Færsluflokkur: Fréttir
#139. Þetta verður fróðleg niðurstaða....Kemst eignarhald bankanna loksins í dagsljósið?
12.10.2011 | 15:59
Eignarhald bankanna hefur oft verið rætt en lítil niðurstaða fengist, alla vega opinberlega. Skv. upplýsingum Fjármálaeftirlitsins frá fyrr í sumar eru nýju bankarnir, Arion banki og Íslandsbanki, í eigu eignarhaldsfélaga, sem aftur eru í eigu gömlu bankanna, Kaupþings og Glitnis. Ég veit ekki til að þetta hafi breyst.
Ég hef ítrekað beðið skilanefnd Glitnis um svör hver staða míns litla eignarhluta í Glitni banka er en til þessa hefur ekkert efnislegt svar komið. Fjármálaeftirlitið sagði mér að eignarhluturinn hefði ekki verið yfirtekinn né útþynntur þannig að ég tel að hann sé því enn til staðar. Skv. lögum um fjármálafyrirtæki lýkur skilanefnd fjármálafyrirtækis störfum með því að setja það í gjaldþrotaskipti eða skila því aftur til hluthafa.
Kröfuhafar hafa aldrei tekið yfir þá eignarhluti sem voru skráðir við fall bankanna í október 2008. Gömlu bankarnir eru því að mínu mati enn í eigu hluthafa, ekki kröfuhafa. Allt annað tal er því miður bull.
Nú kemur í ljós hversu vel fjölmiðlar halda vöku sinni þegar niðurstaða er fengin.
Vill láta skoða eignarhaldið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#137. Laga þarf lögin um vaxtareikning lána!
5.10.2011 | 11:35
Vill afskrifa meira en minna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#136. Sköpum þrúgandi þögn á Austurvelli.....
27.9.2011 | 13:01
Ég legg til að hver einasti kjaftur sem ætlar að mæta á Austurvöll við setningu Alþingis á laugardaginn fari að fordæmi ríkisstjórnarinnar í skuldamálum heimilanna á meðan þingheimur gengur til kirkju:
1. Geri ekkert!
2. Segi ekkert!
Leyfum alþingismönnum að heyra hvernig land án þjóðar hljómar.
Flýta setningu Alþingis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
#135. Skapar 110% leiðin hagnað bankanna?
16.9.2011 | 00:40
Ég las nýlega skjöl frá Íslandsbanka vegna 110% leiðar fyrir skuldara. Áður en ég las þessi skjöl yfir þótti mér einkennilegt hvers vegna bankinn þarf samþykki skuldara til að hann lækki útblásnar eftirstöðvar lánasamninga. En eftir lestur skjalanna vegna umsóknar um 110% leið hjá bankanum þá áttaði ég mig betur á hvað um er að vera. Íslandsbanki er að fara fram á að skuldari gangist við 110% skuldsetningu fasteignar vegna lána sem bankinn fékk á u.þ.b. helmingsafslætti frá Glitni banka, með því að staðfesta og viðurkenna að eftirstöðvarnar 01.01.2011 hafi verið þær sem tilgreindar eru á umsókn um niðurfærslu fasteignaveðláns. Jafnframt segir að skuldari gefi bankanum heimild til að nota þessar upplýsingar nafnlaust til að endurmeta verðmæti lánasafna bankans. M.ö.o. þá er bankinn að fara fram á að skuldarar samþykki að lánin séu meira virði en bankinn er með bókfært í lánasöfnum sínum í dag.
Farið er fram á að skilað sé með umsókn staðfestu afriti síðustu 3 skattframtala. Hvers vegna þarf bankinn að sjá skattframtöl til að lækka skuldir viðkomandi? Er hann að meta greiðslugetu?
Þá er einnig farið fram á staðfestingu á stöðu eftirstöðva 01.01.2011. Sem sagt skuldarinn á að staðfesta að eftirstöðvarnar er þær sem sagt er að þær séu á umsókninni, til þess að Íslandsbanki eigi verðmætara lánasafn.
Í reynd er því um hækkun á lánunum að ræða en ekki lækkun. Ákvörðun Fjármálaeftirlitsins frá 14. október 2008, um stofnun efnahagsreiknings Nýja Glitnis, nú Íslandsbanka, segir:
Útlán til viðskiptavina önnur en þau sem tilgreind eru hér á eftir eru færð yfir í nýja bankann á bókfærðu verði að teknu tilliti til áætlaðra afskrifta einstakra útlána.
Það er því almenningur sem er að gefa bönkunum heimild til að endurmeta lánasöfnin eftir þeim gögnum sem undirrituð eru við umsókn um 110% leið sem skapar hagnaðinn. Hér er þvílíkt verið að spila með grandvart fólk að annað eins gerist ekki nema í svæsnustu bíómyndum og viðskiptum mafíósa við undirmálsfólk.
Nú er ég enginn sérfræðingur í að greina ársreikninga fjármálafyrirtækja en ég fæ ekki betur séð en virði lána til viðskiptamanna Landsbankanns hafi hækkað um 60 ma.kr. á fyrsta ársfjórðungi. Hvað mikill hluti þessa hækkunar má rekja til endurmats á lánasöfnum bankans á lánum til einstalinga í kjölfar 110% leiðar? Líklega um 20 ma. króna. (Sjá árshlutauppgjör Landsbankans bls.16)
Íslandsbanki virðist ekki hafa uppfært lánasafn sitt til einstaklinga ennþá þannig að ég yrði ekki hissa á að hagnaður bankans á seinni ársins verði meiri en á fyrri hluta ársins.
Það verður fróðlegt að sjá.
42,7 milljarðar í hagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 00:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#129. Gengistryggingin lifir enn. Landsbankinn gjaldþrota?
24.8.2011 | 20:30
Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, ritar sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd 7 blaðsíðna bréf dagsett. 19. ágúst sl. vegna umsagnar um kvótafrumvarpið. Í bréfinu segir að Landsbankinn lýsi yfir miklum áhyggjum af frumvarpinu. M.a. bendir bankastjórinn á að bann við veðsetningu gangi gegn markmiðum frumvarpsins um hagkvæma nýtingu fiskistofna. Ég vil benda bankastjóranum á að 4.ml.3.gr. laga um samningsveð bannar nú þegar að aflahlutdeild fiskiskips sé veðsett:
4. Eigi er heimilt að veðsetja réttindi til nýtingar í atvinnurekstri, sem skráð eru opinberri skráningu á tiltekið fjárverðmæti og stjórnvöld úthluta lögum samkvæmt, t.d. aflahlutdeild fiskiskips og greiðslumark bújarðar. Hafi fjárverðmæti það, sem réttindin eru skráð á, verið veðsett er eiganda þess óheimilt að skilja réttindin frá fjárverðmætinu nema með þinglýstu samþykki þeirra sem veðréttindi eiga í viðkomandi fjárverðmæti. [leturbreytingar eru mínar]
Á þessa staðreynd hefur Kristinn Pétursson iðulega bent með færslum á bloggi sínu. Reyndar virðist bankastjórinn vera fullmeðvitaður um þetta ákvæði þegar bréfið er lesið til enda en kýs engu að síður að virða það að vettugi í umræðunni.
Þá minnir bankastjórinn á að gefið var út stórt skuldabréf til Landsbanka Íslands (hins gamla) sem sé í erlendri mynt og af því eigi að greiða í erlendri mynt. Þá segir bankastjórinn í bréfinu: Meginuppistaða erlendra vaxtatekna Landsbankans kemur frá íslenskum sjávarútvegi......" Og hvernig er hægt að hafa erlendar vaxtatekjur af lánveitingum á milli innlendra aðila nema með gengistryggingu eða af lánum með erlenda mynt sem höfuðstól? Mér sýnist bankastjórinn staðfesta þarna að mikill fjöldi lána Landsbankans til íslensks sjávarútvegs sé annað hvort gengistryggður eða í" erlendri mynt. Hversu mikill fjöldi þessara lána er ólöglegur? Sennilega öll.
Þá má ekki gleyma því að Landsbankinn breytti 35 milljarða. kr. láni til dótturfélagsins SP-Fjármögnunar hf. í 1100 milljóna kr. hlutafé til bjarga SP-Fjármögnun hf. frá gjaldþroti vegna ólöglegra lánaskilmála sinna.
Ég held að hérna sé staðfest að Landsbankinn sé í raun jafn gjaldþrota og forveri hans.
Breytingarnar rýra lífskjör | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#128. Hver er þessi einhver og hver var/er eigandi hússins???
22.8.2011 | 09:12
Vandamálið óuppsegjanlegur samningur til 25 ára | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Breytt s.d. kl. 09:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
#127. Lífeyrissjóður verslunarmanna verðbætir vextina líka.
19.8.2011 | 12:49
Tilgangur verðtryggingar er að skila sama verðmæti og fengið var að láni, þ.e. 1000 kr. sem gáfu 1 kg af kjöti við lántöku og eiga gefa 1 kg af sama kjöti við endurgreiðslu sömu 1000 kr. í lok lánstímans. Verðgildið á að halda sér.
Ég hef dæmi af láni hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna, þar sem ekki eru reiknaðar verðbætur á höfuðstól heldur á greiðsluna alla, þ.e. afborgunin af höfuðstólnum er réttilega verðbætt en einnig vextirnir, sem reiknast NB. af óverðbættum höfuðstól.
Vextir eru kostnaður lántaka vegna lántöku en ekki hluti upphaflegrar lánsfjárhæðar. Vextirnir eru þó einnig ávöxtun fyrir lánveitanda og má því þannig verðbæta þá þess vegna í verðtryggðu láni?
Spurningin er því í raun hvað er átt við með verðtryggingu greiðslu láns í skilningi laganna. Er einungis átt við afborgun höfuðstóls? Eða teljast vextir einnig til greiðslunnar og er þar með heimilt að reikna verðbætur á greiðsluna í heild? Mér finnst það í raun jafngilda því að höfuðstóll sé verðbættur mánaðarlega og vextir síðan reiknaðir af útkomunni.
Nú hef ég ekki skoðað þetta ofan í kjölinn með útreikningum og get því ekki sagt til hvort að þetta sé löglega framkvæmt eða hvort útkoman er mismunandi. En við fyrstu sýn vekur furðu mína að nokkru að vextirnir séu verðbættir.
Gætu þurft að afskrifa milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
#126. Setja upp vefmyndavél?
17.8.2011 | 16:05
Segjast uppgefin og blöskrar úrræðaleysi lögreglunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
#125. Meira af rútuhrakförum.....
9.8.2011 | 10:53
Hér má finna nokkrar myndir og myndbönd af hrakningum þessarar rútu í Krossá í fyrra.
Slóðirnar á myndböndin eru hér:
http://www.flickr.com/photos/skarpi/4920794756/in/photostream
http://www.flickr.com/photos/skarpi/4918940933/in/photostream/
Lenti í árekstri á hálendinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
#124. Vafasamt vinnulag?
27.7.2011 | 23:43
Ég velti fyrir mér hvort það sé beinlínis löglegt að tala ökumann, erlendan ferðamann sem innlendan, inn á það að greiða sekt á staðnum? Er þetta réttlát málsmeðferð? Stenst þetta ákvæði laga um þrískiptingu valdsins? Eru lögreglumenn ekki þarna í hlutverki rannsakenda, ákærenda og dómara?
Ef maðurinn vill ekki borga við fyrsta boð á lögreglan að setja málið í annan farveg. Þá er málið rannsakað, hugsanlega gefin út ákæra og dæmt í málinu. Nú veit ég ekkert hvort er betra fyrir þann sem er tekinn fyrir hraðaksturinn, að borga eða mótmæla.
En mér finnst þetta svolítið skrýtið framferði.
Vildi ekki borga út af Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fréttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)