik.
2.11.2011 | 12:39
Íslandsbanki hefur undanfarið verið að hringja í aðila sem áttu eftir að skrifa undir skjöl tengdri 110% leið bannkans og ýta á að viðkomandi gengi frá samkomulaginu. Gefinn var frestur til 1. nóvember til að ganga frá þessum skjölum. Eftir samtal við starfsmann bankans kom fram að hvergi er gerð krafa um að frá þessu sé gengið fyrir 1. nóvember, raunar er hvergi gefinn lokafrestur á lúkningu þessa úrræðis að öðru leyti en sækja þurfti um fyrir 1. júlí 2011. Vitanlega vill bankinn ekki eiga óleyst mál um ótakmarkaðan tíma en í samtalinu kom fram að aðalástæðan fyrir að gefinn var "lokafrestur" er sú að þetta tengist fjárhagsuppgjöri bankans. Sami starfsmaður hélt því einnig fram að virði lána heimila væri fært á fullu virði í bókum bankans og endurmat hefði engin áhrif til hækkunar á virði lánanna. Þetta tel ég skrýtna bókfærslu ef svo er raunin. En vitanlega er það ekki svo enda mundi það ekki tengjast árshlutauppgjöri ef lánin væru færð á fullu virði.
Ég hef áður haldið því fram að 110% leið bankanna er blekking við grandalausan almenning sem skapar hagnað bankanna vegna heimildargjafar til þeirra að endurmeta lánasöfn sín eftir undirritun 110% leiðar. Hún er í raun fjársvik, enda fellst hún í því að almenningur á að gangast við stöðu lána eins og þau stóðu í byrjun árs 2011. Ólafur Arnarsson, hagfræðingur og Pressupenni, hélt því einnig nýlega fram í pistli um markaðsmisnotkun bankanna að endurmat lánasafnanna væri að stórum hluta til ástæða hagnaðar bankanna.
Við skulum alveg vera undir það búinn að hagnaður bankanna á seinni helmingi ársins verði ekki lakari enn á fyrr helmingi þess, sem að mínu mati er nánast eingöngu kominn til vegna endurmats lánasafna, eftir að almenningur hefur verið gabbaður til að viðurkenna að lán, sem bankinn eignaðist með allt að 50% afslætti, sé meira virði en bækur bankans segja. Vaxtamunur getur ekki skýrt allan hagnaðinn sem bókfærður hefur verið frá stofnun nýju bankanna.
110% leið nær ekki markmiðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)